„Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. janúar 2025 11:28 Nína Dögg segir Vigdísi búin að sjá brot úr þáttunum um sig. Hún bíður spennt eftir viðbrögðum hennar við restinni. Vísir/Vilhelm „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. Nína mætti í Reykjavík síðdegis í gær og ræddi þættina, sem eru úr smiðju Vesturports og var fyrsti þáttur frumsýndur á nýársdag. Hún rifjar upp heimsóknina og segir Vigdísi hafa kíkt við þegar tökur stóðu yfir í Iðnó, þar sem Vigdís var eitt sinn leikhússtjóri. „Ég er nýbúin að fara úr bláu kápunni hennar, sem hún átti og var alltaf í á þessum tíma. Svo kemur hún inn í rýmið og þetta verður áþreifanlega magnað. Af því að ég er einhvern veginn að leika hana í aðstæðum sem hún hefur þegar verið í,“ segir Nína Dögg. Vigdís hafi setið og horft á og viðstaddir notið þess að hafa hana á svæðinu. „En ég þurfti alveg að berjast við tárin. Af því að ég var eiginlega í hálfgerðri geðshræringu að upplifa þetta. Að leika manneskju sem er síðan komin á staðinn.“ Nína Dögg lýsir Vigdísi sem skemmtilegri, öruggri og hnyttinni og þeim hafi komið vel saman. „Ég ákvað að reyna að herma ekki eftir henni heldur taka eiginleika sem mér finnst hún hafa,“ segir Nína Dögg. „Allt mildið sem hún hefur, ótrúlega mikla birtu. Og svo er hún með lítinn prakkarapúka í sér. Svona innri prakkari.“ Hún segir ýmislegt koma fram í þáttunum um ævi og störf Vigdísar sem hinn almenni borgari viti ekki endilega, og nefnir bróðurmissinn og námsárin í Frakklandi sem dæmi. „Þess vegna er frábært að gera þætti um hana þar sem þú færð heildarmynd af lífinu hennar frá þessum tíma. Frá því að hún er svona ung. Við þekkjum fleiri tímann þegar ég tek við af Elínu og leik hana,“ segir Nína Dögg. Hægt er að hlusta viðtalið í heild sinni hér að neðan. Vigdís Finnbogadóttir Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Nína mætti í Reykjavík síðdegis í gær og ræddi þættina, sem eru úr smiðju Vesturports og var fyrsti þáttur frumsýndur á nýársdag. Hún rifjar upp heimsóknina og segir Vigdísi hafa kíkt við þegar tökur stóðu yfir í Iðnó, þar sem Vigdís var eitt sinn leikhússtjóri. „Ég er nýbúin að fara úr bláu kápunni hennar, sem hún átti og var alltaf í á þessum tíma. Svo kemur hún inn í rýmið og þetta verður áþreifanlega magnað. Af því að ég er einhvern veginn að leika hana í aðstæðum sem hún hefur þegar verið í,“ segir Nína Dögg. Vigdís hafi setið og horft á og viðstaddir notið þess að hafa hana á svæðinu. „En ég þurfti alveg að berjast við tárin. Af því að ég var eiginlega í hálfgerðri geðshræringu að upplifa þetta. Að leika manneskju sem er síðan komin á staðinn.“ Nína Dögg lýsir Vigdísi sem skemmtilegri, öruggri og hnyttinni og þeim hafi komið vel saman. „Ég ákvað að reyna að herma ekki eftir henni heldur taka eiginleika sem mér finnst hún hafa,“ segir Nína Dögg. „Allt mildið sem hún hefur, ótrúlega mikla birtu. Og svo er hún með lítinn prakkarapúka í sér. Svona innri prakkari.“ Hún segir ýmislegt koma fram í þáttunum um ævi og störf Vigdísar sem hinn almenni borgari viti ekki endilega, og nefnir bróðurmissinn og námsárin í Frakklandi sem dæmi. „Þess vegna er frábært að gera þætti um hana þar sem þú færð heildarmynd af lífinu hennar frá þessum tíma. Frá því að hún er svona ung. Við þekkjum fleiri tímann þegar ég tek við af Elínu og leik hana,“ segir Nína Dögg. Hægt er að hlusta viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Vigdís Finnbogadóttir Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19