Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. janúar 2025 21:00 Dagur Sigurðsson stýrði sínum mönnum til sigurs og sendi strákana okkar heim í leiðinni. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Ísland er úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta og er þar með fyrsta liðið frá upphafi sem kemst ekki áfram úr milliriðli með átta stig. Það varð ljóst eftir 29-26 sigur Króatíu gegn Slóveníu í kvöld. Króatar enda því í efsta sæti milliriðilsins og mæta Ungverjalandi í átta liða úrslitum. Egyptaland endar í öðru sæti og mætir Frakklandi næst. Íslendingar leyfðu sér að dreyma Slóvenar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti, þó þeir hafi ekki haft upp á neitt að keppa skipti sigur þá greinilega miklu máli. Þeir mættu vel gíraðir til leiks, skoruðu fyrstu fimm mörkin og tókst að slá Króata út af laginu, um stund allavega. Dagur Sigurðsson tók leikhlé þegar Króatía hafði ekki enn skorað mark eftir tæpar sjö mínútur. Hlutirnir fóru að ganga betur sóknarlega eftir það en skömmu síðar varð liðið fyrir léttu áfalli þegar David Mancic, einn mikilvægasti varnarmaður liðsins, fór úr lið á fingri. Dagur brást vel við brekkunni Slóvenar voru enn með fjögurra marka forystu, 12-8, eftir tuttugu mínútna leik. En Króatar áttu fleiri brögðum að tefla og tókst að jafna leikinn fyrir hálfleik. Dagur brást vel við því að missa Mancic út af og skipti strax inn á goðsögninni Domagoj Duvnjak, þrátt fyrir að hann væri hálf meiddur, til að glæða leikinn lífi og styrkja trú áhorfenda. Sú skipting virkaði sem skyldi og kveikti undir öllum Króötum í höllinni. Mateo Maras hóf síðan áhlaupið með tveimur þrumuskotum sem sungu í netinu, Filip Glavas skoraði svo úr tveimur vítum í röð sem línumaður fiskaði eftir sendingu frá Duvnjak. Mateo Maras kveikti í sóknarleik Króata með tveimur þrumuskotum fyrir utan.Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Meiddi maðurinn Mancic kom svo inn á þegar fyrri hálfleikur var að klárast og náði varnarstoppi sem gerði Króötum kleift að jafna og stuðningsmönnum liðsins að tryllast úr fögnuði. Það dró til slagsmála í hálfleik og greinilegt var að sigur skipti Slóvena miklu máli.Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Jafnt í hálfleik Staðan 15-15 í hálfleik og stemningin sannarlega hjá Króatíu-mönnum fyrir þann seinni en Slóvenar létu það ekki hafa áhrif á sína spilamennsku. Liðin skiptust í sífellu á forystunni þegar komið var út í seinni hálfleik og jafnt var enn þegar stundarfjórðungur var eftir. Kuzmanovic kveikti á sér Þá kveikti markmaðurinn Dominik Kuzmanovic á sér og varði nokkur mikilvæg skot fyrir Króata. Áhrifin sem það hafði á áhorfendur í höllinni eru ólýsanleg. Hann tók þrjú dauðafæri í röð, Slóvenar fóru fjórar mínútur án marks og misstu Króata í leiðinni tveimur mörkum fram úr sér. Dominik Kuzmanovic á stóran þátt í því að Ísland sé úr leik.Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Vafasöm dómgæsla Síðustu tíu mínúturnar virtist dómgæslan svo halla verulega á Slóvena, þeir fengu tvær vafasamar brottvísanir, ásamt furðulegum línu- og ruðningsdómum. Að sama skapi sluppu Króatar við mjög svipaðan ruðningsdóm og misstu ekki mann af velli, þrátt fyrir að hann hafi þrumað boltanum í andlit markmannsins. Hverju sem líður tókst Slóvenum ekki að jafna leikinn. Kuzmanovic varði síðasta skotið sem þeir tóku og Króatar unnu 29-26. Svíar og Norðmenn hafa sömuleiðis lokið þátttöku Leikur Króatíu og Slóveníu var annar af tveimur í milliriðlunum á HM í kvöld. Hvorugt lið átti möguleika á því að komast áfram og höfðu því aðeins upp á stoltið að spila. Norðmenn eru með montréttinn eftir nokkuð öruggan fimm marka sigur. Þeir komust átta mörkum yfir í fyrri hálfleik en létu aðeins undan í seinni og lokatölur urðu 29-24. William Otto Aar, lærisveinn Arnórs Atlasonar í Holstebro, var markahæstur í leiknum með níu mörk fyrir Norðmenn. Portúgal og Brasilía komust upp úr milliriðlinum sem Noregur og Svíþjóð spiluðu í. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta
Ísland er úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta og er þar með fyrsta liðið frá upphafi sem kemst ekki áfram úr milliriðli með átta stig. Það varð ljóst eftir 29-26 sigur Króatíu gegn Slóveníu í kvöld. Króatar enda því í efsta sæti milliriðilsins og mæta Ungverjalandi í átta liða úrslitum. Egyptaland endar í öðru sæti og mætir Frakklandi næst. Íslendingar leyfðu sér að dreyma Slóvenar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti, þó þeir hafi ekki haft upp á neitt að keppa skipti sigur þá greinilega miklu máli. Þeir mættu vel gíraðir til leiks, skoruðu fyrstu fimm mörkin og tókst að slá Króata út af laginu, um stund allavega. Dagur Sigurðsson tók leikhlé þegar Króatía hafði ekki enn skorað mark eftir tæpar sjö mínútur. Hlutirnir fóru að ganga betur sóknarlega eftir það en skömmu síðar varð liðið fyrir léttu áfalli þegar David Mancic, einn mikilvægasti varnarmaður liðsins, fór úr lið á fingri. Dagur brást vel við brekkunni Slóvenar voru enn með fjögurra marka forystu, 12-8, eftir tuttugu mínútna leik. En Króatar áttu fleiri brögðum að tefla og tókst að jafna leikinn fyrir hálfleik. Dagur brást vel við því að missa Mancic út af og skipti strax inn á goðsögninni Domagoj Duvnjak, þrátt fyrir að hann væri hálf meiddur, til að glæða leikinn lífi og styrkja trú áhorfenda. Sú skipting virkaði sem skyldi og kveikti undir öllum Króötum í höllinni. Mateo Maras hóf síðan áhlaupið með tveimur þrumuskotum sem sungu í netinu, Filip Glavas skoraði svo úr tveimur vítum í röð sem línumaður fiskaði eftir sendingu frá Duvnjak. Mateo Maras kveikti í sóknarleik Króata með tveimur þrumuskotum fyrir utan.Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Meiddi maðurinn Mancic kom svo inn á þegar fyrri hálfleikur var að klárast og náði varnarstoppi sem gerði Króötum kleift að jafna og stuðningsmönnum liðsins að tryllast úr fögnuði. Það dró til slagsmála í hálfleik og greinilegt var að sigur skipti Slóvena miklu máli.Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Jafnt í hálfleik Staðan 15-15 í hálfleik og stemningin sannarlega hjá Króatíu-mönnum fyrir þann seinni en Slóvenar létu það ekki hafa áhrif á sína spilamennsku. Liðin skiptust í sífellu á forystunni þegar komið var út í seinni hálfleik og jafnt var enn þegar stundarfjórðungur var eftir. Kuzmanovic kveikti á sér Þá kveikti markmaðurinn Dominik Kuzmanovic á sér og varði nokkur mikilvæg skot fyrir Króata. Áhrifin sem það hafði á áhorfendur í höllinni eru ólýsanleg. Hann tók þrjú dauðafæri í röð, Slóvenar fóru fjórar mínútur án marks og misstu Króata í leiðinni tveimur mörkum fram úr sér. Dominik Kuzmanovic á stóran þátt í því að Ísland sé úr leik.Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Vafasöm dómgæsla Síðustu tíu mínúturnar virtist dómgæslan svo halla verulega á Slóvena, þeir fengu tvær vafasamar brottvísanir, ásamt furðulegum línu- og ruðningsdómum. Að sama skapi sluppu Króatar við mjög svipaðan ruðningsdóm og misstu ekki mann af velli, þrátt fyrir að hann hafi þrumað boltanum í andlit markmannsins. Hverju sem líður tókst Slóvenum ekki að jafna leikinn. Kuzmanovic varði síðasta skotið sem þeir tóku og Króatar unnu 29-26. Svíar og Norðmenn hafa sömuleiðis lokið þátttöku Leikur Króatíu og Slóveníu var annar af tveimur í milliriðlunum á HM í kvöld. Hvorugt lið átti möguleika á því að komast áfram og höfðu því aðeins upp á stoltið að spila. Norðmenn eru með montréttinn eftir nokkuð öruggan fimm marka sigur. Þeir komust átta mörkum yfir í fyrri hálfleik en létu aðeins undan í seinni og lokatölur urðu 29-24. William Otto Aar, lærisveinn Arnórs Atlasonar í Holstebro, var markahæstur í leiknum með níu mörk fyrir Norðmenn. Portúgal og Brasilía komust upp úr milliriðlinum sem Noregur og Svíþjóð spiluðu í.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti