Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2025 08:30 Dómarinn Lina Lehtovaara sést skoða skjáinn í leik norska kvennalandsliðsins. Norska knattspyrnusambandið við ekki hætta með myndbandsdómgæslu sem er orðin stór hluti af alþjóðlegum fótbolta. Getty/Harriet Lander Norsku félögin kusu það að hætta að nota myndbandsdómgæslu í norska fótboltanum en norska knattspyrnusambandið ætlar ekki að hlusta á félögin. Þetta hefur auðvitað kallað á hörð viðbrögð. Sum félög eru það ósátt með ákvörðun stjórnar knattspyrnusambandsins að þau íhuga að fara lengra með málið. „Þrátt fyrir sannfærandi rök fyrir því að hætta með VAR, ekki síst með framlagi frá félögum sjálfum í umræðuna, þá hefur stjórnin tekið þá einróma ákvörðun að það besta fyrir norska fótboltann sé að halda áfram með VAR en þróa það enn frekar,“ sagði Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, á blaðamannafundi í gær. NRK fjallar um málið. „Við getum ekki hætt með þetta verkefni núna eftir að svo margir hafa fjárfest í því. Við höfum bara tveggja ára reynslu á myndbandsdómgæslu og þetta er orðinn mikilvægur hluti af alþjóðlegum leikjum bæði félagsliða og landsliða,“ sagði Klaveness. Lise Klaveness er forseti norska knattspyrnusambandsins.Getty/Trond Tandberg Félögin kusu með nítján atkvæðum gegn þrettán að hætta með myndbandsdómgæslu en stuðningsmenn margra félaga mótmæltu VAR á mörgum leikjum síðasta sumar. Það þurfti að aflýsa einum eftir að ógrynni af fiskibollum var hent inn á völlinn. „Toppliðin 32 hafa með lýðræðislegum hætti komist að þeirri niðurstöðu að þau vilji ekki hafa VAR. Til hvers að vera með lýðræðislega kosningu ef að það er síðan horft fram hjá niðurstöðunum,“ sagði Ole Kristian Sandvik, talsmaður samtaka stuðningsmannafélaga í norskum fótbolta, í viðtali við norska ríkisútvarpið. „Norska knattspyrnusambandið hefur haft stuðningsmennina að fíflum. Þau báðu stuðningsmennina um að nota sínar lýðræðislegu leiðir. Það var mikill meirihluti á móti VAR. Klaveness sagði það í sumar að framlag félaganna myndi hafa mikil áhrif. Það er augljóslega ekki raunin,“ sagði Sandvik. „Ég er mjög hissa á þessu. Ég bjóst við að norska sambandið myndi standa við sín orð síðan í sumar. Það var kannski barnalegt af mér. Mér finnst eins og við séum ekki tekin alvarlega,“ sagði Sandvik. Norski boltinn Tengdar fréttir Vilja ekki VAR í bikarúrslitaleiknum Stjórn Íslendingafélagsins Vålerenga vilja alls ekki myndbandsdómgæslu í bikarúrslitaleik kvenna í fótbolta í Noregi. 30. ágúst 2024 12:32 Fiskibollumótmælin skiluðu árangri í baráttunni gegn VAR Myndbandsdómgæslan er umdeild í Noregi eins og sást á mótmælum á stórleik Rosenborg og Lilleström á dögunum. Norska knattspyrnusambandið boðar lýðræðislegar umræður um VAR og kosningu um framtíðina í mars. 31. júlí 2024 10:00 Norsku félögin vilja losna við VAR úr norskum fótbolta Mikil óánægja er með myndbandsdómgæslu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en aðeins eitt ár er liðið síðan hún var tekin upp. 20. febrúar 2024 16:45 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira
Sum félög eru það ósátt með ákvörðun stjórnar knattspyrnusambandsins að þau íhuga að fara lengra með málið. „Þrátt fyrir sannfærandi rök fyrir því að hætta með VAR, ekki síst með framlagi frá félögum sjálfum í umræðuna, þá hefur stjórnin tekið þá einróma ákvörðun að það besta fyrir norska fótboltann sé að halda áfram með VAR en þróa það enn frekar,“ sagði Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, á blaðamannafundi í gær. NRK fjallar um málið. „Við getum ekki hætt með þetta verkefni núna eftir að svo margir hafa fjárfest í því. Við höfum bara tveggja ára reynslu á myndbandsdómgæslu og þetta er orðinn mikilvægur hluti af alþjóðlegum leikjum bæði félagsliða og landsliða,“ sagði Klaveness. Lise Klaveness er forseti norska knattspyrnusambandsins.Getty/Trond Tandberg Félögin kusu með nítján atkvæðum gegn þrettán að hætta með myndbandsdómgæslu en stuðningsmenn margra félaga mótmæltu VAR á mörgum leikjum síðasta sumar. Það þurfti að aflýsa einum eftir að ógrynni af fiskibollum var hent inn á völlinn. „Toppliðin 32 hafa með lýðræðislegum hætti komist að þeirri niðurstöðu að þau vilji ekki hafa VAR. Til hvers að vera með lýðræðislega kosningu ef að það er síðan horft fram hjá niðurstöðunum,“ sagði Ole Kristian Sandvik, talsmaður samtaka stuðningsmannafélaga í norskum fótbolta, í viðtali við norska ríkisútvarpið. „Norska knattspyrnusambandið hefur haft stuðningsmennina að fíflum. Þau báðu stuðningsmennina um að nota sínar lýðræðislegu leiðir. Það var mikill meirihluti á móti VAR. Klaveness sagði það í sumar að framlag félaganna myndi hafa mikil áhrif. Það er augljóslega ekki raunin,“ sagði Sandvik. „Ég er mjög hissa á þessu. Ég bjóst við að norska sambandið myndi standa við sín orð síðan í sumar. Það var kannski barnalegt af mér. Mér finnst eins og við séum ekki tekin alvarlega,“ sagði Sandvik.
Norski boltinn Tengdar fréttir Vilja ekki VAR í bikarúrslitaleiknum Stjórn Íslendingafélagsins Vålerenga vilja alls ekki myndbandsdómgæslu í bikarúrslitaleik kvenna í fótbolta í Noregi. 30. ágúst 2024 12:32 Fiskibollumótmælin skiluðu árangri í baráttunni gegn VAR Myndbandsdómgæslan er umdeild í Noregi eins og sást á mótmælum á stórleik Rosenborg og Lilleström á dögunum. Norska knattspyrnusambandið boðar lýðræðislegar umræður um VAR og kosningu um framtíðina í mars. 31. júlí 2024 10:00 Norsku félögin vilja losna við VAR úr norskum fótbolta Mikil óánægja er með myndbandsdómgæslu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en aðeins eitt ár er liðið síðan hún var tekin upp. 20. febrúar 2024 16:45 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira
Vilja ekki VAR í bikarúrslitaleiknum Stjórn Íslendingafélagsins Vålerenga vilja alls ekki myndbandsdómgæslu í bikarúrslitaleik kvenna í fótbolta í Noregi. 30. ágúst 2024 12:32
Fiskibollumótmælin skiluðu árangri í baráttunni gegn VAR Myndbandsdómgæslan er umdeild í Noregi eins og sást á mótmælum á stórleik Rosenborg og Lilleström á dögunum. Norska knattspyrnusambandið boðar lýðræðislegar umræður um VAR og kosningu um framtíðina í mars. 31. júlí 2024 10:00
Norsku félögin vilja losna við VAR úr norskum fótbolta Mikil óánægja er með myndbandsdómgæslu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en aðeins eitt ár er liðið síðan hún var tekin upp. 20. febrúar 2024 16:45