Fótbolti

Tveggja marka tap í toppslagnum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Cecilía Rán er aðalmarkvörður Inter í ítölsku úrvalsdeildinni. 
Cecilía Rán er aðalmarkvörður Inter í ítölsku úrvalsdeildinni.  Image Photo Agency/Getty Images

Inter tapaði 2-0 á útivelli gegn Juventus í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Juventus styrkti stöðu sína töluvert með sigrinum, sjö stigum munar nú milli liðanna þegar tvær umferðir eru eftir af venjulegri deildarkeppni.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð í marki Inter eins og hún hefur gert í flestöllum leikjum á tímabilinu. Hún átti tvær góðar vörslur í leiknum en kom ekki vörnum við þegar Sofia Cantore skaut á 27. mínútu, eða þremur mínútum síðar þegar Cristiana Girelli skoraði af stuttu færi.

Sofia (t.v.) og Cristiana (t.h.) eru markahæstu leikmenn deildarinnar, með átta og tíu mörk.Image Photo Agency/Getty Images

Juventus er nú með 41 stig í efsta sætinu og Inter 34 stig í öðru sætinu. Tvær umferðir eru eftir af venjulegri deildarkeppni. Efstu fimm liðin, og neðstu fimm, leika svo tvöfalda umferð í úrslitakeppninni, svo samtals verða spilaðir 26 leikir og Inter á því enn möguleika á að vinna deildina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×