Michael Schumacher verður afi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 09:22 Michael Schumacher, sem er orðinn 55 ára gamall, varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1. Getty/Lars Baron Dóttir formúlugoðsagnarinnar Michael Schumacher er að gera hann að afa í fyrsta sinn en hún tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum að hún eigi von á barni. Hin 27 ára gamla Gina Schumacher sagði frá því að hún maðurinn hennar Iain Bethke bíði nú eftir stúlkubarni í apríl. au hafa verið lengi saman eftir að hafa hist fyrst í reiðskóla. „Bíðum óþolinmóð eftir því að litla stúlkan okkar komi í heiminn,“ skrifaði Gina Schumacher á Instagram. Þetta er þeirra fyrsta barn og jafnframt fyrsta afabarn Schumacher. Gina er hestaíþróttakona og hefur náð mjög góðum árangri í sinni íþrótt. Hún hefur efnast mikið af eigin velgengni þar. Auðvitað kom hestur við sögu þegar heimurinn fékk að vita um barnalukku hennar. „Nýi knapinn minn mun koma í heiminn i apríl,“ skrifaði Gina. Bróðir hennar, Mick Schumacher, óskaði henni til hamingju á samfélagsmiðlinum. „Svo spenntur,“ skrifaði hann. Michael Schumacher er 55 ára gamall. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan hann slasaðist alvarlega á höfði þegar hann féll á stein í skíðabrekku fyrir ellefu árum. Schumacher varð sjöfaldur heimsmeistari í formúlu 1 sem er enn met þó að Lewis Hamilton hafi jafnað það árið 2020. Þegar Michael Schumacher hætti keppni þá átti hann metið yfir flesta titla (7), flesta sigra í keppnum (91), var sá sem hafði oftast verið á ráspól (68) og sá sem hafði oftast komist á verðlaunapall (155). Hann var algjör yfirburðarmaður í formúl 1 þegar hann var upp á sitt besta. View this post on Instagram A post shared by Gina Schumacher (@gina_schumacher) Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hin 27 ára gamla Gina Schumacher sagði frá því að hún maðurinn hennar Iain Bethke bíði nú eftir stúlkubarni í apríl. au hafa verið lengi saman eftir að hafa hist fyrst í reiðskóla. „Bíðum óþolinmóð eftir því að litla stúlkan okkar komi í heiminn,“ skrifaði Gina Schumacher á Instagram. Þetta er þeirra fyrsta barn og jafnframt fyrsta afabarn Schumacher. Gina er hestaíþróttakona og hefur náð mjög góðum árangri í sinni íþrótt. Hún hefur efnast mikið af eigin velgengni þar. Auðvitað kom hestur við sögu þegar heimurinn fékk að vita um barnalukku hennar. „Nýi knapinn minn mun koma í heiminn i apríl,“ skrifaði Gina. Bróðir hennar, Mick Schumacher, óskaði henni til hamingju á samfélagsmiðlinum. „Svo spenntur,“ skrifaði hann. Michael Schumacher er 55 ára gamall. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan hann slasaðist alvarlega á höfði þegar hann féll á stein í skíðabrekku fyrir ellefu árum. Schumacher varð sjöfaldur heimsmeistari í formúlu 1 sem er enn met þó að Lewis Hamilton hafi jafnað það árið 2020. Þegar Michael Schumacher hætti keppni þá átti hann metið yfir flesta titla (7), flesta sigra í keppnum (91), var sá sem hafði oftast verið á ráspól (68) og sá sem hafði oftast komist á verðlaunapall (155). Hann var algjör yfirburðarmaður í formúl 1 þegar hann var upp á sitt besta. View this post on Instagram A post shared by Gina Schumacher (@gina_schumacher)
Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira