Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2024 09:02 Cristiano Ronaldo er ekkert að fara að hætta í landsliðinu nærri því strax ef marka má gamlan liðsfélaga hans. Getty/Octavio Passos Cristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður allra tíma í fótboltanum og hann er hvergi nærri hættur ef marka má fyrrum liðsfélaga hans hjá Manchester United og portúgalska landsliðinu. Samkvæmt Nani þá er nokkuð öruggt að Cristiano Ronaldo spili á HM 2026 því hann sé þegar farinn að stefna á HM 2030. Ronaldo heldur upp á fertugsafmælið í febrúar næstkomandi. Hann verður 41 árs þegar næsta heimsmeistaramót fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026 en hann verður orðinn 45 ára þegar heimsmeistaramótið fer fram 2030. Heimsmeistaramótið 2030 fer einmitt fram í Portúgal en landið heldur mótið ásamt nágrönnum sínum Spáni og Marokkó. „Cristiano Ronaldo á HM 2030? Hann er að byrja á nýjum matarkúr svo hann verði tilbúinn,“ sagði Nani. Það er ekki aðeins möguleikinn á því að keppa á sjöunda heimsmeistaramótinu fyrstur allra karla eða að keppa á HM á heimavelli heldur gæti farið svo að í portúgalska liðinu verði einnig sonur hans. Cristiano Ronaldo yngri fæddist 17. júní 2010 og verður því nítján ára gamall þegar mótið fer fram eftir tæp sex ár. Ronaldo hefur þegar tekið þátt í fimm heimsmeistaramótum (2006, 2010, 2014, 2018, 2022) og skoraði á þeim 8 mörk í 22 leikjum. Hann er fjórði leikjahæsti leikmaður HM frá upphafi á eftir þeim Lionel Messi (26), Lothar Matthäus (25) og Miroslav Klose (24). Þetta er eflaust sagt meira í gamni en alvöru hjá Nani en menn hafa fyrir löngu lært það að vanmeta ekki Ronaldo. Kapppinn er búinn að skora 43 mörk í 51 leik á árinu fyrir félagslið og landslið. Sjö af þessum mörkum skoraði hann fyrir landsliðið en hann bætir heimsmetið yfir flest mörk með hverju marki. Ronaldo hefur alls skorað 135 mörk í 217 landsleikjum og samtals 916 opinber mörk á öllum fótboltaferlinum. View this post on Instagram A post shared by Pubity Sport (@pubitysport) HM 2030 í fótbolta HM 2026 í fótbolta Portúgalski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Sjá meira
Samkvæmt Nani þá er nokkuð öruggt að Cristiano Ronaldo spili á HM 2026 því hann sé þegar farinn að stefna á HM 2030. Ronaldo heldur upp á fertugsafmælið í febrúar næstkomandi. Hann verður 41 árs þegar næsta heimsmeistaramót fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026 en hann verður orðinn 45 ára þegar heimsmeistaramótið fer fram 2030. Heimsmeistaramótið 2030 fer einmitt fram í Portúgal en landið heldur mótið ásamt nágrönnum sínum Spáni og Marokkó. „Cristiano Ronaldo á HM 2030? Hann er að byrja á nýjum matarkúr svo hann verði tilbúinn,“ sagði Nani. Það er ekki aðeins möguleikinn á því að keppa á sjöunda heimsmeistaramótinu fyrstur allra karla eða að keppa á HM á heimavelli heldur gæti farið svo að í portúgalska liðinu verði einnig sonur hans. Cristiano Ronaldo yngri fæddist 17. júní 2010 og verður því nítján ára gamall þegar mótið fer fram eftir tæp sex ár. Ronaldo hefur þegar tekið þátt í fimm heimsmeistaramótum (2006, 2010, 2014, 2018, 2022) og skoraði á þeim 8 mörk í 22 leikjum. Hann er fjórði leikjahæsti leikmaður HM frá upphafi á eftir þeim Lionel Messi (26), Lothar Matthäus (25) og Miroslav Klose (24). Þetta er eflaust sagt meira í gamni en alvöru hjá Nani en menn hafa fyrir löngu lært það að vanmeta ekki Ronaldo. Kapppinn er búinn að skora 43 mörk í 51 leik á árinu fyrir félagslið og landslið. Sjö af þessum mörkum skoraði hann fyrir landsliðið en hann bætir heimsmetið yfir flest mörk með hverju marki. Ronaldo hefur alls skorað 135 mörk í 217 landsleikjum og samtals 916 opinber mörk á öllum fótboltaferlinum. View this post on Instagram A post shared by Pubity Sport (@pubitysport)
HM 2030 í fótbolta HM 2026 í fótbolta Portúgalski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Sjá meira