Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 09:01 Víkingar hafa verið frábærir í Sambandsdeild Evrópu en urðu að sætta sig við naumt tap í gær. vísir/Anton Víkingur er jafn Panathinaikos í 18.-19. sæti af 36 liðum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta nú þegar aðeins lokaumferðin er eftir næsta fimmtudag. Yfirgnæfandi líkur eru taldar á því að liðið komist áfram í keppninni og spili í umspili í febrúar. Þrátt fyrir svekkjandi tap gegn Djurgården í gær eru enn taldar 92 prósent líkur á því að Víkingar komist í umspil Sambandsdeildarinnar, og myndu þannig halda áfram að skrá nýja kafla í sögu Íslands í Evrópukeppnum. Stig gegn Djurgården í gær hefði gulltryggt Víkinga áfram en þeir eru núna með sjö stig í 18.-19. sæti. Sjö stig gætu vel dugað til að komast áfram en stig í Austurríki næsta fimmtudag myndi taka af allan vafa fyrir Víkinga. Efstu átta lið deildarinnar komast beint áfram í 16-liða úrslit og er orðið útilokað að Víkingur verði í þeim hópi. En liðin í 9.-24. sæti fara í umspil í febrúar um að komast í 16-liða úrslitin. Víkingar mega því alls ekki dragast niður í 25. sæti í lokaumferðinni næsta fimmtudag, þegar þeir sækja LASK heim til Austurríkis. Hér má finna stöðuna í Sambandsdeildinni. Liðin í 25.-31. sæti eru með fjögur stig hvert og geta því enn náð Víkingi að stigum, sem og liðin í 20.-24. sæti. Á vef UFEA er hægt að setja inn möguleg úrslit í lokaumferðinni og skoða hvernig lokastaðan yrði, með því að smella hér. Twitter-síðan Football Meets Data segir að 10.000 hermanir sýni að 92 prósent líkur séu á að Víkingur endi á meðal 24 efstu liða deildarinnar. Mögulegt er að það ráðist á markatölu. Líkur hvers liðs á að enda í hópi átta efstu, eða í hópi 24 efstu liða Sambandsdeildarinnar. Efstu átta komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil. Liðin í 25.-36. sæti falla úr keppni.Twitter/@fmeetsdata Ef Víkingar komast áfram myndi langt tímabil þeirra lengjast enn og félagið þurfa að biðja Breiðablik um frekara lán á Kópavogsvelli í umspilinu, sem fram fer 13. og 20. febrúar. Dregið verður í umspilið næsta föstudag. Það gæti skipt máli fyrir Víkinga að ná góðum úrslitum í Austurríki og komast í hóp liðanna í 9.-16. sæti, því þau verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið en liðin í 17.-24. sæti í neðri flokki. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Þrátt fyrir svekkjandi tap gegn Djurgården í gær eru enn taldar 92 prósent líkur á því að Víkingar komist í umspil Sambandsdeildarinnar, og myndu þannig halda áfram að skrá nýja kafla í sögu Íslands í Evrópukeppnum. Stig gegn Djurgården í gær hefði gulltryggt Víkinga áfram en þeir eru núna með sjö stig í 18.-19. sæti. Sjö stig gætu vel dugað til að komast áfram en stig í Austurríki næsta fimmtudag myndi taka af allan vafa fyrir Víkinga. Efstu átta lið deildarinnar komast beint áfram í 16-liða úrslit og er orðið útilokað að Víkingur verði í þeim hópi. En liðin í 9.-24. sæti fara í umspil í febrúar um að komast í 16-liða úrslitin. Víkingar mega því alls ekki dragast niður í 25. sæti í lokaumferðinni næsta fimmtudag, þegar þeir sækja LASK heim til Austurríkis. Hér má finna stöðuna í Sambandsdeildinni. Liðin í 25.-31. sæti eru með fjögur stig hvert og geta því enn náð Víkingi að stigum, sem og liðin í 20.-24. sæti. Á vef UFEA er hægt að setja inn möguleg úrslit í lokaumferðinni og skoða hvernig lokastaðan yrði, með því að smella hér. Twitter-síðan Football Meets Data segir að 10.000 hermanir sýni að 92 prósent líkur séu á að Víkingur endi á meðal 24 efstu liða deildarinnar. Mögulegt er að það ráðist á markatölu. Líkur hvers liðs á að enda í hópi átta efstu, eða í hópi 24 efstu liða Sambandsdeildarinnar. Efstu átta komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil. Liðin í 25.-36. sæti falla úr keppni.Twitter/@fmeetsdata Ef Víkingar komast áfram myndi langt tímabil þeirra lengjast enn og félagið þurfa að biðja Breiðablik um frekara lán á Kópavogsvelli í umspilinu, sem fram fer 13. og 20. febrúar. Dregið verður í umspilið næsta föstudag. Það gæti skipt máli fyrir Víkinga að ná góðum úrslitum í Austurríki og komast í hóp liðanna í 9.-16. sæti, því þau verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið en liðin í 17.-24. sæti í neðri flokki.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira