Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 09:31 Frank Anguissa minntist Daniele eftir að hafa skorað fyrir Napoli í gær. Getty Leikmenn Napoli léku í gær fyrir stuðningsmann sinn og vin, Daniele, sem lést nýverið aðeins 13 ára gamall eftir baráttu við hvítblæði. Þetta segir Frank Anguissa sem benti til himins og tileinkaði Daniele seinna mark Napoli í 2-0 sigrinum gegn Verona í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gær. Þetta var fimmti sigur Napoli í röð og er liðið með fjögurra stiga forskot á Inter á toppi deildarinnar. Daniele lést fyrir níu dögum síðan en hann hafði tengst leikmönnum Napoli sterkum böndum og orðið eins konar lukkustrákur liðsins, samkvæmt frétt Football Italia. „Elsku Daniele, þú gafst okkur mánuði af gleði með því að vera svona nærri okkur. Þrátt fyrir veikindi þín þá miðlaðir þú áfram styrk, hugrekki og ánægju til okkar,“ sagði Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, eftir að Daniele lést sama daga og Napoli vann 3-0 útisigur gegn Fiorentina. Þjálfarinn Antonio Conte treysti sér ekki til að mæta á blaðamannafund eftir þann leik. „Þú verður alltaf með okkur“ Leikmenn Napoli báru svört sorgarbönd í leiknum við Verona í gær, og foreldrar Daniele fylgdust með leiknum og tóku þátt í að fagna sigrinum eins og Daniele hafði gert á meðan hann hafði enn heilsu til að mæta á leiki. „Hann var alltaf svo hugrakkur strákur og við vitum að verðum alltaf að reyna að vinna fyrir hann. Ég er ánægður með að við skyldum spila fyrir hann í dag og vinna,“ sagði Anguissa við DAZN eftir leik í gær. Daniele 💙 pic.twitter.com/ZKRdwhFMw6— Oficial SSC Napoli (@sscnapoliES) January 12, 2025 Hann kyssti armband sitt eftir að hafa skorað í gær, en á armbandinu stendur: „Þú verður alltaf með okkur.“ Napoli á erfiða leikjadagskrá fyrir höndum því liðið mætir næst Atalanta, sem er í 3. sæti, á útivelli á laugardaginn og á svo leiki við Juventus og Roma. Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Þetta segir Frank Anguissa sem benti til himins og tileinkaði Daniele seinna mark Napoli í 2-0 sigrinum gegn Verona í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gær. Þetta var fimmti sigur Napoli í röð og er liðið með fjögurra stiga forskot á Inter á toppi deildarinnar. Daniele lést fyrir níu dögum síðan en hann hafði tengst leikmönnum Napoli sterkum böndum og orðið eins konar lukkustrákur liðsins, samkvæmt frétt Football Italia. „Elsku Daniele, þú gafst okkur mánuði af gleði með því að vera svona nærri okkur. Þrátt fyrir veikindi þín þá miðlaðir þú áfram styrk, hugrekki og ánægju til okkar,“ sagði Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, eftir að Daniele lést sama daga og Napoli vann 3-0 útisigur gegn Fiorentina. Þjálfarinn Antonio Conte treysti sér ekki til að mæta á blaðamannafund eftir þann leik. „Þú verður alltaf með okkur“ Leikmenn Napoli báru svört sorgarbönd í leiknum við Verona í gær, og foreldrar Daniele fylgdust með leiknum og tóku þátt í að fagna sigrinum eins og Daniele hafði gert á meðan hann hafði enn heilsu til að mæta á leiki. „Hann var alltaf svo hugrakkur strákur og við vitum að verðum alltaf að reyna að vinna fyrir hann. Ég er ánægður með að við skyldum spila fyrir hann í dag og vinna,“ sagði Anguissa við DAZN eftir leik í gær. Daniele 💙 pic.twitter.com/ZKRdwhFMw6— Oficial SSC Napoli (@sscnapoliES) January 12, 2025 Hann kyssti armband sitt eftir að hafa skorað í gær, en á armbandinu stendur: „Þú verður alltaf með okkur.“ Napoli á erfiða leikjadagskrá fyrir höndum því liðið mætir næst Atalanta, sem er í 3. sæti, á útivelli á laugardaginn og á svo leiki við Juventus og Roma.
Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira