Félagið sem um ræðir spilar í portúgölsku b-deildinni.
Vinícius er nú staddur í Sádi-Arabíu þar sem Real Madrid mætir Barclona á morgun í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins.
Vinícius er enn bara 24 ára gamall en hann er greinilega farinn að horfa til þess sem tekur við eftir fótboltaferilinn.
Útvarpsstöðin Cadena COPE sagði fyrst frá áhuga Vinícius á portúgalska félaginu en ESPN fjallaði síðan um málið.
Vinícius hefur gert marga hagstæða auglýsingasamninga síðustu ár og er með samning við Nike til ársins 2028.
Átján félög spila í portúgölsku b-deildinni og meðal þeirra eru varalið Benfica og Porto. Portimonense er í deildinni en það er í eigu Brasilíumannsins Rodiney Sampaio. Hvaða félag það er sem Vinícius er áhugasamur um fylgir ekki sögunni.
Vinícius yrði ekki fyrsti fótboltamaðurinn til að kaupa fótboltafélag þótt hann sé enn að spila sjálfur.
N'Golo Kanté á belgíska C-deildarfélagið Royal Excelsior Virton og Kylian Mbappé er meirihlutaeignandi í franska b-deildar félaginu Caen.