Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2024 19:36 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar hér öðru marka sinna í kvöld en þetta voru fyrstu mörkin hennar í Meistaradeildinni á tímabilinu. Getty/Maja Hitij Sveindís Jane Jónsdóttir átti frábæra innkomu sem varamaður í kvöld og skoraði fernu í mjög mikilvægum sigri Wolfsburg í Meistaradeild kvenna í fótbolta Wolfsburg vann 6-1 heimasigur á ítalska liðinu Roma en þær ítölsku höfðu unnið fyrri leik liðanna. Eftir þennan mikilvæga sigur þá er Wolfsburg með níu stig í öðru sætinu, þremur stigum á undan Roma. Lyon vann 6-0 sigur á Galatasaray í kvöld og er með fullt hús í toppsætinu. Alexandra Popp kom Wolfsburg í 1-0 á sjöttu mínútu en Valentina Giacinti jafnaði metin á 56. mínútu. Lineth Beerensteyn skoraði eftir stoðsendingu Popp á 65. mínútu en fór svo af velli fyrir okkar konu. Sveindís Jane þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum en kom inn á völlinn á 66. mínútu. Innan við tveimur mínútum síðar var hún búin að kom Wolfsburg í 3-1. Áður hafði hún lagt upp færi fyrir Popp og það er þvi óhætt að segja að hún hafi komið með miklum krafti inn í leikinn. Sveindís skoraði síðan fjórða markið á 85. mínútu eftir stoðsendingu frá Svenju Huth. Íslenska landsliðskonan var ekki hætt því hún skoraði sitt þriðja mark á 89. mínútu og nú eftir stoðsendingu frá Rebecku Blomqvist. Fernan var síðan innsigluð í uppbótatíma leiksins eftir sendingu frá Vivien Endemann. Þvílík frammistaða hjá okkar konu. Fjögur mörk á aðeins 34 mínútum og hún skapaði einnig þrjú færi fyrir liðsfélaga sína. Þetta voru fyrstu mörk Sveindísar í Meistaradeildinni á þessu tímabili og hennar fyrstu mörk í Meistaradeildinni síðan í apríl 2023. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Sjá meira
Wolfsburg vann 6-1 heimasigur á ítalska liðinu Roma en þær ítölsku höfðu unnið fyrri leik liðanna. Eftir þennan mikilvæga sigur þá er Wolfsburg með níu stig í öðru sætinu, þremur stigum á undan Roma. Lyon vann 6-0 sigur á Galatasaray í kvöld og er með fullt hús í toppsætinu. Alexandra Popp kom Wolfsburg í 1-0 á sjöttu mínútu en Valentina Giacinti jafnaði metin á 56. mínútu. Lineth Beerensteyn skoraði eftir stoðsendingu Popp á 65. mínútu en fór svo af velli fyrir okkar konu. Sveindís Jane þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum en kom inn á völlinn á 66. mínútu. Innan við tveimur mínútum síðar var hún búin að kom Wolfsburg í 3-1. Áður hafði hún lagt upp færi fyrir Popp og það er þvi óhætt að segja að hún hafi komið með miklum krafti inn í leikinn. Sveindís skoraði síðan fjórða markið á 85. mínútu eftir stoðsendingu frá Svenju Huth. Íslenska landsliðskonan var ekki hætt því hún skoraði sitt þriðja mark á 89. mínútu og nú eftir stoðsendingu frá Rebecku Blomqvist. Fernan var síðan innsigluð í uppbótatíma leiksins eftir sendingu frá Vivien Endemann. Þvílík frammistaða hjá okkar konu. Fjögur mörk á aðeins 34 mínútum og hún skapaði einnig þrjú færi fyrir liðsfélaga sína. Þetta voru fyrstu mörk Sveindísar í Meistaradeildinni á þessu tímabili og hennar fyrstu mörk í Meistaradeildinni síðan í apríl 2023.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Sjá meira