„Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. desember 2024 15:30 Edda Björgvins og Anna Svava vita hvað skiptir máli þegar kemur að jólunum. Edda Björgvins nýtur lífsins þessi jólin í faðmi fjölskyldunnar á Tenerife. Hún og Anna Svava Knútsdóttir eru sammála um að í raun sé fjölskyldan að koma út í „stórgróða“ með því að halda jólin frekar í útlöndum, eða svona því sem næst. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þær Edda og Anna jólin og jólahefðirnar nú þegar einungis einn dagur er til jóla. Edda segist aldrei hafa haldið sín jól á Tenerife áður en er himinlifandi með þetta. Töskurnar ekki fullar af Ora „Oh hvað ég skil þetta vel núna þegar ég prófa þetta,“ segir Edda um Tene jólin. „Þetta er allskonar tilraunastarfsemi hjá fjölskyldunni. Ég er með hluta af fjölskyldunni hérna. Hversu mikið þorir maður að brjóta hefðir og getur og hvað fær maður út úr því og hvað er gott að sakna þá þess sem maður myndi líka vilja gera.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Edda eyðir jólunum í útlöndum, hún hefur meðal annars verið í Los Angeles en þetta er í fyrsta sinn sem hún er á Tene. Hún er stödd á Adeje svæðinu og segist hvergi annars staðar myndu vilja vera. En fór hún út með töskur fullar af Ora baunum og öðrum íslenskum jólamat? „Heyrðu, ég fór með þrjár töskur fullar einmitt af laufabrauði, flatkökur og hangikjöti,“ segir hún í gríni. „Nei, það verða allt öðruvísi jól og við fundum bara fallegan veitingastað og ætlum að borða hérna og láta dekra við okkur. Það er engin jólahefð nema við verðum saman á aðfangadag. Sem skiptir öllu máli. Við reyndum að fá alla en það gekk ekki alveg.“ Jólasveinapoka í stað jólagjafa Þá segist Edda hafa fengið þá stórkostlegu hugmynd að gefa jólasveinapoka inn á heimili fjölskyldumeðlima sinna sem ekki eru staddir á Tene, í stað þess að vera með höfuðverk og í grátkasti yfir því hvað hún eigi að gefa sumum í fjölskyldunni sinni. „Nú eru það bara þrjú heimili sem fengu jólasveinapoka frá mér, af því hinir eru á nærliggjandi hótelum og allt í kring og með mér og oní þessum poka er svo mikið af skemmtilegu allskonar stöffi, gátum og leikjum, ég hef aldrei skemmt mér eins vel fyrir jólin að búa til jólasveinapoka á hvert heimili, það var æði.“ Anna Svava segist sjálf hafa prófað það að fara til útlanda yfir jólin. Hún segir í gríni að það sé í raun þannig að maður græði á því að fara út, svona því sem næst að minnsta kosti. Krakkarnir vilji jólagjafir og allskonar dót og í útlöndum sé hægt að segja nei fram á síðustu stundu. „Svo kemur aðfangadagur, þú þarft hvorteðer að kaupa þetta á einhverjum tímapunkti, þá bara ókei, þá fá þau bara þetta í jólagjöf, og það er bara pakki til þeirra, einn pakki eða tveir eða eitthvað og svo bara sleppum við öllu hinu. Og þá ertu eiginlega kominn út í plús sko.“ Edda segist hjartanlega sammála. „Maður er í stórgróða!“ Jól Bítið Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þær Edda og Anna jólin og jólahefðirnar nú þegar einungis einn dagur er til jóla. Edda segist aldrei hafa haldið sín jól á Tenerife áður en er himinlifandi með þetta. Töskurnar ekki fullar af Ora „Oh hvað ég skil þetta vel núna þegar ég prófa þetta,“ segir Edda um Tene jólin. „Þetta er allskonar tilraunastarfsemi hjá fjölskyldunni. Ég er með hluta af fjölskyldunni hérna. Hversu mikið þorir maður að brjóta hefðir og getur og hvað fær maður út úr því og hvað er gott að sakna þá þess sem maður myndi líka vilja gera.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Edda eyðir jólunum í útlöndum, hún hefur meðal annars verið í Los Angeles en þetta er í fyrsta sinn sem hún er á Tene. Hún er stödd á Adeje svæðinu og segist hvergi annars staðar myndu vilja vera. En fór hún út með töskur fullar af Ora baunum og öðrum íslenskum jólamat? „Heyrðu, ég fór með þrjár töskur fullar einmitt af laufabrauði, flatkökur og hangikjöti,“ segir hún í gríni. „Nei, það verða allt öðruvísi jól og við fundum bara fallegan veitingastað og ætlum að borða hérna og láta dekra við okkur. Það er engin jólahefð nema við verðum saman á aðfangadag. Sem skiptir öllu máli. Við reyndum að fá alla en það gekk ekki alveg.“ Jólasveinapoka í stað jólagjafa Þá segist Edda hafa fengið þá stórkostlegu hugmynd að gefa jólasveinapoka inn á heimili fjölskyldumeðlima sinna sem ekki eru staddir á Tene, í stað þess að vera með höfuðverk og í grátkasti yfir því hvað hún eigi að gefa sumum í fjölskyldunni sinni. „Nú eru það bara þrjú heimili sem fengu jólasveinapoka frá mér, af því hinir eru á nærliggjandi hótelum og allt í kring og með mér og oní þessum poka er svo mikið af skemmtilegu allskonar stöffi, gátum og leikjum, ég hef aldrei skemmt mér eins vel fyrir jólin að búa til jólasveinapoka á hvert heimili, það var æði.“ Anna Svava segist sjálf hafa prófað það að fara til útlanda yfir jólin. Hún segir í gríni að það sé í raun þannig að maður græði á því að fara út, svona því sem næst að minnsta kosti. Krakkarnir vilji jólagjafir og allskonar dót og í útlöndum sé hægt að segja nei fram á síðustu stundu. „Svo kemur aðfangadagur, þú þarft hvorteðer að kaupa þetta á einhverjum tímapunkti, þá bara ókei, þá fá þau bara þetta í jólagjöf, og það er bara pakki til þeirra, einn pakki eða tveir eða eitthvað og svo bara sleppum við öllu hinu. Og þá ertu eiginlega kominn út í plús sko.“ Edda segist hjartanlega sammála. „Maður er í stórgróða!“
Jól Bítið Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira