Lífið

Er­ling og Sig­ríður selja húsið eftir á­tján ár

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Erling og Sigríður festu kaup á húsinu árinu 2007 og greiddu 35 milljónir fyrir.
Erling og Sigríður festu kaup á húsinu árinu 2007 og greiddu 35 milljónir fyrir.

Hjónin Erling Jóhannesson, leikari og gullsmiður, og Sigríður Heimisdóttir hjúkrunarfræðingur hafa sett fallegt tveggja hæða raðhús með bílskúr við Holtsbúð í Garðabæ á sölu. Ásett verð er 137 milljónir.

Erling greinir frá sölunni á samfélagsmiðlum. „Það er undarleg tilfinning að opinbera þetta, en Holtsbúðin okkar er komin á sölu,“ skrifar hann. Hjónin festu kaup á húsinu árinu 2007 og greiddu 35 milljónir fyrir. 

Um er að ræða 166 fermetra hús sem var byggt árið 1977 og teiknað af Páli Ólasyni arkitekt.

Húsið er ekki aðeins glæsilega hannað þá hefur það einnig verið innréttað af mikilli natni og nostursemi. Listaverk, hönnunarmublur og hlýleiki er í forgrunni á heimilinu. 

Eldhús, stofa og borðstofa renna saman í opnu og rúmgóðu rými með aukinni lofthæð og góðum gluggum. Frá borðstofu er útgengt á rúmgóðar svalir með stiga sem leiðir niður í gróinn suður garð. 

Í eldhúsinu er eldhúsinnrétting í mosagrænum lit sem gefur rýminu mikin karakter. Samtals er fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.