„Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. desember 2024 22:01 Jóhann Þór Ólafsson var ánægður með að vera mættur aftur í Smárann eftir fjóra útileiki í röð. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar komu sér aftur á beinu brautina í Bónus-deild karla í kvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistara Vals 97-90. Liðin mættust einnig í bikarnum á sunnudag og Grindvíkingar höfðu harma að hefna í kvöld. Eftir frábæran þriðja leikhluta sem Grindvíkingar unnu með 16 stigum komu gestirnir sterkir til baka og voru hársbreidd frá því að stela sigrinum á lokasprettinum. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með lokaniðurstöðuna. „Við vorum mjög góðir fyrstu 10-12 mínúturnar í seinni. Valsararnir bara með hörku lið og við með svolítið stutta róteringu. Vorum að reyna að finna mínútur til að hvíla og þá raskaðist aðeins tempóið, sérstaklega varnarlega. En góður sigur og bara mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap á sunnudaginn.“ Jóhann viðurkenndi að sigurinn væri extra sætur í ljósi þess hvernig fór í bikarnum en hann var sömuleiðis mjög sáttur með að hans menn skyldu sýna sitt rétta andlit í kvöld eftir dyntótt gengi undanfarið. „Algjörlega, og líka þetta er búið að vera svolítið erfitt núna síðustu leiki. Vorum góðir í Keflavík en síðustu tveir vorum við ólíkir sjálfum okkur. Bara mjög sáttur að koma hér, loksins aftur í Smárann, og taka góðan sigur.“ Grindvíkingar voru ískaldir á vítalínunni framan af leik og voru lengi vel undir 50 prósent nýtingu, þó svo að taugarnir hafi haldið í lokin þegar á reyndi. Jóhann var þó ekki á því að það yrði sérstök vítaæfing á næstu æfingu. „Nei nei, þetta er bara partur af þessu. Inn og út og allt það. Það er bara mikilvægt að menn haldi sér í augnablikinu og einbeiti sér að næsta „play-i“ og vera ekkert að staldra við það sem er búið.“ Grindvíkingar tefldu fram nýjum leikmanni í kvöld, Jordan Aboudou, sem er rétt nýkominn til landsins frá Kína. Hann spilaði tæpar 17 mínútur í kvöld en virðist þó ekki vera í góðu leikformi. „Fyrir mér er þetta bara góður leikmaður, hann kann körfubolta. Eins og þú segir, það vantar aðeins upp á form hjá honum, en hann er náttúrulega bara búinn að vera hérna í einn og hálfan sólarhring. Ég ætla að segja pass bara.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira
Eftir frábæran þriðja leikhluta sem Grindvíkingar unnu með 16 stigum komu gestirnir sterkir til baka og voru hársbreidd frá því að stela sigrinum á lokasprettinum. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með lokaniðurstöðuna. „Við vorum mjög góðir fyrstu 10-12 mínúturnar í seinni. Valsararnir bara með hörku lið og við með svolítið stutta róteringu. Vorum að reyna að finna mínútur til að hvíla og þá raskaðist aðeins tempóið, sérstaklega varnarlega. En góður sigur og bara mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap á sunnudaginn.“ Jóhann viðurkenndi að sigurinn væri extra sætur í ljósi þess hvernig fór í bikarnum en hann var sömuleiðis mjög sáttur með að hans menn skyldu sýna sitt rétta andlit í kvöld eftir dyntótt gengi undanfarið. „Algjörlega, og líka þetta er búið að vera svolítið erfitt núna síðustu leiki. Vorum góðir í Keflavík en síðustu tveir vorum við ólíkir sjálfum okkur. Bara mjög sáttur að koma hér, loksins aftur í Smárann, og taka góðan sigur.“ Grindvíkingar voru ískaldir á vítalínunni framan af leik og voru lengi vel undir 50 prósent nýtingu, þó svo að taugarnir hafi haldið í lokin þegar á reyndi. Jóhann var þó ekki á því að það yrði sérstök vítaæfing á næstu æfingu. „Nei nei, þetta er bara partur af þessu. Inn og út og allt það. Það er bara mikilvægt að menn haldi sér í augnablikinu og einbeiti sér að næsta „play-i“ og vera ekkert að staldra við það sem er búið.“ Grindvíkingar tefldu fram nýjum leikmanni í kvöld, Jordan Aboudou, sem er rétt nýkominn til landsins frá Kína. Hann spilaði tæpar 17 mínútur í kvöld en virðist þó ekki vera í góðu leikformi. „Fyrir mér er þetta bara góður leikmaður, hann kann körfubolta. Eins og þú segir, það vantar aðeins upp á form hjá honum, en hann er náttúrulega bara búinn að vera hérna í einn og hálfan sólarhring. Ég ætla að segja pass bara.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira