Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2024 19:46 Arsenal FC v Ipswich Town FC - Premier League LONDON, ENGLAND - DECEMBER 27: Kai Havertz of Arsenal celebrates scoring the opening goal with Leandro Trossard and Myles Lewis-Skelly during the Premier League match between Arsenal FC and Ipswich Town FC at Emirates Stadium on December 27, 2024 in London, England. (Photo by Marc Atkins/Getty Images) Arsenal vann sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti nýliðum Ipswich í lokaleik 18. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Skytturnar lentu í áfalli í síðasta leik þegar Bukayo Saka, einn allra besti leikmaður liðsins, meiddist aftan á læri. Í hans stað var Leandro Trossard mættur í byrjunarliðið og hann lagði upp eina mark leiksins fyrir Kai Havertz á 23. mínútu. Þrátt fyrir mikla yfirburði Arsenal tókst liðinu ekki að bæta við mörkum og niðurstaðan varð 1-0 sigur heimamanna. Með sigrinum lyftir Arsenal sér aftur upp fyrir Chelsea í annað sæti deildarinnar. Liðið er nú með 36 stig eftir 18 leiki, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Ipswich situr hins vegar í 19. sæti með 12 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Enski boltinn
Arsenal vann sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti nýliðum Ipswich í lokaleik 18. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Skytturnar lentu í áfalli í síðasta leik þegar Bukayo Saka, einn allra besti leikmaður liðsins, meiddist aftan á læri. Í hans stað var Leandro Trossard mættur í byrjunarliðið og hann lagði upp eina mark leiksins fyrir Kai Havertz á 23. mínútu. Þrátt fyrir mikla yfirburði Arsenal tókst liðinu ekki að bæta við mörkum og niðurstaðan varð 1-0 sigur heimamanna. Með sigrinum lyftir Arsenal sér aftur upp fyrir Chelsea í annað sæti deildarinnar. Liðið er nú með 36 stig eftir 18 leiki, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Ipswich situr hins vegar í 19. sæti með 12 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.