Lífið

Fékk Sigur­björn Árna til að lýsa ó­happi í vinnunni

Jón Þór Stefánsson skrifar
Skjáskot úr myndbandinu þar sem Friðrik fellur í laugina.
Skjáskot úr myndbandinu þar sem Friðrik fellur í laugina. Friðrik

Friðrik Þór Jónsson, starfsmaður íþróttamiðstöðvar Varmahlíðar, lenti í smá óhappi í vinnunni í gærmorgun.

Hann féll ofan í sundlaugina í Varmahlíð og sem betur fer slapp hann alveg ómeiddur, en atvikið náðist á upptöku öryggismyndavélar.

Einn ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar Sigurbjörn Árni Arngrímsson var síðan fenginn til að lýsa atvikinu eins og honum einum er lagið. Síðan setti Friðrik myndbandið, með lýsingu Sigurbjarnar, á samfélagsmiðla og leyfir öðrum að hafa gaman af.

„Maður verður að hafa húmor fyrir sjálfum sér, sérstaklega þar sem ég slasaðist ekki neitt. Ég var nú ekkert langt frá því að bombast í stigann þarna.“

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið untalaða:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.