Fótbolti

Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson lagði upp þriðja mark Lille í kvöld.
Hákon Arnar Haraldsson lagði upp þriðja mark Lille í kvöld. YE4images/NurPhoto via Getty Images

Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille unnu sterkan 4-1 sigur er liðið tók á móti St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Hákon var á sínum stað í byrjunarliði Lille, en það var Zuriko Davitashvili sem skoraði fyrsta mark leiksins er hann kom gestunum í St. Etienne í forystu strax á sjöttu mínútu með marki úr vítaspyrnu. 

Kanadíski framherjinn Jonathan David jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn með marki af vítapunktinum eftir rúmlega hálftíma leik, en David fiskaði spyrnuna sjálfur.

Gestirnir lentu svo í vandræðum snemma í síðari hálfleik þegar Dylan Batubinsika fékk að líta beint rautt spjald og Hákon og félagar léku því manni fleiri það sem eftir lifði leiks.

Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Osame Sahraoui kom Lille yfir á 63. mínútu áður en Svíinn Gabriel Gudmundsson bætti þriðja markinu við á 72. mínútu eftir stoðsendingu frá Hákoni.

Sahraoui var svo aftur á ferðinni á 78. mínútu og þar við sat.

Fleiri uðru mörkin ekki og niðurstaðan varð 3-1 sigur Lille, sem nú situr í fjórða sæti frönsku deildarinnar með 35 stig eftir 20 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×