Fótbolti

Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar fyrsta markinu sínu fyrir Al-Nassr á árinu 2025.
Cristiano Ronaldo fagnar fyrsta markinu sínu fyrir Al-Nassr á árinu 2025. Getty/Al Nassr FC

Cristiano Ronaldo var á skotskónum í kvöld þegar Al Nassr vann flottan sigur í sádi-arabísku deildinni.

Al Nassr vann þá 3-1 heimasigur á Al Okhdood.

Ronaldo skoraði annað mark Al Nassr og kom það úr vítaspyrnu. Sadio Mané skoraði hin tvö mörk liðsins.

Þetta var fyrsti leikur Al Nassr á nýju ári og því fyrsta mark Ronaldo á árinu 2025.

Hann hefur nú skorað á 24 árum í röð. Fyrsta markið sem atvinnumaður kom í leik með Sporting í október 2002.

Ronaldo hefur nú skorað 916 mörk fyrir Sporting, Manchester United, Real Madrid, Juventus, Al Nassr og portúgalska landsliðið.

Al Nassr er í þriðja sæti deildarinnar og átta stigum á eftir toppliði Al Ittihad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×