Coote var rekinn úr ensku dómarasamtökunum fyrr í þessum mánuði eftir ítarlega rannsókn samtakanna. Hann var upphaflega settur í tímabundið leyfi þann 11. nóvember síðastliðinn eftir að myndband af honum fór eins og eldur um sinu um netheima.
Á myndbandinu má hjá Coote fara ófögrum orðum um Liverpool og þáverandi stjóra liðsins, Jürgen Klopp. Á öðru myndbandi, sem Coote sendi vini sínum, má sjá dómarann fyrrverandi sjúga hvítt duft upp í nefið á sér.
Eftir brottreksturinn hafði Coote frest til að áfrýja ákvörðun PGMOL. Samkvæmt heimildarmönnum BBC hefur Coote hins vegar ákveðið að gera það ekki.
Coote er einnig til rannsóknar hjá enska- og evrópska knattspyrnusambandinu, FA og UEFA.