Fótbolti

Lífið leikur við Kessler

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Walker Kessler þarf ekki að kvarta mikið þessa dagana enda gengur vel hjá bæði honum og kærustunni.
Walker Kessler þarf ekki að kvarta mikið þessa dagana enda gengur vel hjá bæði honum og kærustunni. Getty/Alex Goodlett

Walker Kessler hefur slegið í gegn í NBA deildinni í körfubolta í vetur en frammistaðan hans inn á vellinum eru ekki einu góðu fréttirnar á heimilinu.

Kessler er að gera mjög flotta hluti með liði Utah Jazz en kærasta hans var síðan kosin Ungfrú Ameríka í vikunni.

Hún heitir Abbie Stockard og þau hittust þegar þau voru við nám í Auburn háskólanum.

Kessler hætti í skóla og fór í NBA en hún hélt áfram námi. Stockard var fyrst kosin Ungfrú Alabama sem gaf henni þátttökurétt í keppninni um þá fegurstu í Bandaríkjunum.

Hún vann stelpur frá Texas og Tennessee og varð aðeins sú fjórða frá Alabama til að fá þessa kórónu.

Kessler sjálfur er með 11,3 stig, 11,5 fráköst og 2,4 stoðsendingar í leik í vetur en hann er að nýta 73 prósent skota sinna sem er það besta í deildinni. Hann er í öðru sæti í vörðum skotum og í sjöunda sæti í fráköstum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×