Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 07:30 Íslenska landsliðið fékk meðal annars Cristiano Ronaldo í heimsókn í síðustu undankeppni, sem var fyrir EM 2024. Í dag ræðst hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM 2026. VÍSIR/VILHELM Í dag verður dregið í undanriðla fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Það verður fyrsta heila undankeppni nýs landsliðsþjálfara Íslands. Drátturinn hefst klukkan 11 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og á Vísi. Drátturinn verður svolítið öðruvísi en vanalega því það er ekki enn nákvæmlega ljóst hvernig liðin raðast í efsta styrkleikaflokki. Það á nefnilega enn eftir að klára síðustu leiktíð af Þjóðadeildinni, sem hefur áhrif á undankeppnina. Dregið verður í tólf riðla – sex með fjórum liðum og sex með fimm liðum. Efsta lið hvers riðils kemst á HM en liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil í mars 2026, ásamt fjórum sigurvegurum riðla úr Þjóðadeildinni (Ísland vann ekki sinn riðil). Gætu þurft að bíða fram í mars eftir toppliði Áður hefur verið fullyrt, meðal annars af KSÍ og hér á Vísi, að Ísland yrði í fjögurra liða vegna Þjóðadeildarumspils við Kósovó í mars, en eftir að FIFA breytti reglum um dráttinn í lok nóvember eru minni háttar líkur á að Ísland endi í fimm liða riðli. Þá myndi Ísland hefja undankeppnina í júní, en annars í fjögurra liða riðli í september. Liðin sem komust í 8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar verða einmitt einnig upptekin í mars, og liðin fjögur sem komast þaðan í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í júní verða að vera í fjögurra liða riðlum í undankeppni HM. Þess vegna verða mótherjar Íslands úr efsta flokki mögulega titlaðir sem sigurlið úr einu af einvígunum í 8-liða úrslitum Þjóðadeildar (Holland - Spánn, Króatía - Frakkland, Danmörk - Portúgal, Ítalía - Þýskaland). Það myndi þá ekki ráðast alveg fyrr en eftir 8-liða úrslitin í mars hver besti mótherjinn í riðli Íslands yrði. Ísland má ekki mæta Færeyjum Í drættinum í dag gilda einnig ákveðnir skilmálar til að forðast að mikið sé um löng ferðalög innan sama riðils, og þá eru Ísland og Færeyjar titluð af UEFA sem „vetrarstaðir“, þar sem mesta hættan er talin á of miklu vetrarveðri til að spila fótbolta, og geta ekki dregist í sama riðil. Ísland mun mæta einu liði úr hverjum styrkleikaflokki, utan fimmta flokks ef liðið verður í fjögurra liða riðli eins og líklegast er. Hér að neðan má sjá flokkana: Styrkleikaflokkarnir Styrkleikaflokkur 1 Sigurlið Frakkland-Króatía Sigurlið Spánn-Holland Sigurlið Portúgal-Danmörk Sigurlið Ítalía-Þýskaland Taplið Frakkland-Króatía Taplið Spánn-Holland Taplið Portúgal-Danmörk Taplið Ítalía-Þýskaland Belgía Austurríki England Sviss Styrkleikaflokkur 2 Úkraína Svíþjóð Tyrkland Wales Ungverjaland Serbía Pólland Rúmenía Grikkland Slóvakía Tékkland Noregur Styrkleikaflokkur 3 Skotland Slóvenía Írland Albanía Norður-Makedónía Georgía Finnland Ísland Norður-Írland Svartfjallaland Bosnía Ísrael Styrkleikaflokkur 4 Búlgaría Lúxemborg Hvíta-Rússland Kovósó Armenía Kasakstan Aserbaídsjan Eistland Kýpur Færeyjar Lettland Litháen Styrkleikaflokkur 5 Moldóva Malta Andorra Gíbraltar Liechtenstein San Marínó Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Drátturinn hefst klukkan 11 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og á Vísi. Drátturinn verður svolítið öðruvísi en vanalega því það er ekki enn nákvæmlega ljóst hvernig liðin raðast í efsta styrkleikaflokki. Það á nefnilega enn eftir að klára síðustu leiktíð af Þjóðadeildinni, sem hefur áhrif á undankeppnina. Dregið verður í tólf riðla – sex með fjórum liðum og sex með fimm liðum. Efsta lið hvers riðils kemst á HM en liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil í mars 2026, ásamt fjórum sigurvegurum riðla úr Þjóðadeildinni (Ísland vann ekki sinn riðil). Gætu þurft að bíða fram í mars eftir toppliði Áður hefur verið fullyrt, meðal annars af KSÍ og hér á Vísi, að Ísland yrði í fjögurra liða vegna Þjóðadeildarumspils við Kósovó í mars, en eftir að FIFA breytti reglum um dráttinn í lok nóvember eru minni háttar líkur á að Ísland endi í fimm liða riðli. Þá myndi Ísland hefja undankeppnina í júní, en annars í fjögurra liða riðli í september. Liðin sem komust í 8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar verða einmitt einnig upptekin í mars, og liðin fjögur sem komast þaðan í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í júní verða að vera í fjögurra liða riðlum í undankeppni HM. Þess vegna verða mótherjar Íslands úr efsta flokki mögulega titlaðir sem sigurlið úr einu af einvígunum í 8-liða úrslitum Þjóðadeildar (Holland - Spánn, Króatía - Frakkland, Danmörk - Portúgal, Ítalía - Þýskaland). Það myndi þá ekki ráðast alveg fyrr en eftir 8-liða úrslitin í mars hver besti mótherjinn í riðli Íslands yrði. Ísland má ekki mæta Færeyjum Í drættinum í dag gilda einnig ákveðnir skilmálar til að forðast að mikið sé um löng ferðalög innan sama riðils, og þá eru Ísland og Færeyjar titluð af UEFA sem „vetrarstaðir“, þar sem mesta hættan er talin á of miklu vetrarveðri til að spila fótbolta, og geta ekki dregist í sama riðil. Ísland mun mæta einu liði úr hverjum styrkleikaflokki, utan fimmta flokks ef liðið verður í fjögurra liða riðli eins og líklegast er. Hér að neðan má sjá flokkana: Styrkleikaflokkarnir Styrkleikaflokkur 1 Sigurlið Frakkland-Króatía Sigurlið Spánn-Holland Sigurlið Portúgal-Danmörk Sigurlið Ítalía-Þýskaland Taplið Frakkland-Króatía Taplið Spánn-Holland Taplið Portúgal-Danmörk Taplið Ítalía-Þýskaland Belgía Austurríki England Sviss Styrkleikaflokkur 2 Úkraína Svíþjóð Tyrkland Wales Ungverjaland Serbía Pólland Rúmenía Grikkland Slóvakía Tékkland Noregur Styrkleikaflokkur 3 Skotland Slóvenía Írland Albanía Norður-Makedónía Georgía Finnland Ísland Norður-Írland Svartfjallaland Bosnía Ísrael Styrkleikaflokkur 4 Búlgaría Lúxemborg Hvíta-Rússland Kovósó Armenía Kasakstan Aserbaídsjan Eistland Kýpur Færeyjar Lettland Litháen Styrkleikaflokkur 5 Moldóva Malta Andorra Gíbraltar Liechtenstein San Marínó
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira