Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2024 22:43 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar marki í kvöld. Hún skoraði fernu þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Getty/Boris Streubel Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fernu í Meistaradeildinni í kvöld þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í útsláttarkeppni keppninnar. Sveindís var að sjálfsögðu tekin í viðtal á miðlum Wolfsburg eftir leikinn. Hún varð reyndar hálfvandræðaleg því áhorfendur fögnuðu henni mikið þegar hún kom í viðtalið. Það var líka full ástæða fyrir því. Sveindís kom ekki inn á völlinn fyrr en á 66. mínútu en tókst samt að skora fjögur mörk, fyrst íslenskra karla eða kvenna í Meistaradeildinni. Sveindís kom auðvitað með boltann með sér í viðtalið en hvað ætlar hún að gera með hann? „Ég ætla að láta allar stelpurnar í liðinu skrifa á boltann. Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi. Það verður alla vegna mjög langt þangað til að ég gleymi þessum leik,“ sagði Sveindís Jane skælbrosandi eftir leikinn. „Það er alltaf hættulegt að vera bara 1-0 yfir því þá geta þær jafnað ef þú gerir ein mistök. Það var gott að komast aftur 2-1 yfir því það gaf okkur sjálfstraust. Það var síðan virkilega gott að komast í 3-1,“ sagði Sveindís en hún skoraði þriðja markið. „Við héldum áfram og þær brotnuðu svolítið við þriðja markið. Við vorum svo agressífar og vildum þetta meira en þær,“ sagði Sveindís sem skoraði fernu á rúmum hálftíma. Wolfsburg tryggði sér með þessum sigri sæti í átta liða úrslitunum með þessum sigri. Hvernig hljómar það að vera komin áfram í útsláttarkeppnina? „Það hljómar stórkostlega í mínum eyrum. Það er það sem við vildum og við viljum komast sem lengst í þessari keppni. Roma er með frábært lið og það er svekkkandi fyrir þær að komast ekki áfram en við vildum þetta bara meira,“ sagði Sveindís. „Við erum mjög ánægðar með þennan sigur,“ sagði Sveindís. Það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=aWBtpOnrFHk">watch on YouTube</a> Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Baráttan um HM-gullskóinn: Kane leiðir með tveimur mörkum Fótbolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi Golf Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Sveindís var að sjálfsögðu tekin í viðtal á miðlum Wolfsburg eftir leikinn. Hún varð reyndar hálfvandræðaleg því áhorfendur fögnuðu henni mikið þegar hún kom í viðtalið. Það var líka full ástæða fyrir því. Sveindís kom ekki inn á völlinn fyrr en á 66. mínútu en tókst samt að skora fjögur mörk, fyrst íslenskra karla eða kvenna í Meistaradeildinni. Sveindís kom auðvitað með boltann með sér í viðtalið en hvað ætlar hún að gera með hann? „Ég ætla að láta allar stelpurnar í liðinu skrifa á boltann. Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi. Það verður alla vegna mjög langt þangað til að ég gleymi þessum leik,“ sagði Sveindís Jane skælbrosandi eftir leikinn. „Það er alltaf hættulegt að vera bara 1-0 yfir því þá geta þær jafnað ef þú gerir ein mistök. Það var gott að komast aftur 2-1 yfir því það gaf okkur sjálfstraust. Það var síðan virkilega gott að komast í 3-1,“ sagði Sveindís en hún skoraði þriðja markið. „Við héldum áfram og þær brotnuðu svolítið við þriðja markið. Við vorum svo agressífar og vildum þetta meira en þær,“ sagði Sveindís sem skoraði fernu á rúmum hálftíma. Wolfsburg tryggði sér með þessum sigri sæti í átta liða úrslitunum með þessum sigri. Hvernig hljómar það að vera komin áfram í útsláttarkeppnina? „Það hljómar stórkostlega í mínum eyrum. Það er það sem við vildum og við viljum komast sem lengst í þessari keppni. Roma er með frábært lið og það er svekkkandi fyrir þær að komast ekki áfram en við vildum þetta bara meira,“ sagði Sveindís. „Við erum mjög ánægðar með þennan sigur,“ sagði Sveindís. Það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=aWBtpOnrFHk">watch on YouTube</a>
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Baráttan um HM-gullskóinn: Kane leiðir með tveimur mörkum Fótbolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi Golf Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn