Cecilía var lánuð frá Bayern München til Inter fyrir tímabilið. Hún hefur leikið ellefu leiki með Inter í ítölsku úrvalsdeildinni. Í þeim hefur hún aðeins fengið á sig sjö mörk og haldið marki sínu sex sinnum hreinu.
Tveir leikmenn Inter eru í liði ársins en auk Cecilíu var þýska landsliðskonan Lina Magull valin í það. Roma á fimm fulltrúa í liðinu, Juventus þrjá, Inter tvo og Fiorentina einn.
The Serie A Femminile Best XI of 2024 is here! 🌟
— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) December 28, 2024
📺 Watch the Serie A Femminile live and free on DAZN!
🔗 https://t.co/dIfKpURNP3 #SerieAFemminile pic.twitter.com/RCV2MADAg4
Inter er í 2. sæti ítölsku deildarinnar með 28 stig, sjö stigum á eftir toppliði Juventus. Næsti leikur Inter er gegn meisturum Roma 12. janúar. Cecilía átti stórleik þegar þessi lið mættust fyrr á tímabilinu.
Ekkert lið í ítölsku deildinni hefur fengið á sig færri mörk í vetur en Inter, eða aðeins sjö. Næst kemur Juventus með tólf mörk fengin á sig.