Butland glímir við innvortis blæðingu í fæti eftir síðasta leik liðsins í skosku úrvalsdeildinni.
Hans verður því sárt saknað í stórleik skoska boltans eða Old Firm leiknum eins og hann er kallaður.
Hinn 31 árs gamli Butland spilaði á móti Motherwell á sunnudaginn var en sá leikur endaði með 2-2 jafntefli. Hann meiddist í leiknum og í ljós kom að meiðslin voru alvarleg.
Butland lagðist inn á sjúkrahús vegna meiðslanna en hefur nú gengið í gegnum meðferð og er nú kominn aftur heim til sín. Hann er hins vegar ekki leikfær.
Rangers verður einnig án fyrirliða síns, James Tavernier, í leiknum.
Rangers þarf nauðsynlega að vinna leikinn til að eiga möguleika að ná meisturum Celtic. Celtic er fjórtán stigum á undan þeim eftir tvo 4-0 sigra í röð á móti Motherwell og St Johnstone.
Rangers can confirm goalkeeper Jack Butland will miss tomorrow’s Old Firm match with Celtic.
— Rangers Football Club (@RangersFC) January 1, 2025
The goalkeeper suffered an internal bleed in his leg which required hospital treatment, but he has since been released and is recovering.
Everyone at Rangers wishes Jack a speedy… pic.twitter.com/9KG9YGrxDA