Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2025 14:30 Elísabet Gunnarsdóttir stýrði Kristianstad um langt árabil en er nú tekin við belgíska landsliðinu. RBFA Tine Schryvers, fyrrverandi landsliðskona Belgíu, lék undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í tvö ár. Hún hrósar Elísabetu, eða Betu eins og hún er kölluð, í hástert í belgískum fjölmiðlum. Beta er nýtekin við belgíska landsliðinu eftir að Ives Serneels var rekinn. Þetta er hennar fyrsta starf eftir að hún ákvað að segja skilið við sænska félagið Kristianstad, þar sem Beta var potturinn og pannan í miklum uppgangstímum en hún stýrði liðinu í um fimmtán ár. Tine Schryvers þekkir það að spila fyrir belgíska landsliðið og undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur.Getty Á þessum tíma, eða árin 2017-18, lék Schryvers undir stjórn Betu: „Ég átti tvö krefjandi ár þarna sem höfðu mikil áhrif á mig, en sambandið við hana [Elísabetu] var alltaf mjög gott. Ég get fullyrt það að hún myndi vaða í gegnum eld fyrir leikmenn sína. Treystið mér, því allir sem spilað hafa fyrir hana myndu segja það sama: Hún er mjög aðdáunarverð kona. Hún er full af ákefð og býst við miklu frá sínum leikmönnum, en með hvetjandi hætti. Og hún forðast aldrei að taka umræðuna,“ sagði Schryvers við Sporza. Stjórnendur belgíska knattspyrnusambandsins vilja sjá landsliðið komast á enn hærra stig undir stjórn Betu, en liðið er í 19. sæti heimslistans og á leið á EM í Sviss í sumar. „Það er stór fullyrðing en ég tel að hún henti fullkomlega fyrir liðið á þessum tímapunkti. Kristianstad var í tómu tjóni þegar hún kom en hún fyllti liðið af orku og lífi og kom því í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Schryvers. Schryvers segir að Beta sé ekki bara mjög góð í að hafa jákvæð og hvetjandi áhrif á leikmenn, heldur sé hún einnig taktískur snillingur. „Hún mun fá leikmenn til að berjast fyrir sína þjóð, því hún er ekki ánægð nema að hún fái 200% framlag. Hún býst við miklu af manni en ef hún fær það þá gefur hún líka mikið til baka. Þannig nær hún því besta fram í leikmönnum,“ sagði Schryvers, en hvað með taktísku hlið þjálfunarinnar? „Hvað þau mál snertir er hún einn besti þjálfari sem ég hef séð á síðustu árum. Hvað þetta varðar er hún einnig algjörlega klikkuð, í allra besta og jákvæðasta skilningi. Hún er með reynslu og þekkingu, og leggur aldrei af stað í æfingu eða leik án þess að vera með alveg skýra áætlun.“ Belgíski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Sjá meira
Beta er nýtekin við belgíska landsliðinu eftir að Ives Serneels var rekinn. Þetta er hennar fyrsta starf eftir að hún ákvað að segja skilið við sænska félagið Kristianstad, þar sem Beta var potturinn og pannan í miklum uppgangstímum en hún stýrði liðinu í um fimmtán ár. Tine Schryvers þekkir það að spila fyrir belgíska landsliðið og undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur.Getty Á þessum tíma, eða árin 2017-18, lék Schryvers undir stjórn Betu: „Ég átti tvö krefjandi ár þarna sem höfðu mikil áhrif á mig, en sambandið við hana [Elísabetu] var alltaf mjög gott. Ég get fullyrt það að hún myndi vaða í gegnum eld fyrir leikmenn sína. Treystið mér, því allir sem spilað hafa fyrir hana myndu segja það sama: Hún er mjög aðdáunarverð kona. Hún er full af ákefð og býst við miklu frá sínum leikmönnum, en með hvetjandi hætti. Og hún forðast aldrei að taka umræðuna,“ sagði Schryvers við Sporza. Stjórnendur belgíska knattspyrnusambandsins vilja sjá landsliðið komast á enn hærra stig undir stjórn Betu, en liðið er í 19. sæti heimslistans og á leið á EM í Sviss í sumar. „Það er stór fullyrðing en ég tel að hún henti fullkomlega fyrir liðið á þessum tímapunkti. Kristianstad var í tómu tjóni þegar hún kom en hún fyllti liðið af orku og lífi og kom því í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Schryvers. Schryvers segir að Beta sé ekki bara mjög góð í að hafa jákvæð og hvetjandi áhrif á leikmenn, heldur sé hún einnig taktískur snillingur. „Hún mun fá leikmenn til að berjast fyrir sína þjóð, því hún er ekki ánægð nema að hún fái 200% framlag. Hún býst við miklu af manni en ef hún fær það þá gefur hún líka mikið til baka. Þannig nær hún því besta fram í leikmönnum,“ sagði Schryvers, en hvað með taktísku hlið þjálfunarinnar? „Hvað þau mál snertir er hún einn besti þjálfari sem ég hef séð á síðustu árum. Hvað þetta varðar er hún einnig algjörlega klikkuð, í allra besta og jákvæðasta skilningi. Hún er með reynslu og þekkingu, og leggur aldrei af stað í æfingu eða leik án þess að vera með alveg skýra áætlun.“
Belgíski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Sjá meira