Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2024 07:01 Valur er að einum áttunda prússneskur og sá hluti lætur til sín taka. Valur klárar þau verkefni sem hann ætlar sér en nú er honum refsað fyrir það og hann veit ekki af hverju? vísir/vilhelm „Það er ekki gaman að bera sorgir sínar á torg en það kemur að þeim tímapunkti að ekki er annað hægt,“ segir Valur Gunnarsson rithöfundur. Hann er ekki að tala um nýútkomna bók sína sem ber hinn forvitnilega titil Berlínarbjarmar – langamma, David Bowie og ég. Heldur eru það listamannalaunin sem eru Vali efst í huga. Hann á erfitt með að hugsa um annað þessa dagana. Lokið hefur verið tekið af þeim potti, mikil umræða hefur farið fram um þau og sér ekki fyrir endann á því. Valur hefur áður sent frá sér sjö bækur en í Berlínarbjörmum nálgast sagnfræðingurinn borgina einstöku frá ýmsum hliðum. Borgarinnar er framtíðin segir í bókinni sem má hiklaust mæla með. Fortíðin er hins vegar við hvert fótmál. Valur segist spurður vera þýskur að einum áttunda. „Þetta er saga, frá því að múrinn fellur og talsvert fyrr. Hin raunverulega frásögn hefst hjá keisaraveldinu sem langalangafi og amma fæðast inn í. Já, einn áttundi sækir til Þýskalands. Ég er frekar skipulagður og ef ég fæ þriggja mánaða ritlaun, þá ákveð ég hvernig þetta verður. Prússneska eðlið rís upp. Ég klára verkið.“ Ættlaus maður sem vill verða rithöfundur Og þetta eru sorgirnar sem Valur er að ræða um. Hann er einn þeirra sem var forsmáður af þeirri nefnd sem úthlutar listamannalaunum að þessu sinni. „Ég læt enga nefnd stöðva mig í að skrifa. Þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt, að ég fái lítið sem ekkert úr þessum sjóði. En ég gæda á sumrin og af því hef ég lifað fram á áramót. Þriggja mánaða laun duga mér alveg í hálft ár. Valur segist ættlaus maður sem ákvað að verða rithöfundur. Þegar úthlutunarnefnd ritlauna bregst vandast málin. Honum líður eins og manni sem er að detta, það er í lagi meðan hann er enn í lausu lofti en hvað svo?vísir/vilhelm Ef þetta kerfi bregst flækjast málin. Þetta er eins og maður sem er að detta fram af húsþaki og það er í lagi, ég er ekki skollinn á jörðina enn. En það vofir yfir. Ég á hálfa milljón sem dugar mér eitthvað enn.“ Valur segir að hann sé nægjusamur en það hafi hann alltaf þurft að vera. „Ég er ættlaus maður sem ætlaði að verða rithöfundur og augljóst var að ég þyrfti að komast af með lítið. Auðvitað vildu allir að þeir hefðu meira. En ég vil aðallega hafa eitthvað. Ég hef faktískt lítinn áhuga á peningum, ég hef hafnað vel launuðum störfum en tekið þess í stað að mér verkefni. Ég er haldinn skriffíkn á háu stigi sem yfirtekur allt annað.“ Byrjar að titra ef hann getur ekki skrifað Skriffíkn? „Það er nefnilega svo undarlegt, en þetta virðist há sumum meira en öðrum. Hún tekur yfir sjálfsbjargarviðleitnina. Hún traðkar á öllu, eins og kannski er með aðrar fíknir. Þetta virðist árátta eða þörf. Allt gert til að fjármagna fíknina. Nú verð ég að finna aðrar leiðir til þess.“ Hefurðu alltaf verið svona? „Já, því miður. Ég held að foreldrar mínir séu enn að vonast til að ég finni mér almennilega vinnu. En það held ég að sé borin von. Af hverju færðu þér ekki vinnu? „Af þeim ástæðum sem ég var að nefna, ef það líður vika án þess að ég skrifi, þá byrja ég að skjálfa. Það getur aldrei orðið nema skammtímalausn.“ Valur stígur dansinn við Berlínarbangsann.vísir/vilhelm Úthlutunarnefndir Launasjóða listamanna úthlutuðu 1720 mánaðarlaunum að þessu sinni. 251 hlaut þriggja til tólf mánaða styrk en umsóknir voru á fjórtánda hundrað. Sótt var um 11.988 mánuði þannig að ljóst er að einhverjir verða frá að hverfa með sárt ennið. „Jú, en maður náttúrlega kallar eftir einhvers konar fyrirsjáanleika. Það er erfitt að komast að og það má vera erfitt en ég veit ekki hvort það þarf að taka tuttugu ár?“ segir Valur sem hlaut minnsta mögulega styrk í fyrra. „Loksins fékk ég þrjá mánuði. Ég taldi mig vera kominn inn. En mér var sippað strax út aftur.“ Veit ekki hvað hann gerði af sér Valur fékk úthlutað í fyrsta skipti fyrir árið 2024 og þá þremur mánuðum. Hann hafði himinn höndum tekið. „Þá skrifaði ég þessa bók, Berlínarbjarma. Ég veit ekki hvað ég gerði af mér. Það dugir ekki að standa í skilum. Mér finnst þetta ætti að minnsta kosti að vera þannig að ef þú skilar góðu verki áttu að geta gengið að því sem vísu að þú haldir vinnunni. Að þú sækir um og verðir endurráðinn.“ Valur segir að það verði einhvern veginn að gera þetta aðeins öruggara starfsumhverfi en er. „Hlýtur það ekki að vera krafa að ef menn skila af sér því sem þeir voru ráðnir til séu þeir ekki reknir fyrir vikið? Er hægt að hugsa sér annað fyrirkomulag en það að sækja um sömu vinnu á hverju ári og vita aldrei hvort maður haldi henni hið næsta, hvað sem maður gerir?“ Í lagi að vera blankur í Berlín En, þrír mánuðir. Listamannalaun árið 2025 verða 560.000 krónur á mánuði. Um verktakagreiðslur er að ræða og áætlað að um á fjórða hundrað þúsund skili sér í vasa listamannsins eftir skatt. Er ekki alltaf verið að tala um hversu lág þessi upphæð er? „Aðstæður fólks eru mismunandi, sumir eiga börn og eitt og annað. Auðvitað eru ritlaun helmingur af meðallaunum en munurinn á að fá þau og ekkert er mesti munurinn sem til er.“ Þetta er dapurlegt. Til stóð að ræða bókina sem Valur var að senda frá sér en það er erfitt að hífa sig uppúr þessari gryfju. Berlín er borgin, fátæk og sexí.vísir/vilhelm Berlín hefur átt stað í hjarta þínu lengi? „Hún er fátæk en sexí, þarna hlýt ég að eiga heima. En hún er svo sem að verða dýrari. En það er í sjálfu sér allt í lagi að vera blankur í Berlín. Ekki af því að kebabið er ódýrara heldur af því að viðhorfið er öðruvísi. Ekki gagnvart manneskjunni, borgin er þess eðlis; þar er mikið af almenningsgörðum og þú getur komist af með lítið. Enda er þetta hálfgerð anarkista kommúna, skipulögð á þýskum grunni þannig að þetta funkerar allt.“ Bud Spencer-jakki besta fjárfestingin Valur kann þá list vel að gera grín að sjálfum sér. Ef gripið er af handahófi í bókina: „Ég held aftur á Bud Spencer-safnið. Jakkinn fór mér andskoti vel. Ég neyðist til að kaupa hann þótt ritlaunatímabilið sé að renna út. Ég hef svo sem alltaf litið út eins og seventís hasarhetja í yfirvigt. Kannski eins gott að vinna með það. (Bls. 311-312). Bud Spencer? „Já.“ segir Valur. „Bud Spencer fjárfesting er ein mesta fjárfestingin sem ég hef ráðist í og sé ekki eftir því. Þessum peningum var vel varið. Já, rúmlega þrjátíu þúsund krónur,“ segir Valur. Tónlist er ríkur þáttur í bókinni, hún ómar um allt, bæði í forgrunni og bakgrunni og á sinn þátt í að skapa sviðsmyndina. „Það má segja að pönkið í Þýskalandi hafi verið árhrifaríkara en það var til að mynda í Bretlandi þar sem fólk af verkalýðstétt sá enga framtíð fyrir sér. Valur býr í húsi ömmu sinnar og þarf því ekki eins mikið og þeir sem þurfa að borga af lánum eða leigja.vísir/vilhelm En í Berlín er hún hugmyndafræðilega áreiðanleg. Sumir fara í verknám, þú ert kannski að læra járnabindingar, en gleymir þér svo í tónlistinni. Engir valkostir, þú gerir það sem þér er áskipað, eina sem veitti fólki eitthvert frelsi, rokk og ról og pönkið.“ Þannig var staðan í Austur-Berlín, óbeislað pönk en Valur var líka í Vestur-Berlín. Þar bjó hann í listamannakommúnu þar sem fólki var nánast borgað fyrir að vera í borginni. Svo rann þetta saman eftir fall múrsins í einstakan kokteil. Hið ljóta leyndarmál Vals En hvernig hefur þú haft efni á því að komast af með því að gæda og fá þriggja manna listamannalaun? Hvernig býrðu? „Það er nú kannski ljóta leyndarmálið mitt. Ég bjó alltaf hjá ömmu minni. Síðan féll hún frá og þá hélt ég áfram að búa þar. Það auðvitað gerir að verkum að ýmislegt er gerlegt. Kannski má segja að ég hafi aldrei flutt að heiman.“ Valur á reyndar tvær systur en þær búa báðar í Noregi. „Þess vegna hef ég fengið að vera hérna í friði. Það skýrir, mínir hagir eru ekki eins og annarra, ég lifi handan kapítalismans, ég hef enga innkomu eða útkomu, ég lifi í peningalausu hagkerfi. Auðvitað ekki allir sem búa við slík hlunnindi, þess vegna ætti ég að komast af með hálf lágmarkslaun, hinn helmingurinn fer nú í leigu hjá mörgum eða flestum.“ Óneitanlega hljóta þetta að teljast fágæt hlunnindi? „Jú, það gerir hluti mögulega sem væru það ekki annars. En maður getur ekki lifað af því einu saman.“ Hinir forsmáðu fengu óvart sviðið Þar með erum við aftur komnir að listamannalaununum en umræða um þau hefur verið afar bæld svo ekki sé meira sagt. Hún hefur verið lamin niður af talsverðri hörku, þeir sem hafa fengið launin hafa ráðið för en þeir sem hafa mátt ríða óbættir hjá garði hafa muldrað hver í sínu horni. Nú virðist lokið hafa verið tekið af pottinum. Valur telur að þetta hljóti að hafa verið klúður ritlaunanefndar og þau má skoða í nokkrum liðum: „Í fyrsta sinn voru látnar fylgja með útskýringar. Þessar útskýringar voru stuttorðar, oft á tíðum hryssingslegar og stundum óskiljanlegar. Sökum þess hvernig ráðuneytið hélt á málum fengu hinir forsmáðu óvænt sviðið.vísir/vilhelm Ég og kunningi minn fengum báðir sömu hækuna og lögðum mismunandi skilning í hana, þótt höfnunin væri skýr. Enginn þessara umsagna bætti neitt fyrir neinn, hvort sem þær voru jákvæðar eða ekki.“ Valur segir nefndina vissulega hafa beðist afsökunar á þessum nótum sínum, sem fóru illa í margan manninn, og það ætti því að verða tekið til greina. „Í öðru lagi bárust höfnunarbréfin þrem dögum á undan verðlaunabréfunum. Þetta er í fyrsta skipti sem svo háttar. Hinir forsmáðu fengu því allt sviðið um stund á meðan vinningshöfum var gert að pukrast. Pukur með peninga er aldrei gott lúkk. Þegar svo vinningshafarnir voru gerðir heyrinkunnir vildu fæstir fagna, hafandi orðið vitni að því hvernig fór fyrir kollegunum.“ Heil kynslóð karlhöfunda þurrkuð út Þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar sem ekki gátu stillt sig um að fagna sinni úthlutun. „Jú. Flestir þeirra vottuðu samúð. Og svo í þriðja lagi er sem heil kynslóð karlkynsrithöfunda á fertugsaldri hafi verið þurrkuð út. Valur segir heila kynslóð karlkynsrithöfunda hafa verið þurrkaða út á einu bretti. Hann veit ekki hvernig það má vera.vísir/vilhelm Þetta er sérstaklega slæmt í ljósi þess að læsi ungra karlmanna er á krísustigi. Sumir af helstu höfundum sinnar kynslóðar sem eru í senn duglegir og próduktífir og færir misstu launin án sýnilegrar ástæðu. Er skrýtið að menn nenni ekki að lesa?“ Valur segir þetta örugglega bara tilviljun en svona sé þetta nú samt. Og skrítið. Halldór Armand Ásgeirsson, Jónas Reynir Gunnarsson, Dagur Hjartarson … „Og fleiri sem eru í blóma síns ferils, duglegir höfundar og vaxtandi. Sjálfum finnst mér ég vera að ná tökum á því sem ég er að gera. Og get varla farið að gera eitthvað annað núna en orkan endist ekki endalaust. Ég verð að finna leið í gegnum þetta.“ Þú gætir farið í að leika jólasvein. „Jú ,ég ætti kannski að nýta mér þá burði sem ég hef meðan þeir endast. En ég er reyndar að grennast. Hóhóhó … nei, ég held að ég myndi hljóma ógnvekjandi frekar en að peppa fólk í einhverja jólagleði.“ Höfundatal Listamannalaun Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Sjá meira
Hann er ekki að tala um nýútkomna bók sína sem ber hinn forvitnilega titil Berlínarbjarmar – langamma, David Bowie og ég. Heldur eru það listamannalaunin sem eru Vali efst í huga. Hann á erfitt með að hugsa um annað þessa dagana. Lokið hefur verið tekið af þeim potti, mikil umræða hefur farið fram um þau og sér ekki fyrir endann á því. Valur hefur áður sent frá sér sjö bækur en í Berlínarbjörmum nálgast sagnfræðingurinn borgina einstöku frá ýmsum hliðum. Borgarinnar er framtíðin segir í bókinni sem má hiklaust mæla með. Fortíðin er hins vegar við hvert fótmál. Valur segist spurður vera þýskur að einum áttunda. „Þetta er saga, frá því að múrinn fellur og talsvert fyrr. Hin raunverulega frásögn hefst hjá keisaraveldinu sem langalangafi og amma fæðast inn í. Já, einn áttundi sækir til Þýskalands. Ég er frekar skipulagður og ef ég fæ þriggja mánaða ritlaun, þá ákveð ég hvernig þetta verður. Prússneska eðlið rís upp. Ég klára verkið.“ Ættlaus maður sem vill verða rithöfundur Og þetta eru sorgirnar sem Valur er að ræða um. Hann er einn þeirra sem var forsmáður af þeirri nefnd sem úthlutar listamannalaunum að þessu sinni. „Ég læt enga nefnd stöðva mig í að skrifa. Þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt, að ég fái lítið sem ekkert úr þessum sjóði. En ég gæda á sumrin og af því hef ég lifað fram á áramót. Þriggja mánaða laun duga mér alveg í hálft ár. Valur segist ættlaus maður sem ákvað að verða rithöfundur. Þegar úthlutunarnefnd ritlauna bregst vandast málin. Honum líður eins og manni sem er að detta, það er í lagi meðan hann er enn í lausu lofti en hvað svo?vísir/vilhelm Ef þetta kerfi bregst flækjast málin. Þetta er eins og maður sem er að detta fram af húsþaki og það er í lagi, ég er ekki skollinn á jörðina enn. En það vofir yfir. Ég á hálfa milljón sem dugar mér eitthvað enn.“ Valur segir að hann sé nægjusamur en það hafi hann alltaf þurft að vera. „Ég er ættlaus maður sem ætlaði að verða rithöfundur og augljóst var að ég þyrfti að komast af með lítið. Auðvitað vildu allir að þeir hefðu meira. En ég vil aðallega hafa eitthvað. Ég hef faktískt lítinn áhuga á peningum, ég hef hafnað vel launuðum störfum en tekið þess í stað að mér verkefni. Ég er haldinn skriffíkn á háu stigi sem yfirtekur allt annað.“ Byrjar að titra ef hann getur ekki skrifað Skriffíkn? „Það er nefnilega svo undarlegt, en þetta virðist há sumum meira en öðrum. Hún tekur yfir sjálfsbjargarviðleitnina. Hún traðkar á öllu, eins og kannski er með aðrar fíknir. Þetta virðist árátta eða þörf. Allt gert til að fjármagna fíknina. Nú verð ég að finna aðrar leiðir til þess.“ Hefurðu alltaf verið svona? „Já, því miður. Ég held að foreldrar mínir séu enn að vonast til að ég finni mér almennilega vinnu. En það held ég að sé borin von. Af hverju færðu þér ekki vinnu? „Af þeim ástæðum sem ég var að nefna, ef það líður vika án þess að ég skrifi, þá byrja ég að skjálfa. Það getur aldrei orðið nema skammtímalausn.“ Valur stígur dansinn við Berlínarbangsann.vísir/vilhelm Úthlutunarnefndir Launasjóða listamanna úthlutuðu 1720 mánaðarlaunum að þessu sinni. 251 hlaut þriggja til tólf mánaða styrk en umsóknir voru á fjórtánda hundrað. Sótt var um 11.988 mánuði þannig að ljóst er að einhverjir verða frá að hverfa með sárt ennið. „Jú, en maður náttúrlega kallar eftir einhvers konar fyrirsjáanleika. Það er erfitt að komast að og það má vera erfitt en ég veit ekki hvort það þarf að taka tuttugu ár?“ segir Valur sem hlaut minnsta mögulega styrk í fyrra. „Loksins fékk ég þrjá mánuði. Ég taldi mig vera kominn inn. En mér var sippað strax út aftur.“ Veit ekki hvað hann gerði af sér Valur fékk úthlutað í fyrsta skipti fyrir árið 2024 og þá þremur mánuðum. Hann hafði himinn höndum tekið. „Þá skrifaði ég þessa bók, Berlínarbjarma. Ég veit ekki hvað ég gerði af mér. Það dugir ekki að standa í skilum. Mér finnst þetta ætti að minnsta kosti að vera þannig að ef þú skilar góðu verki áttu að geta gengið að því sem vísu að þú haldir vinnunni. Að þú sækir um og verðir endurráðinn.“ Valur segir að það verði einhvern veginn að gera þetta aðeins öruggara starfsumhverfi en er. „Hlýtur það ekki að vera krafa að ef menn skila af sér því sem þeir voru ráðnir til séu þeir ekki reknir fyrir vikið? Er hægt að hugsa sér annað fyrirkomulag en það að sækja um sömu vinnu á hverju ári og vita aldrei hvort maður haldi henni hið næsta, hvað sem maður gerir?“ Í lagi að vera blankur í Berlín En, þrír mánuðir. Listamannalaun árið 2025 verða 560.000 krónur á mánuði. Um verktakagreiðslur er að ræða og áætlað að um á fjórða hundrað þúsund skili sér í vasa listamannsins eftir skatt. Er ekki alltaf verið að tala um hversu lág þessi upphæð er? „Aðstæður fólks eru mismunandi, sumir eiga börn og eitt og annað. Auðvitað eru ritlaun helmingur af meðallaunum en munurinn á að fá þau og ekkert er mesti munurinn sem til er.“ Þetta er dapurlegt. Til stóð að ræða bókina sem Valur var að senda frá sér en það er erfitt að hífa sig uppúr þessari gryfju. Berlín er borgin, fátæk og sexí.vísir/vilhelm Berlín hefur átt stað í hjarta þínu lengi? „Hún er fátæk en sexí, þarna hlýt ég að eiga heima. En hún er svo sem að verða dýrari. En það er í sjálfu sér allt í lagi að vera blankur í Berlín. Ekki af því að kebabið er ódýrara heldur af því að viðhorfið er öðruvísi. Ekki gagnvart manneskjunni, borgin er þess eðlis; þar er mikið af almenningsgörðum og þú getur komist af með lítið. Enda er þetta hálfgerð anarkista kommúna, skipulögð á þýskum grunni þannig að þetta funkerar allt.“ Bud Spencer-jakki besta fjárfestingin Valur kann þá list vel að gera grín að sjálfum sér. Ef gripið er af handahófi í bókina: „Ég held aftur á Bud Spencer-safnið. Jakkinn fór mér andskoti vel. Ég neyðist til að kaupa hann þótt ritlaunatímabilið sé að renna út. Ég hef svo sem alltaf litið út eins og seventís hasarhetja í yfirvigt. Kannski eins gott að vinna með það. (Bls. 311-312). Bud Spencer? „Já.“ segir Valur. „Bud Spencer fjárfesting er ein mesta fjárfestingin sem ég hef ráðist í og sé ekki eftir því. Þessum peningum var vel varið. Já, rúmlega þrjátíu þúsund krónur,“ segir Valur. Tónlist er ríkur þáttur í bókinni, hún ómar um allt, bæði í forgrunni og bakgrunni og á sinn þátt í að skapa sviðsmyndina. „Það má segja að pönkið í Þýskalandi hafi verið árhrifaríkara en það var til að mynda í Bretlandi þar sem fólk af verkalýðstétt sá enga framtíð fyrir sér. Valur býr í húsi ömmu sinnar og þarf því ekki eins mikið og þeir sem þurfa að borga af lánum eða leigja.vísir/vilhelm En í Berlín er hún hugmyndafræðilega áreiðanleg. Sumir fara í verknám, þú ert kannski að læra járnabindingar, en gleymir þér svo í tónlistinni. Engir valkostir, þú gerir það sem þér er áskipað, eina sem veitti fólki eitthvert frelsi, rokk og ról og pönkið.“ Þannig var staðan í Austur-Berlín, óbeislað pönk en Valur var líka í Vestur-Berlín. Þar bjó hann í listamannakommúnu þar sem fólki var nánast borgað fyrir að vera í borginni. Svo rann þetta saman eftir fall múrsins í einstakan kokteil. Hið ljóta leyndarmál Vals En hvernig hefur þú haft efni á því að komast af með því að gæda og fá þriggja manna listamannalaun? Hvernig býrðu? „Það er nú kannski ljóta leyndarmálið mitt. Ég bjó alltaf hjá ömmu minni. Síðan féll hún frá og þá hélt ég áfram að búa þar. Það auðvitað gerir að verkum að ýmislegt er gerlegt. Kannski má segja að ég hafi aldrei flutt að heiman.“ Valur á reyndar tvær systur en þær búa báðar í Noregi. „Þess vegna hef ég fengið að vera hérna í friði. Það skýrir, mínir hagir eru ekki eins og annarra, ég lifi handan kapítalismans, ég hef enga innkomu eða útkomu, ég lifi í peningalausu hagkerfi. Auðvitað ekki allir sem búa við slík hlunnindi, þess vegna ætti ég að komast af með hálf lágmarkslaun, hinn helmingurinn fer nú í leigu hjá mörgum eða flestum.“ Óneitanlega hljóta þetta að teljast fágæt hlunnindi? „Jú, það gerir hluti mögulega sem væru það ekki annars. En maður getur ekki lifað af því einu saman.“ Hinir forsmáðu fengu óvart sviðið Þar með erum við aftur komnir að listamannalaununum en umræða um þau hefur verið afar bæld svo ekki sé meira sagt. Hún hefur verið lamin niður af talsverðri hörku, þeir sem hafa fengið launin hafa ráðið för en þeir sem hafa mátt ríða óbættir hjá garði hafa muldrað hver í sínu horni. Nú virðist lokið hafa verið tekið af pottinum. Valur telur að þetta hljóti að hafa verið klúður ritlaunanefndar og þau má skoða í nokkrum liðum: „Í fyrsta sinn voru látnar fylgja með útskýringar. Þessar útskýringar voru stuttorðar, oft á tíðum hryssingslegar og stundum óskiljanlegar. Sökum þess hvernig ráðuneytið hélt á málum fengu hinir forsmáðu óvænt sviðið.vísir/vilhelm Ég og kunningi minn fengum báðir sömu hækuna og lögðum mismunandi skilning í hana, þótt höfnunin væri skýr. Enginn þessara umsagna bætti neitt fyrir neinn, hvort sem þær voru jákvæðar eða ekki.“ Valur segir nefndina vissulega hafa beðist afsökunar á þessum nótum sínum, sem fóru illa í margan manninn, og það ætti því að verða tekið til greina. „Í öðru lagi bárust höfnunarbréfin þrem dögum á undan verðlaunabréfunum. Þetta er í fyrsta skipti sem svo háttar. Hinir forsmáðu fengu því allt sviðið um stund á meðan vinningshöfum var gert að pukrast. Pukur með peninga er aldrei gott lúkk. Þegar svo vinningshafarnir voru gerðir heyrinkunnir vildu fæstir fagna, hafandi orðið vitni að því hvernig fór fyrir kollegunum.“ Heil kynslóð karlhöfunda þurrkuð út Þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar sem ekki gátu stillt sig um að fagna sinni úthlutun. „Jú. Flestir þeirra vottuðu samúð. Og svo í þriðja lagi er sem heil kynslóð karlkynsrithöfunda á fertugsaldri hafi verið þurrkuð út. Valur segir heila kynslóð karlkynsrithöfunda hafa verið þurrkaða út á einu bretti. Hann veit ekki hvernig það má vera.vísir/vilhelm Þetta er sérstaklega slæmt í ljósi þess að læsi ungra karlmanna er á krísustigi. Sumir af helstu höfundum sinnar kynslóðar sem eru í senn duglegir og próduktífir og færir misstu launin án sýnilegrar ástæðu. Er skrýtið að menn nenni ekki að lesa?“ Valur segir þetta örugglega bara tilviljun en svona sé þetta nú samt. Og skrítið. Halldór Armand Ásgeirsson, Jónas Reynir Gunnarsson, Dagur Hjartarson … „Og fleiri sem eru í blóma síns ferils, duglegir höfundar og vaxtandi. Sjálfum finnst mér ég vera að ná tökum á því sem ég er að gera. Og get varla farið að gera eitthvað annað núna en orkan endist ekki endalaust. Ég verð að finna leið í gegnum þetta.“ Þú gætir farið í að leika jólasvein. „Jú ,ég ætti kannski að nýta mér þá burði sem ég hef meðan þeir endast. En ég er reyndar að grennast. Hóhóhó … nei, ég held að ég myndi hljóma ógnvekjandi frekar en að peppa fólk í einhverja jólagleði.“
Höfundatal Listamannalaun Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Sjá meira