„Karfan er æði en lífið er skítt“ Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 08:02 Bryndís Gunnlaugsdóttir kveður heimili sitt í nýjasta þættinum af Grindavík. Skjáskot/Stöð 2 Sport „Mig langar bara að segja bless til þess að ljúka þessum kafla,“ segir Grindvíkingurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir í nýjasta þættinum af Grindavík, þar sem henni er fylgt í kveðjuheimsókn á heimili sitt í Grindavík. Bryndís neyddist líkt og aðrir Grindvíkingar til að yfirgefa heimili sitt síðasta vetur, vegna eldgosanna á Reykjanesi, en var á sama tíma að reyna að gera sitt besta sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta. „Verður aldrei heimilið sem þetta var“ Í þriðja þætti heimildaþáttaraðarinnar Grindavík, sem sjá má á Stöð 2+, snýr hún aftur til Grindavíkur og tekur meðal annars ljósmyndir til að eiga til minningar um húsið sitt sem lá undir skemmdum: „Ég verð bara að sætta mig við að þetta verður aldrei heimilið sem þetta var. Verður aldrei staðurinn sem að ég og mínir vinir og fjölskylda áttum ánægjustundir. Það er of sárt að vera að koma aftur og aftur, þannig að ég vil bara segja bless,“ segir Bryndís en brot úr þessum áhrifaríku þáttum má sjá hér að neðan. Klippa: Grindavík - Bryndís kvaddi heimili sitt Bryndísi er jafnframt fylgt í leik Grindavíkur við Njarðvík sem reyndist heldur betur dramatískur: „Maður reyndi að vera bara lítill í sér heima og svo mætti ég á körfuboltaæfingu og setti upp andlit – reyndi að vera sterk og hjálpa Lalla [Þorleifi Ólafssyni aðalþjálfara] og öllum stelpunum,“ segir Bryndís en í þættinum ræðir hún einnig við kollega sinn hjá Njarðvík um sína stöðu: „Karfan er æði en lífið er skítt. Ég lít á björtu hliðarnar. Húsið mitt er líklega ónýtt og ég fæ þá alla vega bætur,“ segir Bryndís en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Heimildaþáttaröðin Grindavík er sýnd á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldum og þættina má einnig finna á Stöð 2+. Fjallað er um hvern þátt í hlaðvarpsþáttunum Rammi fyrir ramma. Grindavík UMF Grindavík Grindavík (þættir) Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Bryndís neyddist líkt og aðrir Grindvíkingar til að yfirgefa heimili sitt síðasta vetur, vegna eldgosanna á Reykjanesi, en var á sama tíma að reyna að gera sitt besta sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta. „Verður aldrei heimilið sem þetta var“ Í þriðja þætti heimildaþáttaraðarinnar Grindavík, sem sjá má á Stöð 2+, snýr hún aftur til Grindavíkur og tekur meðal annars ljósmyndir til að eiga til minningar um húsið sitt sem lá undir skemmdum: „Ég verð bara að sætta mig við að þetta verður aldrei heimilið sem þetta var. Verður aldrei staðurinn sem að ég og mínir vinir og fjölskylda áttum ánægjustundir. Það er of sárt að vera að koma aftur og aftur, þannig að ég vil bara segja bless,“ segir Bryndís en brot úr þessum áhrifaríku þáttum má sjá hér að neðan. Klippa: Grindavík - Bryndís kvaddi heimili sitt Bryndísi er jafnframt fylgt í leik Grindavíkur við Njarðvík sem reyndist heldur betur dramatískur: „Maður reyndi að vera bara lítill í sér heima og svo mætti ég á körfuboltaæfingu og setti upp andlit – reyndi að vera sterk og hjálpa Lalla [Þorleifi Ólafssyni aðalþjálfara] og öllum stelpunum,“ segir Bryndís en í þættinum ræðir hún einnig við kollega sinn hjá Njarðvík um sína stöðu: „Karfan er æði en lífið er skítt. Ég lít á björtu hliðarnar. Húsið mitt er líklega ónýtt og ég fæ þá alla vega bætur,“ segir Bryndís en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Heimildaþáttaröðin Grindavík er sýnd á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldum og þættina má einnig finna á Stöð 2+. Fjallað er um hvern þátt í hlaðvarpsþáttunum Rammi fyrir ramma.
Grindavík UMF Grindavík Grindavík (þættir) Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira