Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 08:33 Nökkvi Þeyr Þórisson er orðinn leikmaður Sparta Rotterdam. Sparta Rotterdam Framherjinn Nökkvi Þeyr Þórisson, markakóngur á Íslandi 2022, segist hafa þroskast mikið á síðustu tveimur árum í Bandaríkjunum. Hann er spenntur fyrir því að skora mörk fyrir sitt nýja félag Sparta Rotterdam, elsta knattspyrnufélag Hollands, og fyrir að snúa aftur í evrópska menningu. Nökkvi, sem er 25 ára gamall, snýr nú aftur á svipaðar slóðir og þegar hann hóf atvinnumannsferilinn árið 2022, eftir að hafa skorað 17 mörk í aðeins 20 leikjum fyrir KA í Bestu deildinni. Hann lék þá eina leiktíð í Belgíu, með Beerschot, en fór svo til St. Louis City í Bandaríkjunum og hefur spilað í MLS-deildinni síðan. Núna er hann mættur til Sparta Rotterdam, að láni til að byrja með, og ætlar sér að skora mörk fyrir liðið sem hefur verið í mun verri málum en síðustu ár og situr í þriðja neðsta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. „Eftir að hafa rætt við stjórann og yfirmann knattspyrnumála þá var þetta auðveld ákvörðun. Miðað við það sem þeir sögðu mér er þetta fjölskylduklúbbur, vinalegur klúbbur, með mikinn metnað líkt og ég. Það gekk allt upp,“ segir Nökkvi í viðtali á heimasíðu Sparta Rotterdam. Hann kveðst hafa þroskast mikið í Bandaríkjunum, í sterkri deild: „Þetta hefur verið mjög gaman en áskorun um leið. Lífstíllinn er mjög ólíkur lífstílnum í Evrópu, svo þetta hefur þroskað mig á mínum ferli. Deildin er mjög góð og leikmenn þarna í háum gæðaflokki. Ég þroskaðist því mikið sem leikmaður og átti góðan tíma,“ segir Nökkvi og er spurður um muninn á því að vera í Bandaríkjunum eða Hollandi: „Það er til dæmis ekki auðvelt að fara eitthvert og fá sér kaffisopa. Maður þarf að keyra allt. Líka ef maður vill fara að skokka, þá þarf maður að keyra fyrst. Allt er mikið stærra. Ferðalögin eru líka erfiðari út af miklum tímamun.“ View this post on Instagram A post shared by Sparta Rotterdam (@spartarotterdam) Ef öll pappírsvinna gengur upp vonast Nökkvi til þess að spila sinn fyrsta leik Fyrir Sparta Rotterdam á sunnudaginn, þegar liðið tekur á móti botnliði RKC Waalwijk. Hollenski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Nökkvi, sem er 25 ára gamall, snýr nú aftur á svipaðar slóðir og þegar hann hóf atvinnumannsferilinn árið 2022, eftir að hafa skorað 17 mörk í aðeins 20 leikjum fyrir KA í Bestu deildinni. Hann lék þá eina leiktíð í Belgíu, með Beerschot, en fór svo til St. Louis City í Bandaríkjunum og hefur spilað í MLS-deildinni síðan. Núna er hann mættur til Sparta Rotterdam, að láni til að byrja með, og ætlar sér að skora mörk fyrir liðið sem hefur verið í mun verri málum en síðustu ár og situr í þriðja neðsta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. „Eftir að hafa rætt við stjórann og yfirmann knattspyrnumála þá var þetta auðveld ákvörðun. Miðað við það sem þeir sögðu mér er þetta fjölskylduklúbbur, vinalegur klúbbur, með mikinn metnað líkt og ég. Það gekk allt upp,“ segir Nökkvi í viðtali á heimasíðu Sparta Rotterdam. Hann kveðst hafa þroskast mikið í Bandaríkjunum, í sterkri deild: „Þetta hefur verið mjög gaman en áskorun um leið. Lífstíllinn er mjög ólíkur lífstílnum í Evrópu, svo þetta hefur þroskað mig á mínum ferli. Deildin er mjög góð og leikmenn þarna í háum gæðaflokki. Ég þroskaðist því mikið sem leikmaður og átti góðan tíma,“ segir Nökkvi og er spurður um muninn á því að vera í Bandaríkjunum eða Hollandi: „Það er til dæmis ekki auðvelt að fara eitthvert og fá sér kaffisopa. Maður þarf að keyra allt. Líka ef maður vill fara að skokka, þá þarf maður að keyra fyrst. Allt er mikið stærra. Ferðalögin eru líka erfiðari út af miklum tímamun.“ View this post on Instagram A post shared by Sparta Rotterdam (@spartarotterdam) Ef öll pappírsvinna gengur upp vonast Nökkvi til þess að spila sinn fyrsta leik Fyrir Sparta Rotterdam á sunnudaginn, þegar liðið tekur á móti botnliði RKC Waalwijk.
Hollenski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira