Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2025 21:54 Hundurinn Mosi heldur uppi eigin síðu á Instagram. Aðsend Hundurinn Mosi fann heyrnartól sem týnst höfðu í göngutúr á Vatnsenda. Eigandi Mosa hafði gefist upp á leitinni, enda hægara sagt en gert að koma auga á hvít heyrnartól í snjónum, þegar Mosi gróf þau upp. Þetta kemur fram á einkareikningi Mosa sjálfs á Instagram sem eigandi hans, Nína Petersen, rekur. Hún segist hafa verið með Mosa í göngutúr í Heiðmörk þegar hún taldi glænýju heyrnartólin af gerðinni Airpods vera týnd og tröllum gefin. „Hann er yfirleitt alltaf að þefa uppi kúk, hann er með einstakan hæfileika í því. Það er gaman að þetta nýttist í eitthvað,“ segir Nína. Hafði fengið heyrnartólin í jólagjöf Hún segist hafa verið mjög súr þegar ekkert bólaði á þeim þrátt fyrir að hafa kembt svæðið í kringum göngustiginn enda hálfvonlaust að finna skjannahvíta græjuna sem hún var nýbúin að fá í jólagjöf á snævi þakinni jörðinni. Klippa: Hundurinn Mosi fann týnd heyrnartól í snjónum Hún dó þó ekki ráðalaus heldur tók til þess bragðs að leyfa Mosa, eins og hálfs árs gamals whippet-hunds, að þefa af annarri ómvölunni sem hún hafði í eyranu. „Eftir að hafa kembt svæðið var ég við það að gefast upp og halda aftur í átt að bílnum þegar ég sá að Mosi tók eitthvað hvítt upp úr snjónum og fleygði því í loftið,“ skrifar Nína á Instagram. Hlaut gómsæt fundarlaun „Þá byrjaði hann að hlaupa um með það og leika sér. Getið hvað það var? Heyrnartólin mín!“ skrifar hún. Hún segist vera mjög ánægð með Mosa sinn og að heppnin hafi verið með þeim í dag. Hún hafi vitað að whippet-hundar væru gáfaðir en Mosi hafi komið sér skemmtilega á óvart. Nína segir Mosa hafa verið hrósað nóg og að hún hafi gefið honum gómsæt fundarlaun. Gæludýr Hundar Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Þetta kemur fram á einkareikningi Mosa sjálfs á Instagram sem eigandi hans, Nína Petersen, rekur. Hún segist hafa verið með Mosa í göngutúr í Heiðmörk þegar hún taldi glænýju heyrnartólin af gerðinni Airpods vera týnd og tröllum gefin. „Hann er yfirleitt alltaf að þefa uppi kúk, hann er með einstakan hæfileika í því. Það er gaman að þetta nýttist í eitthvað,“ segir Nína. Hafði fengið heyrnartólin í jólagjöf Hún segist hafa verið mjög súr þegar ekkert bólaði á þeim þrátt fyrir að hafa kembt svæðið í kringum göngustiginn enda hálfvonlaust að finna skjannahvíta græjuna sem hún var nýbúin að fá í jólagjöf á snævi þakinni jörðinni. Klippa: Hundurinn Mosi fann týnd heyrnartól í snjónum Hún dó þó ekki ráðalaus heldur tók til þess bragðs að leyfa Mosa, eins og hálfs árs gamals whippet-hunds, að þefa af annarri ómvölunni sem hún hafði í eyranu. „Eftir að hafa kembt svæðið var ég við það að gefast upp og halda aftur í átt að bílnum þegar ég sá að Mosi tók eitthvað hvítt upp úr snjónum og fleygði því í loftið,“ skrifar Nína á Instagram. Hlaut gómsæt fundarlaun „Þá byrjaði hann að hlaupa um með það og leika sér. Getið hvað það var? Heyrnartólin mín!“ skrifar hún. Hún segist vera mjög ánægð með Mosa sinn og að heppnin hafi verið með þeim í dag. Hún hafi vitað að whippet-hundar væru gáfaðir en Mosi hafi komið sér skemmtilega á óvart. Nína segir Mosa hafa verið hrósað nóg og að hún hafi gefið honum gómsæt fundarlaun.
Gæludýr Hundar Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira