Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Siggeir Ævarsson skrifar 21. desember 2024 17:00 Gabriel Jesus skorar fyrsta mark leiksins og sitt fyrra mark af tveimur vísir/Getty Crystal Palace og Arsenal mættust í annað sinn á fjórum dögum í dag en liðin mættust einnig í deildarbikarnum og líkt og þá fór Arsenal með sigur af hólmi og Gabriel Jesus lét einnig mikið að sér kveða í dag eins og í bikarnum. Jesus, sem skoraði þrennu í deildarbikarnum, kom gestunum yfir strax á 6. mínutu en Ismaïla Sarr jafnaði leikinn skömmu síðar. Jesus var svo aftur á ferðinni á 14. mínútu þegar hann skoraði eftir hornspyrnu og varð þar með fyrsti leikmaður Arsenal til að skora fimm mörk í röð síðan Robin van Persie gerði það árið 2011. Palace voru mikið með boltann eftir markið en tókst ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Kai Havertz kom Arsenal svo í 1-3 fyrir hálfleik, eftir að Jesus hafði skotið í stöngina. Þar með voru úrslit leiksins svo gott sem ráðin en Martinelli og varamaðurinn Declan Rice gerðu endanlega út um hann með sitt hvoru markinu. Með sigrinum lyftir Arsenal sér upp í 3. sætið, stigi á eftir Chelsea sem á leik til góða. Palace er aftur á móti í 15. sæti, aðeins fjórum stigum frá fallsæti, en liðið hefur aðeins náð að vinna einn leik á heimavelli í vetur. Enski boltinn
Crystal Palace og Arsenal mættust í annað sinn á fjórum dögum í dag en liðin mættust einnig í deildarbikarnum og líkt og þá fór Arsenal með sigur af hólmi og Gabriel Jesus lét einnig mikið að sér kveða í dag eins og í bikarnum. Jesus, sem skoraði þrennu í deildarbikarnum, kom gestunum yfir strax á 6. mínutu en Ismaïla Sarr jafnaði leikinn skömmu síðar. Jesus var svo aftur á ferðinni á 14. mínútu þegar hann skoraði eftir hornspyrnu og varð þar með fyrsti leikmaður Arsenal til að skora fimm mörk í röð síðan Robin van Persie gerði það árið 2011. Palace voru mikið með boltann eftir markið en tókst ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Kai Havertz kom Arsenal svo í 1-3 fyrir hálfleik, eftir að Jesus hafði skotið í stöngina. Þar með voru úrslit leiksins svo gott sem ráðin en Martinelli og varamaðurinn Declan Rice gerðu endanlega út um hann með sitt hvoru markinu. Með sigrinum lyftir Arsenal sér upp í 3. sætið, stigi á eftir Chelsea sem á leik til góða. Palace er aftur á móti í 15. sæti, aðeins fjórum stigum frá fallsæti, en liðið hefur aðeins náð að vinna einn leik á heimavelli í vetur.