Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2024 06:31 Maestro sýndi mikinn andlegan styrk og fórnfýsi fyrir Adana Demirspor sem vann leikinn. Getty/Eren Bozkurt Angólski knattspyrnumaðurinn Maestro fékk slæmar fréttir í miðjum leik í tyrknesku deildinni á dögunum en sýndi mikinn andlegan styrk með því að klára leikinn. Hinn 21 árs gamli Maestro spilar með tyrkneska félaginu Adana Demirspor sem mætti Beşiktas í síðasta leik. Murat Sancak, forseti félagsins, sagði frá málinu á samfélagsmiðlum. „Þrátt fyrir að Maestro hafi fengið fréttir af fráfalli bróður síns í hálfleik þá vildi hann ekki yfirgefa félagið sitt og hélt áfram að spila. Megi guð sýna þér miskunn, bróðir minn,“ skrifaði Murat Sancak á samfélagsmiðla. Maestro hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu en liðið er í harðri fallbaráttu. Liðið vann leikinn 2-1. Maestro er angólskur landsliðsmaður og hefur verið hjá Adana Demirspor frá því í sumar. Mustafa Dalci, þjálfari liðsins, talaði um Maestro eftir leikinn. „Við fengum þessar fréttir í hálfleik og létum hann vita. Ég sagði við hann: Ef þér líður ekki vel þá get ég tekið þig af velli. Það er ekkert mál. Tilfinningar þínar eru mikilvægari en þessi leikur,“ sagði Mustafa Dalci. Maestro vildi halda áfram og kláraði leikinn inn á miðju liðsins. „Hann sýndi þarna gríðarlegan sterkan karakter. Kannski var það honum að þakka hvernig leikmenn mínir brugðust við í seinni hálfleiknum. Við tileinkum Maestro þennan sigur og erum gríðarlega ánægður með sigurinn,“ sagði Dalci. Maestro kom til Tyrklands frá portúgalska félaginu Benfica en þar var hann í varaliðinu. Hann hefur fengið tækifæri til að spila með Adana. Liðið var án sigurs í fyrstu fjórtán leikjum sínum og byrjaði líka tímabilið með þrjú stig í mínus. Þessi sigur var því algjörlega lífsnauðsynlegur en það þarf margt að gerast til að liðið spili áfram meðal þeirra bestu. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Tyrkneski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Maestro spilar með tyrkneska félaginu Adana Demirspor sem mætti Beşiktas í síðasta leik. Murat Sancak, forseti félagsins, sagði frá málinu á samfélagsmiðlum. „Þrátt fyrir að Maestro hafi fengið fréttir af fráfalli bróður síns í hálfleik þá vildi hann ekki yfirgefa félagið sitt og hélt áfram að spila. Megi guð sýna þér miskunn, bróðir minn,“ skrifaði Murat Sancak á samfélagsmiðla. Maestro hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu en liðið er í harðri fallbaráttu. Liðið vann leikinn 2-1. Maestro er angólskur landsliðsmaður og hefur verið hjá Adana Demirspor frá því í sumar. Mustafa Dalci, þjálfari liðsins, talaði um Maestro eftir leikinn. „Við fengum þessar fréttir í hálfleik og létum hann vita. Ég sagði við hann: Ef þér líður ekki vel þá get ég tekið þig af velli. Það er ekkert mál. Tilfinningar þínar eru mikilvægari en þessi leikur,“ sagði Mustafa Dalci. Maestro vildi halda áfram og kláraði leikinn inn á miðju liðsins. „Hann sýndi þarna gríðarlegan sterkan karakter. Kannski var það honum að þakka hvernig leikmenn mínir brugðust við í seinni hálfleiknum. Við tileinkum Maestro þennan sigur og erum gríðarlega ánægður með sigurinn,“ sagði Dalci. Maestro kom til Tyrklands frá portúgalska félaginu Benfica en þar var hann í varaliðinu. Hann hefur fengið tækifæri til að spila með Adana. Liðið var án sigurs í fyrstu fjórtán leikjum sínum og byrjaði líka tímabilið með þrjú stig í mínus. Þessi sigur var því algjörlega lífsnauðsynlegur en það þarf margt að gerast til að liðið spili áfram meðal þeirra bestu. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
Tyrkneski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira