Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2025 13:32 Strákasveitin Iceguys er sú langvinsælasta hér á landi þessi misserin. Róbert Arnar Það kom aldrei til tals hjá strákunum í einni vinsælustu hljómsveit landsins Iceguys að taka þátt í Söngvakeppninni í ár. Þetta segir umboðsmaður sveitarinnar. Líkt og fram hefur komið fer Söngvakeppnin fram þrjár helgar í febrúar. Tíu lög munu taka þátt og hyggst Ríkisútvarpið svipta hulunni af keppendum þann 17. janúar. Keppnin í ár verður með breyttu sniði eftir gríðarlega umdeilda keppni í fyrra og er úrslitaeinvígið svokallaða á bak og burt í þetta skiptið. Eins og alþjóð man eftir reyndist þátttaka Íslands í Eurovision í fyrra þar að auki gríðarlega umdeild hérlendis vegna þátttöku Ísrael í keppninni vegna stríðsástands á Gasa. Svo fór að Hera Björk fór út fyrir Íslands hönd og mátti sæta gagnrýni vegna þessa, jafnvel þótt tónlistarmenn á borð við Bubba biðu vægðar fyrir hennar hönd. Deild neðar Enn á eftir að koma í ljós hvort þátttaka Íslands í Eurovision og Söngvakeppnin verði eins umdeild í ár og hún var í fyrra. Óvissan hefur samt ekki komið í veg fyrir vangaveltur gárunga um það hverjir munu koma til með að keppa í ár og ber nafn Iceguys sveitarinnar reglulega á góma. Engan skal undra enda hefur sveitin notið fordæmalausra vinsælda undanfarna mánuði. Strákarnir seldu upp fimm Laugardalshallir í desember og ljóst að sveitin nýtur gríðarlegrar hylli, ekki síst meðal ungu kynslóðarinnar sem margir myndu fullyrða að elski Eurovision hvað mest. „Það er af og frá að Iceguys séu að fara að taka þátt í Eurovision,“ segir Máni Pétursson umboðsmaður og eigandi Paxal í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi ekki einu sinni komið til tals hjá strákunum. „Og mun aldrei gera það.“ Máni bætti um betur þegar hann ræddi sömu spurningu við Reykjavík síðdegis í síðasta mánuði. Við það tilefni sagði hann að Eurovision væri einfaldlega önnur deild. „Það mun aldrei gerast að Iceguys fari í Eurovision. Viltu fá Mána á X-inu svarið við þessu? Eurovision keppnin er bara einhver önnur deild. Deild neðar. Það hefur einn listamaður frá mér farið í það og hann lenti í öðru sæti og það er það besta sem hefur komið fyrir hann og aldrei aftur. Þannig það mun ekki gerast.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Eurovision Tengdar fréttir Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45 „Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Hera Björk er á leiðinni til Malmö í Svíþjóð og tekur þar þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights í maí. 19. mars 2024 10:30 Bashar gersigraði fyrri umferð Söngvakeppninnar Lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur hlaut flest heildaratkvæði á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Samtals hlaut Hera 100.835 atkvæði en Bashar Murad, sem hafnaði í öðru sæti með lagið Wild West, hlaut 97.495 atkvæði. Athygli vekur að Bashar vann fyrri umferð kosninganna með miklum mun en Hera gjörsigraði hann síðan í einvíginu. 4. mars 2024 15:04 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Líkt og fram hefur komið fer Söngvakeppnin fram þrjár helgar í febrúar. Tíu lög munu taka þátt og hyggst Ríkisútvarpið svipta hulunni af keppendum þann 17. janúar. Keppnin í ár verður með breyttu sniði eftir gríðarlega umdeilda keppni í fyrra og er úrslitaeinvígið svokallaða á bak og burt í þetta skiptið. Eins og alþjóð man eftir reyndist þátttaka Íslands í Eurovision í fyrra þar að auki gríðarlega umdeild hérlendis vegna þátttöku Ísrael í keppninni vegna stríðsástands á Gasa. Svo fór að Hera Björk fór út fyrir Íslands hönd og mátti sæta gagnrýni vegna þessa, jafnvel þótt tónlistarmenn á borð við Bubba biðu vægðar fyrir hennar hönd. Deild neðar Enn á eftir að koma í ljós hvort þátttaka Íslands í Eurovision og Söngvakeppnin verði eins umdeild í ár og hún var í fyrra. Óvissan hefur samt ekki komið í veg fyrir vangaveltur gárunga um það hverjir munu koma til með að keppa í ár og ber nafn Iceguys sveitarinnar reglulega á góma. Engan skal undra enda hefur sveitin notið fordæmalausra vinsælda undanfarna mánuði. Strákarnir seldu upp fimm Laugardalshallir í desember og ljóst að sveitin nýtur gríðarlegrar hylli, ekki síst meðal ungu kynslóðarinnar sem margir myndu fullyrða að elski Eurovision hvað mest. „Það er af og frá að Iceguys séu að fara að taka þátt í Eurovision,“ segir Máni Pétursson umboðsmaður og eigandi Paxal í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi ekki einu sinni komið til tals hjá strákunum. „Og mun aldrei gera það.“ Máni bætti um betur þegar hann ræddi sömu spurningu við Reykjavík síðdegis í síðasta mánuði. Við það tilefni sagði hann að Eurovision væri einfaldlega önnur deild. „Það mun aldrei gerast að Iceguys fari í Eurovision. Viltu fá Mána á X-inu svarið við þessu? Eurovision keppnin er bara einhver önnur deild. Deild neðar. Það hefur einn listamaður frá mér farið í það og hann lenti í öðru sæti og það er það besta sem hefur komið fyrir hann og aldrei aftur. Þannig það mun ekki gerast.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Eurovision Tengdar fréttir Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45 „Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Hera Björk er á leiðinni til Malmö í Svíþjóð og tekur þar þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights í maí. 19. mars 2024 10:30 Bashar gersigraði fyrri umferð Söngvakeppninnar Lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur hlaut flest heildaratkvæði á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Samtals hlaut Hera 100.835 atkvæði en Bashar Murad, sem hafnaði í öðru sæti með lagið Wild West, hlaut 97.495 atkvæði. Athygli vekur að Bashar vann fyrri umferð kosninganna með miklum mun en Hera gjörsigraði hann síðan í einvíginu. 4. mars 2024 15:04 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45
„Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Hera Björk er á leiðinni til Malmö í Svíþjóð og tekur þar þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights í maí. 19. mars 2024 10:30
Bashar gersigraði fyrri umferð Söngvakeppninnar Lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur hlaut flest heildaratkvæði á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Samtals hlaut Hera 100.835 atkvæði en Bashar Murad, sem hafnaði í öðru sæti með lagið Wild West, hlaut 97.495 atkvæði. Athygli vekur að Bashar vann fyrri umferð kosninganna með miklum mun en Hera gjörsigraði hann síðan í einvíginu. 4. mars 2024 15:04