Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2024 23:19 Skip landhelgisgæslu Finnlands fylgdi olíuskipinu Eagle S inn í landhelgi Finnlands. X/finnska lögreglan Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. Greint var frá biluninni í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækisins Finngrid tjáði fjölmiðlum snemma að mögulega væri um skemmdarverk væri að ræða. Í dag var síðan greint frá því að fjórir fjarskiptastrengir til viðbótar lægju niðri í Eystrasalti. Í umfjöllun finnska ríkismiðilsins Yle kemur fram að spjótin beinist að skipinu Eagle S, sem landhelgisgæsla Finna fylgdi út fyrir Porkkalahöfða snemma í morgun. Skipið er hefur nú verið fest við akkeri innan landhelgi Finna, auk þess sem flugbann er í gildi í þriggja kílómetra radíus frá skipinu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Finna var akkeri skipsins ekki á sínum stað, sem eykur grunsemdir yfirvalda. Þá hafa talsmenn innan úr rannsóknarteymi tilkynnt að fyrstu rannsóknir gefi til kynna að akkeri skipsins hafi valdið tjóninu á sæstrengnum. Olíuskipið var á leið frá Sanktí Pétursborg til Egyptalands, en samkvæmt breska miðlinum Lloyd's List er Eagle S hluti af olíuskipaflota Rússa sem kallaður er „skuggaflotinn“. Skýrist það af því að litlar sem engar upplýsingar er að finna um raunverulegt eignarhald þessara gömlu olíuskipa, sem virðast hafa þann eina tilgang að flytja olíu frá löndum sem sæta viðskiptaþvingunum. Þannig eru flest skipin eldri en fimmtán ára og stunda siglingar sem Bandaríkin skilgreina sem blekkjandi (e. deceptive maritime practices), eru án fullnægjandi trygginga og í slæmu ásigkomulagi, þannig að hætta á umhverfisspjöllum er talin mikil. Eagle S skipið er um tuttugu ára gamalt og samkvæmt Lloyd's List er það í eigu fyrirtækis að nafni Caravella, sem skráð er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Lögregla rannsakar atvikið sem skemmdarverk. Petteri Orpo forsætisráðherra Finna segir að Finnland muni svara skemmdarverkinu af hörku. Gera verði meira til þess að brjóta skuggaflotann á bak aftur. „Þessi skuggaskip eru að pumpa peningum inn í rússnesku hernaðarvélina þannig að Rússland geti haldið stríði sínu gegn Úkraínu áfram. Skipin hafa bæst við á lista yfir skip sem skulu sæta viðskiptaþvingunum, það hefur strax haft áhrif.“ Orpo vildi þó ekki tengja Rússa beint við árásina. Hann sagði að engin samskipti hafi átt sér stað við rússnesk yfirvöld í dag. Atvikið bætist við tvö keimlík skemmdarverk sem virðast hafa verið gerðar á sæstrengi í Eystrasalti. Einn strengurinn lá á milli Svíþjóðar og Lithánes og hinn á milli Finnlands og Þýskalands. Fyrirtækin sem ráku strengina sögðu það nær ómögulegt að þeir hefðu farið í sundur án utanaðkomandi krafta og að ósennilegt væri að veiðarfæri eða akkeri hefðu skemmt strengina óvart. Finnland Eistland Sæstrengir Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Greint var frá biluninni í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækisins Finngrid tjáði fjölmiðlum snemma að mögulega væri um skemmdarverk væri að ræða. Í dag var síðan greint frá því að fjórir fjarskiptastrengir til viðbótar lægju niðri í Eystrasalti. Í umfjöllun finnska ríkismiðilsins Yle kemur fram að spjótin beinist að skipinu Eagle S, sem landhelgisgæsla Finna fylgdi út fyrir Porkkalahöfða snemma í morgun. Skipið er hefur nú verið fest við akkeri innan landhelgi Finna, auk þess sem flugbann er í gildi í þriggja kílómetra radíus frá skipinu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Finna var akkeri skipsins ekki á sínum stað, sem eykur grunsemdir yfirvalda. Þá hafa talsmenn innan úr rannsóknarteymi tilkynnt að fyrstu rannsóknir gefi til kynna að akkeri skipsins hafi valdið tjóninu á sæstrengnum. Olíuskipið var á leið frá Sanktí Pétursborg til Egyptalands, en samkvæmt breska miðlinum Lloyd's List er Eagle S hluti af olíuskipaflota Rússa sem kallaður er „skuggaflotinn“. Skýrist það af því að litlar sem engar upplýsingar er að finna um raunverulegt eignarhald þessara gömlu olíuskipa, sem virðast hafa þann eina tilgang að flytja olíu frá löndum sem sæta viðskiptaþvingunum. Þannig eru flest skipin eldri en fimmtán ára og stunda siglingar sem Bandaríkin skilgreina sem blekkjandi (e. deceptive maritime practices), eru án fullnægjandi trygginga og í slæmu ásigkomulagi, þannig að hætta á umhverfisspjöllum er talin mikil. Eagle S skipið er um tuttugu ára gamalt og samkvæmt Lloyd's List er það í eigu fyrirtækis að nafni Caravella, sem skráð er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Lögregla rannsakar atvikið sem skemmdarverk. Petteri Orpo forsætisráðherra Finna segir að Finnland muni svara skemmdarverkinu af hörku. Gera verði meira til þess að brjóta skuggaflotann á bak aftur. „Þessi skuggaskip eru að pumpa peningum inn í rússnesku hernaðarvélina þannig að Rússland geti haldið stríði sínu gegn Úkraínu áfram. Skipin hafa bæst við á lista yfir skip sem skulu sæta viðskiptaþvingunum, það hefur strax haft áhrif.“ Orpo vildi þó ekki tengja Rússa beint við árásina. Hann sagði að engin samskipti hafi átt sér stað við rússnesk yfirvöld í dag. Atvikið bætist við tvö keimlík skemmdarverk sem virðast hafa verið gerðar á sæstrengi í Eystrasalti. Einn strengurinn lá á milli Svíþjóðar og Lithánes og hinn á milli Finnlands og Þýskalands. Fyrirtækin sem ráku strengina sögðu það nær ómögulegt að þeir hefðu farið í sundur án utanaðkomandi krafta og að ósennilegt væri að veiðarfæri eða akkeri hefðu skemmt strengina óvart.
Finnland Eistland Sæstrengir Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira