Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Valur Páll Eiríksson skrifar 9. janúar 2025 19:01 Þorvaldur Örlygsson var gripinn eftir fund KSÍ með Arnari á Hilton í dag. Hann staðfesti að öll þrjú starfsviðtölin væru afstaðin. Næst á dagskrá er að taka ákvörðun milli aðilanna þriggja. Vísir/Sigurjón Starfsviðtöl mögulegra landsliðsþjálfara karla í fótbolta eru afstaðin og það eina sem stendur eftir er að ákveða hvern aðilanna þriggja sem koma til greina á að ráða. Þetta segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi. Þorvaldur fundaði með Arnari Gunnlaugssyni á Hilton-hóteli í morgun, líkt og greint hefur verið frá, og átti samskonar fund með Frey Alexanderssyni í gær. Ónefndur, erlendur þriðji aðili hefur einnig átt starfsviðtal við forráðamenn sambandsins. Þorvaldur var gripinn á Hilton-hóteli eftir fundinn með Arnari. Arnar lauk fundi sínum með sambandinu um klukkan 11:20 en um klukkustund síðar náðist í Þorvald er hann steig út úr fundarherbergi sambandsins á staðnum. „Við áttum spjall við Arnar, ásamt Helgu [Helgadóttur] og Inga [Sigurðssyni], varaformönnum okkar. Við vorum að ræða málin við Arnar og áttum fundi í gær með Frey. Þetta gengur vel, við erum að skoða málin. Við áttum góða fundi með þeim og fengum mjög fróðlega upplýsingar,“ segir Þorvaldur sem staðfestir að þar með sé búið að eiga fund, eiginlegt starfsviðtal, með öllum þremur kandídötunum sem koma til greina. „Það eru þrír fundir búnir, einn aðilinn er erlendis. Þetta voru mjög góðir fundir.“ Þannig að nú tekur bara við að taka ákvörðun milli þessara þriggja aðila, eða hvað? „Já, í rauninni. Við erum mjög heppin að fá þrjá mjög hæfa aðila, alla sem við treystum mjög vel til að taka við. Nú munum við skoða kosti og galla og hvernig staðan er hjá viðkomandi aðilum næstu daga. Í dag munum við skoða málin vel og aftur í fyrramálið. Svo getum við vonandi í næstu viku farið að horfa fram veginn,“ segir Þorvaldur. Klippa: Vonast til að ráða í næstu viku Freyr Alexandersson átti fund með Brann í Noregi í dag og er sagður ofarlega á lista hjá forráðamönnum þess félags. Að hann fái jafnvel starfstilboð strax í dag. Hefur það áhrif á stöðu KSÍ? „Þetta eru allt einstaklingar sem hafa möguleika á öðru starfi eða möguleika annarsstaðar. Þetta eru hæfileikaríkir menn. Sem betur fer, og gott fyrir þá að eiga aðra möguleika líka og það getur líka breyst á næstu dögum,“ segir Þorvaldur. Åge Hareide sagði upp störfum í lok nóvember í fyrra og þjálfaraleitin því staðið yfir um hríð, þar sem hátíðirnar settu ákveðið strik í reikninginn. Þorvaldur er spenntur fyrir því að klára dæmið og kynna nýjan þjálfara. „Ég held það séu allir að horfa fram veginn. Jólavertíðin er núna búin sem hægði kannski svolítið á öllu. Við höfum gefið okkur góðan tíma og fengið góðan tíma en nú fer að koma að þessu. Ekki veitir af, það er stutt í næsta leik,“ segir Þorvaldur. Umræddur næsti leikur og fyrsta verkefni nýs þjálfara verða leikir við Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Leikið verður heima og að heiman. Þó fer heimaleikur Íslands fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda á Laugardalsvelli. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Þorvaldur fundaði með Arnari Gunnlaugssyni á Hilton-hóteli í morgun, líkt og greint hefur verið frá, og átti samskonar fund með Frey Alexanderssyni í gær. Ónefndur, erlendur þriðji aðili hefur einnig átt starfsviðtal við forráðamenn sambandsins. Þorvaldur var gripinn á Hilton-hóteli eftir fundinn með Arnari. Arnar lauk fundi sínum með sambandinu um klukkan 11:20 en um klukkustund síðar náðist í Þorvald er hann steig út úr fundarherbergi sambandsins á staðnum. „Við áttum spjall við Arnar, ásamt Helgu [Helgadóttur] og Inga [Sigurðssyni], varaformönnum okkar. Við vorum að ræða málin við Arnar og áttum fundi í gær með Frey. Þetta gengur vel, við erum að skoða málin. Við áttum góða fundi með þeim og fengum mjög fróðlega upplýsingar,“ segir Þorvaldur sem staðfestir að þar með sé búið að eiga fund, eiginlegt starfsviðtal, með öllum þremur kandídötunum sem koma til greina. „Það eru þrír fundir búnir, einn aðilinn er erlendis. Þetta voru mjög góðir fundir.“ Þannig að nú tekur bara við að taka ákvörðun milli þessara þriggja aðila, eða hvað? „Já, í rauninni. Við erum mjög heppin að fá þrjá mjög hæfa aðila, alla sem við treystum mjög vel til að taka við. Nú munum við skoða kosti og galla og hvernig staðan er hjá viðkomandi aðilum næstu daga. Í dag munum við skoða málin vel og aftur í fyrramálið. Svo getum við vonandi í næstu viku farið að horfa fram veginn,“ segir Þorvaldur. Klippa: Vonast til að ráða í næstu viku Freyr Alexandersson átti fund með Brann í Noregi í dag og er sagður ofarlega á lista hjá forráðamönnum þess félags. Að hann fái jafnvel starfstilboð strax í dag. Hefur það áhrif á stöðu KSÍ? „Þetta eru allt einstaklingar sem hafa möguleika á öðru starfi eða möguleika annarsstaðar. Þetta eru hæfileikaríkir menn. Sem betur fer, og gott fyrir þá að eiga aðra möguleika líka og það getur líka breyst á næstu dögum,“ segir Þorvaldur. Åge Hareide sagði upp störfum í lok nóvember í fyrra og þjálfaraleitin því staðið yfir um hríð, þar sem hátíðirnar settu ákveðið strik í reikninginn. Þorvaldur er spenntur fyrir því að klára dæmið og kynna nýjan þjálfara. „Ég held það séu allir að horfa fram veginn. Jólavertíðin er núna búin sem hægði kannski svolítið á öllu. Við höfum gefið okkur góðan tíma og fengið góðan tíma en nú fer að koma að þessu. Ekki veitir af, það er stutt í næsta leik,“ segir Þorvaldur. Umræddur næsti leikur og fyrsta verkefni nýs þjálfara verða leikir við Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Leikið verður heima og að heiman. Þó fer heimaleikur Íslands fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda á Laugardalsvelli. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti