Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. desember 2024 12:57 Odessa Young í hlutverki sínu í myndinni. Fyrsta stiklan úr íslensku hryllingsmyndinni The Damned er mætt á Vísi. Um er að ræða fyrstu kvikmynd Þórðar Pálssonar sem skartar Odessa Young og Joe Cole í aðalhlutverkum. Myndin er frumsýnd hér á landi 23. janúar en hún hefur þegar vakið athygli erlendis. The Damned er sálfræðileg hryllingsmynd sem gerist á nítjándu öld á Vestfjörðum og er aðalpersóna myndarinnar Eva, ekkja og erfingja afskekktar verbúðar. Þegar erlent seglskip strandar í firðinum, stendur Eva frammi fyrir erfiðu vali, á hún og vinnumenn hennar, að koma til bjargar eða forgangsraða eigin velferð. Þjökuð samviskubiti og vaxandi ótta um ómanneskjulega hefnd, takast Eva og vinnumenn hennar, á við afleiðingar gjörða sinna. Áhugavert samansafn erlendra leikara fer með hlutverk í myndinni. Þannig gerði Joe Cole sem dæmi garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Peaky Blinders og fer með aðalhlutverkið í Gangs of London. Þá fer Rory McCann jafnframt með hlutverk í myndinni en hann er líklega frægastur fyrir hlutverk sitt sem The Hound í Game of Thrones. Hugmyndin úr gömlum draugasögum Myndin hefur vakið töluverða athygli erlendis að sögn framleiðenda, meðal annars á kvikmyndahátíðinni Tribeca. Myndin var tekin upp síðasta vetur á Vestfjörðum. Hugmyndina hefur Þórður rekið til draugasagna sem hann heyrði á uppvaxtarárum sínum um það hvernig heimamenn reyndu viljandi að láta skip reka á land. „Síðan var allt hirt sem hægt var og passað upp á, að enginn lifði af til að segja frá. Draugur getur verið andi en einnig hræðilega vera, rotnandi líkami sem leitar þig uppi í myrkrinu. Svona sögur sátu í mér sem krakki og varð uppsprettan að The Damned,“ segir Þórður. Myndin var tekin upp á Vestfjörðum síðastliðinn vetur. Ósvör í Bolungarvík var endurlífgað og lítið kvikmyndaver sett upp á Ísafirði. The Damned er framleidd af Elation og Wild Atlantic og meðframleidd af hinu íslenska Join Motion Pictures. Protagonist sér um alþjóðlega dreifingu myndarinnar. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Íslenskur hryllingstryllir á Vestfjörðum vekur athygli í Tribeca Fyrsta kvikmynd Þórðar Pálssonar, hryllingsmyndin The Damned sem skartar Odessa Young og Joe Cole í aðalhlutverkum hefur vakið athygli og sterk viðbrögð gagnrýnanda við heimsfrumsýningu á Tribeca kvikmyndahátíðinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. 7. júní 2024 14:00 Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
The Damned er sálfræðileg hryllingsmynd sem gerist á nítjándu öld á Vestfjörðum og er aðalpersóna myndarinnar Eva, ekkja og erfingja afskekktar verbúðar. Þegar erlent seglskip strandar í firðinum, stendur Eva frammi fyrir erfiðu vali, á hún og vinnumenn hennar, að koma til bjargar eða forgangsraða eigin velferð. Þjökuð samviskubiti og vaxandi ótta um ómanneskjulega hefnd, takast Eva og vinnumenn hennar, á við afleiðingar gjörða sinna. Áhugavert samansafn erlendra leikara fer með hlutverk í myndinni. Þannig gerði Joe Cole sem dæmi garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Peaky Blinders og fer með aðalhlutverkið í Gangs of London. Þá fer Rory McCann jafnframt með hlutverk í myndinni en hann er líklega frægastur fyrir hlutverk sitt sem The Hound í Game of Thrones. Hugmyndin úr gömlum draugasögum Myndin hefur vakið töluverða athygli erlendis að sögn framleiðenda, meðal annars á kvikmyndahátíðinni Tribeca. Myndin var tekin upp síðasta vetur á Vestfjörðum. Hugmyndina hefur Þórður rekið til draugasagna sem hann heyrði á uppvaxtarárum sínum um það hvernig heimamenn reyndu viljandi að láta skip reka á land. „Síðan var allt hirt sem hægt var og passað upp á, að enginn lifði af til að segja frá. Draugur getur verið andi en einnig hræðilega vera, rotnandi líkami sem leitar þig uppi í myrkrinu. Svona sögur sátu í mér sem krakki og varð uppsprettan að The Damned,“ segir Þórður. Myndin var tekin upp á Vestfjörðum síðastliðinn vetur. Ósvör í Bolungarvík var endurlífgað og lítið kvikmyndaver sett upp á Ísafirði. The Damned er framleidd af Elation og Wild Atlantic og meðframleidd af hinu íslenska Join Motion Pictures. Protagonist sér um alþjóðlega dreifingu myndarinnar.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Íslenskur hryllingstryllir á Vestfjörðum vekur athygli í Tribeca Fyrsta kvikmynd Þórðar Pálssonar, hryllingsmyndin The Damned sem skartar Odessa Young og Joe Cole í aðalhlutverkum hefur vakið athygli og sterk viðbrögð gagnrýnanda við heimsfrumsýningu á Tribeca kvikmyndahátíðinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. 7. júní 2024 14:00 Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Íslenskur hryllingstryllir á Vestfjörðum vekur athygli í Tribeca Fyrsta kvikmynd Þórðar Pálssonar, hryllingsmyndin The Damned sem skartar Odessa Young og Joe Cole í aðalhlutverkum hefur vakið athygli og sterk viðbrögð gagnrýnanda við heimsfrumsýningu á Tribeca kvikmyndahátíðinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. 7. júní 2024 14:00