Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Svava Marín Óskarsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 16. janúar 2025 17:25 Katrín Halldóra lýsti ferð sinni til Tenerife með skoplegum hætti í hlaðvarpsþættinum Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Leik- og söngkonan Katrína Halldóra Sigurðardóttir vakti mikla athygli í vikunni þegar hún lýsti ferð fjölskyldu sinnar til Tenerife hér um árið með afar kómískum hætti, þar sem karíókíbarir og svefnlausar nætur lituðu ferðina. Hún sagði upplifunina efni í gott leikrit. Katrín Halldóra ætlar í langt og gott frí eftir mikla vinnutörn. Hún ætlar þó ekki til Tenerife og sagði í viðtali við Elísabetu Gunnarsdóttur, í hlaðvarpsþættinum Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars, hafa slæma reynslu af umræddu ferðalagi. Í staðinn langar hana til Ítalíu eða Spánar. Mikil umræða myndaðist á samfélagsmiðlum í kjölfarið þar sem fólk var ýmist móðgaðir eða sammála og tengdu við upplifun Katrínar. Þá virðist sem einhverjir hafi ekki gert sér grein fyrir því að frásögnin hafi verið sögð með kómískum hætti, líkt og sannri leikkonu sæmir. „Hressandi og skemmtilegt viðtal“ Anna Kristjánsdóttir, íbúi á Tenerife, er ein þeirra sem virðist hafa tekið ummælum Katrínar um nærri sér. Í færslu Önnu á Facebook segir hún meðal annars að eyjan hafi mun meira upp á að bjóða en sól, sand og diskótek, það sé aðeins lítill hluti af stóru sveitarfélagi. Egill Helgason menningarviti blandaði sér í umræðuna og skrifaði færslu á Facebook sem hefur vakið töluverð viðbrögð. Egill Helgason furðar sig á viðbrögðunum.Vísir/Vilhelm „Þekkt leikkona talaði illa um Tene í viðtali, sagði það skelfilegan stað. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það var eins og hún hefði móðgað íslenskt sveitarfélag eða hrepp – já, þess vegna bara Akureyri – slík er viðkvæmnin,“ segir Egill í færslunni. Fjölmargir tóku til máls á þræðinum við færsluna. Óttar Proppé, rokkari og fyrrverandi pólitíkus, sagði það lýsandi fyrir íslenskt samfélag að þegar einhver lýsti skoðun sem væri á skjön við normið færi maður strax að pæla í því hvernig viðkomandi myndi reiða af í kjölfarið. Óttar Proppé segir viðtalið við Katrínu hafa verið hressandi. „Mér fannst þetta hressandi og skemmtilegt viðtal við frænku. En var strax hugsað til þess að nú gæti hún ekki látið sjá sig í sundi, á facebook eða kringlunni næstu 6-7 mánuði og hvað það væri mikið óhagræði fyrir aktívan þjóðfélagsþegn. Ekki það að ef einhverjum dirfist að tala illa um Manhattan, Beirut eða Hafnir á suðurnesjum verður mér að mæta…“ skrifaði Óttar Proppé, rokkari og fyrrverandi pólitíkus. Frí fyrir alvöru úttekt Ummælin vakti mikla athygli þar á meðal hjá forsvarsmönnum Play. Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi félagsins hafði meðal annars þetta að segja: „Þetta var svo hressileg frásögn hjá Katrínu og hún er greinilega óhrædd við að segja sína skoðun. Við ákváðum þess vegna að bjóða henni að fara á aðra staði innan leiðakerfis PLAY til að fá alvöru úttekt frá henni,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Vísi er ekki kunnugt um það hvort Katrín Halldóra hafi þegið boð flugfélagsins. Spánn Play Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Katrín Halldóra ætlar í langt og gott frí eftir mikla vinnutörn. Hún ætlar þó ekki til Tenerife og sagði í viðtali við Elísabetu Gunnarsdóttur, í hlaðvarpsþættinum Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars, hafa slæma reynslu af umræddu ferðalagi. Í staðinn langar hana til Ítalíu eða Spánar. Mikil umræða myndaðist á samfélagsmiðlum í kjölfarið þar sem fólk var ýmist móðgaðir eða sammála og tengdu við upplifun Katrínar. Þá virðist sem einhverjir hafi ekki gert sér grein fyrir því að frásögnin hafi verið sögð með kómískum hætti, líkt og sannri leikkonu sæmir. „Hressandi og skemmtilegt viðtal“ Anna Kristjánsdóttir, íbúi á Tenerife, er ein þeirra sem virðist hafa tekið ummælum Katrínar um nærri sér. Í færslu Önnu á Facebook segir hún meðal annars að eyjan hafi mun meira upp á að bjóða en sól, sand og diskótek, það sé aðeins lítill hluti af stóru sveitarfélagi. Egill Helgason menningarviti blandaði sér í umræðuna og skrifaði færslu á Facebook sem hefur vakið töluverð viðbrögð. Egill Helgason furðar sig á viðbrögðunum.Vísir/Vilhelm „Þekkt leikkona talaði illa um Tene í viðtali, sagði það skelfilegan stað. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það var eins og hún hefði móðgað íslenskt sveitarfélag eða hrepp – já, þess vegna bara Akureyri – slík er viðkvæmnin,“ segir Egill í færslunni. Fjölmargir tóku til máls á þræðinum við færsluna. Óttar Proppé, rokkari og fyrrverandi pólitíkus, sagði það lýsandi fyrir íslenskt samfélag að þegar einhver lýsti skoðun sem væri á skjön við normið færi maður strax að pæla í því hvernig viðkomandi myndi reiða af í kjölfarið. Óttar Proppé segir viðtalið við Katrínu hafa verið hressandi. „Mér fannst þetta hressandi og skemmtilegt viðtal við frænku. En var strax hugsað til þess að nú gæti hún ekki látið sjá sig í sundi, á facebook eða kringlunni næstu 6-7 mánuði og hvað það væri mikið óhagræði fyrir aktívan þjóðfélagsþegn. Ekki það að ef einhverjum dirfist að tala illa um Manhattan, Beirut eða Hafnir á suðurnesjum verður mér að mæta…“ skrifaði Óttar Proppé, rokkari og fyrrverandi pólitíkus. Frí fyrir alvöru úttekt Ummælin vakti mikla athygli þar á meðal hjá forsvarsmönnum Play. Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi félagsins hafði meðal annars þetta að segja: „Þetta var svo hressileg frásögn hjá Katrínu og hún er greinilega óhrædd við að segja sína skoðun. Við ákváðum þess vegna að bjóða henni að fara á aðra staði innan leiðakerfis PLAY til að fá alvöru úttekt frá henni,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Vísi er ekki kunnugt um það hvort Katrín Halldóra hafi þegið boð flugfélagsins.
Spánn Play Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira