„Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2025 10:13 Jóhann Þór Ólafsson þarf að eiga við gífurlega pressu, segja sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds. vísir/Anton „Það er ekkert rosalega gaman í Grindavík núna og það þarf að vera gaman í Grindavík,“ segir Pavel Ermolinskij um karlalið Grindvíkinga í körfubolta. Pavel segir þjálfara og leikmenn þurfa að eiga við gífurlega pressu sem sameiningartákn Grindvíkinga eftir að bænum var lokað síðasta vetur vegna eldgoss. Jóhann Þór Ólafsson og lærisveinar hans í Grindavík þurftu að sætta sig við 98-90 tap í framlengdum leik gegn ÍR í Bónus-deildinni á fimmtudagskvöld. Grindavík hefur því unnið sex af tólf leikjum sínum og er í 5. sæti deildarinnar. „Jóhann kom í viðtal eftir leik og það sat eftir hjá mér að ég trúði honum þegar hann sagði að þetta tæki á. Ég held að flestir þjálfarar í deildinni haldi að þeir séu í erfiðu og krefjandi starfi, en að vera þjálfari eða leikmaður Grindavíkur í dag er mjög erfitt. Þú ert með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu,“ segir Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Ekki gaman í Grindavík núna „Við erum núna með frábæra þætti í gangi á Stöð 2, um söguna um það sem Grindvíkingar gengu í gegnum í fyrra, og allir að tala um hvað þetta körfuboltalið er mikið sameiningartákn. Þú ert að burðast með þessa pressu á þér. Margir þessara leikmanna, þjálfarar liðsins, stjórnin og allir í kringum stjórnina… Þetta er gífurleg pressa að bera. Þannig að sama hvað er að inni á vellinum, þá held ég að Grindavík verði einhvern veginn að losa um þessa pressu. Taka nokkur kíló af bakinu,“ segir Pavel. Upplifði svipað fyrir norðan, mínus eldgos Helgi Már Magnússon tekur undir með honum: „Þeir komast þetta langt í fyrra, í úrslit, og hafa hugsað að núna væri komin meiri ró yfir allt. Liðið komið með heimili í Smáranum. „Við vorum svona frá því og núna ætlum við að landa þessu.“ En þetta er ekki svona auðvelt. Taka bara sama lið aftur og vinna. Jú, jú, þeir þurftu að gera breytingar, Devon Tomas fyrir Basile, en mér finnst þetta ekki vera… Þetta er topp 4 lið í deildinni, leikmannalega séð. Mér finnst þeir þurfa að aðlaga sínar væntingar miðað við það,“ segir Helgi. „Ég upplifði eitthvað svipað fyrir norðan, mínus eldgos. Núna er búið að losa ákveðinn þrýsting þar,“ segir Pavel um væntingarnar til Grindvíkinga, en hann stýrði Tindastóli til fyrsta Íslandsmeistaratitils félagsins. Hann þekkir því vel að vera undir þrýstingi þó að enginn hafi þó verið í sömu sporum og Jóhann nú: „Ég trúði honum. Þetta tekur ekki á hann bara af því að þeir töpuðu þessum leik og það er ekki búið að ganga sem skyldi. Hann, sem þjálfari liðsins, er að bera vonir og væntingar heils bæjarfélags, sem er að halda í þetta körfuboltalið sem sameiningartákn. Hann og leikmenn þurfa að bera þetta, og það er ábyggilega erfitt fyrir þá. Þeir þurfa bara að taka einn góðan stöðufund og losa sig við þetta. Jákvæðni, keyrum þetta af stað, allt í góðu og gerum okkar besta.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson og lærisveinar hans í Grindavík þurftu að sætta sig við 98-90 tap í framlengdum leik gegn ÍR í Bónus-deildinni á fimmtudagskvöld. Grindavík hefur því unnið sex af tólf leikjum sínum og er í 5. sæti deildarinnar. „Jóhann kom í viðtal eftir leik og það sat eftir hjá mér að ég trúði honum þegar hann sagði að þetta tæki á. Ég held að flestir þjálfarar í deildinni haldi að þeir séu í erfiðu og krefjandi starfi, en að vera þjálfari eða leikmaður Grindavíkur í dag er mjög erfitt. Þú ert með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu,“ segir Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Ekki gaman í Grindavík núna „Við erum núna með frábæra þætti í gangi á Stöð 2, um söguna um það sem Grindvíkingar gengu í gegnum í fyrra, og allir að tala um hvað þetta körfuboltalið er mikið sameiningartákn. Þú ert að burðast með þessa pressu á þér. Margir þessara leikmanna, þjálfarar liðsins, stjórnin og allir í kringum stjórnina… Þetta er gífurleg pressa að bera. Þannig að sama hvað er að inni á vellinum, þá held ég að Grindavík verði einhvern veginn að losa um þessa pressu. Taka nokkur kíló af bakinu,“ segir Pavel. Upplifði svipað fyrir norðan, mínus eldgos Helgi Már Magnússon tekur undir með honum: „Þeir komast þetta langt í fyrra, í úrslit, og hafa hugsað að núna væri komin meiri ró yfir allt. Liðið komið með heimili í Smáranum. „Við vorum svona frá því og núna ætlum við að landa þessu.“ En þetta er ekki svona auðvelt. Taka bara sama lið aftur og vinna. Jú, jú, þeir þurftu að gera breytingar, Devon Tomas fyrir Basile, en mér finnst þetta ekki vera… Þetta er topp 4 lið í deildinni, leikmannalega séð. Mér finnst þeir þurfa að aðlaga sínar væntingar miðað við það,“ segir Helgi. „Ég upplifði eitthvað svipað fyrir norðan, mínus eldgos. Núna er búið að losa ákveðinn þrýsting þar,“ segir Pavel um væntingarnar til Grindvíkinga, en hann stýrði Tindastóli til fyrsta Íslandsmeistaratitils félagsins. Hann þekkir því vel að vera undir þrýstingi þó að enginn hafi þó verið í sömu sporum og Jóhann nú: „Ég trúði honum. Þetta tekur ekki á hann bara af því að þeir töpuðu þessum leik og það er ekki búið að ganga sem skyldi. Hann, sem þjálfari liðsins, er að bera vonir og væntingar heils bæjarfélags, sem er að halda í þetta körfuboltalið sem sameiningartákn. Hann og leikmenn þurfa að bera þetta, og það er ábyggilega erfitt fyrir þá. Þeir þurfa bara að taka einn góðan stöðufund og losa sig við þetta. Jákvæðni, keyrum þetta af stað, allt í góðu og gerum okkar besta.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Sjá meira