Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. desember 2024 13:02 Dagný ásamt sonum sínum, Andreas og Brynjari. Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað vel með West Ham á Englandi að undanförnu en er nú komin til Íslands í jólafrí, sem hún mun verja í faðmi fjölskyldunnar. Hún vonast til að finna lóðasett í jólapakkanum í kvöld svo hún geti æft heima yfir hátíðarnar. Dagný veitti viðtal á heimasíðu West Ham sem lesa má í heild sinni hér. Hún eignaðist sitt annað barn í febrúar, soninn Andreas en fyrir átti hún son sem heitir Brynjar og er sex ára. Í september sneri hún aftur á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð, í leik gegn Manchester United, en hún hafði þá ekki spilað í sextán mánuði. Fyrsta mark tímabilsins skoraði hún svo í næstsíðasta leiknum fyrir jólafrí, 3-0 bikarsigri gegn Tottenham. Dagný skoraði fyrir West Ham í 3-0 sigri gegn Tottenham í enska deildabikarnum.Paul Harding - The FA/The FA via Getty Images Hún fór þannig í frí á mjög góðum nótum en West Ham, sem situr í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, á ekki leik aftur fyrr en 12. janúar. Það ætti því að gefast nægur tími til að njóta yfir jólin, sem Dagný hefur alltaf elskað. „Alveg frá því ég var lítil hef ég algjörlega elskað jólin, og nú þegar ég á börn er ég að upplifa það allt aftur. Elsti sonur minn er sex ára, sem er fullkominn aldur fyrir jólin, og stundum líður mér eins og ég sé orðin tíu ára aftur. Ég er að upplifa alla spennuna aftur í gegnum hann, það er svo gaman að sjá bros á andlitum barnanna.“ Dagný sagði lesendum líka frá öllum helstu íslensku jólahefðunum; sveinunum þrettán sem gefa í skóinn, leitinni að möndlu í grautnum, árlega skötuboðinu sem hún fer í á Þorláksmessu og sérstaka tímasetningu okkar Íslendinga sem höldum jólin á aðfangadegi jóla frekar en á jóladag eins og tíðkast í Bretlandi og víðar. Í jólagjöf óskaði hún eftir lóðasetti svo hún geti æft heima yfir hátíðarnar, en það myndi ekki toppa bestu gjöf sem hún hefur nokkurn tímann fengið: „Það var þegar ég var tíu eða ellefu ára gömul og fékk íslenska landsliðsbúninginn í fyrsta sinn,“ sagði Dagný sem ætlar að leyfa eiginmanni sínum, Ómari Páli Sigurbjartssyni, að sjá um eldamennskuna í kvöld. „Ég er ekki mikið fyrir að elda svo maðurinn sér um matinn og ég um meðlætið.“ Viðtalið í heild sinni má finna hér á heimasíðu West Ham. Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira
Dagný veitti viðtal á heimasíðu West Ham sem lesa má í heild sinni hér. Hún eignaðist sitt annað barn í febrúar, soninn Andreas en fyrir átti hún son sem heitir Brynjar og er sex ára. Í september sneri hún aftur á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð, í leik gegn Manchester United, en hún hafði þá ekki spilað í sextán mánuði. Fyrsta mark tímabilsins skoraði hún svo í næstsíðasta leiknum fyrir jólafrí, 3-0 bikarsigri gegn Tottenham. Dagný skoraði fyrir West Ham í 3-0 sigri gegn Tottenham í enska deildabikarnum.Paul Harding - The FA/The FA via Getty Images Hún fór þannig í frí á mjög góðum nótum en West Ham, sem situr í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, á ekki leik aftur fyrr en 12. janúar. Það ætti því að gefast nægur tími til að njóta yfir jólin, sem Dagný hefur alltaf elskað. „Alveg frá því ég var lítil hef ég algjörlega elskað jólin, og nú þegar ég á börn er ég að upplifa það allt aftur. Elsti sonur minn er sex ára, sem er fullkominn aldur fyrir jólin, og stundum líður mér eins og ég sé orðin tíu ára aftur. Ég er að upplifa alla spennuna aftur í gegnum hann, það er svo gaman að sjá bros á andlitum barnanna.“ Dagný sagði lesendum líka frá öllum helstu íslensku jólahefðunum; sveinunum þrettán sem gefa í skóinn, leitinni að möndlu í grautnum, árlega skötuboðinu sem hún fer í á Þorláksmessu og sérstaka tímasetningu okkar Íslendinga sem höldum jólin á aðfangadegi jóla frekar en á jóladag eins og tíðkast í Bretlandi og víðar. Í jólagjöf óskaði hún eftir lóðasetti svo hún geti æft heima yfir hátíðarnar, en það myndi ekki toppa bestu gjöf sem hún hefur nokkurn tímann fengið: „Það var þegar ég var tíu eða ellefu ára gömul og fékk íslenska landsliðsbúninginn í fyrsta sinn,“ sagði Dagný sem ætlar að leyfa eiginmanni sínum, Ómari Páli Sigurbjartssyni, að sjá um eldamennskuna í kvöld. „Ég er ekki mikið fyrir að elda svo maðurinn sér um matinn og ég um meðlætið.“ Viðtalið í heild sinni má finna hér á heimasíðu West Ham.
Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira