Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Valur Páll Eiríksson skrifar 11. desember 2024 14:32 Sædís Rún hafði miklu að fagna á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku. Vísir/Stöð 2 Sædís Rún Heiðarsdóttir náði þeim merka áfanga að verða bæði Noregsmeistari og bikarmeistari með félagi sínu Vålerenga á hennar fyrsta ári með norska liðinu. Sædís er tvítug og uppalin í Ólafsvík en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2020 þar sem hún lék í þrjú tímabil. Vålerenga var orðið meistari þegar þrjár umferðir voru eftir af norsku deildinni en liðið landaði svo bikarmeistaratitlinum í nóvember eftir 1-0 sigur á Rosenborg í úrslitum. „Tilfinningin er góð, það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Sædís aðspurð um hvernig það sé að vera tvöfaldur meistari. En hvernig var tímabilið? „Heilt yfir mjög gott og kannski frekar stabílt. Það var ekki mikið um sveiflur hjá okkar liði. Það var kannski það sem gerði okkur kleift að vera komnar með þetta tiltölulega snemma í hendurnar. Ég held að það sé mjög jákvætt fyrir okkur og eitthvað sem við munum klárlega nýta okkur inn í næsta tímabil,“ segir Sædís. Markmiðin hafi þá verið skýr fyrir leiktíðina. „Ég man eftir einhverjum fundi sem við settumst á í febrúar þar sem við vorum einhverja æfingaleiki í Svíþjóð. Ég held að sá fundur hafi tekið rúmar sjö mínútur þar sem var: Við vinnum deildina, við vinnum bikarinn og svo ætlum að komast ákveðið langt í Meistaradeildinni. Ég held það hafi verið mjög skýrt frá upphafi og fínt að það allt náðist,“ segir Sædís sem fékk örsnöggt frí hér á landi í síðustu viku en býr sig nú undir leiki við Arsenal og Juventus í lokaleikjum Vålerenga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Aðlögun hefur gengið vel á nýjum stað í Osló. „Eitthvað sem maður hefur unnið að mjög lengi. Þetta er smá eins og maður bjóst við, þetta er auðvitað erfitt á tímum þar sem maður er einn sem getur verið krefjandi. En þetta er það sem maður hefur unnið að og þegar það er komið getur maður ekki verið að kvarta,“ segir Sædís. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Norski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Sjá meira
Sædís er tvítug og uppalin í Ólafsvík en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2020 þar sem hún lék í þrjú tímabil. Vålerenga var orðið meistari þegar þrjár umferðir voru eftir af norsku deildinni en liðið landaði svo bikarmeistaratitlinum í nóvember eftir 1-0 sigur á Rosenborg í úrslitum. „Tilfinningin er góð, það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Sædís aðspurð um hvernig það sé að vera tvöfaldur meistari. En hvernig var tímabilið? „Heilt yfir mjög gott og kannski frekar stabílt. Það var ekki mikið um sveiflur hjá okkar liði. Það var kannski það sem gerði okkur kleift að vera komnar með þetta tiltölulega snemma í hendurnar. Ég held að það sé mjög jákvætt fyrir okkur og eitthvað sem við munum klárlega nýta okkur inn í næsta tímabil,“ segir Sædís. Markmiðin hafi þá verið skýr fyrir leiktíðina. „Ég man eftir einhverjum fundi sem við settumst á í febrúar þar sem við vorum einhverja æfingaleiki í Svíþjóð. Ég held að sá fundur hafi tekið rúmar sjö mínútur þar sem var: Við vinnum deildina, við vinnum bikarinn og svo ætlum að komast ákveðið langt í Meistaradeildinni. Ég held það hafi verið mjög skýrt frá upphafi og fínt að það allt náðist,“ segir Sædís sem fékk örsnöggt frí hér á landi í síðustu viku en býr sig nú undir leiki við Arsenal og Juventus í lokaleikjum Vålerenga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Aðlögun hefur gengið vel á nýjum stað í Osló. „Eitthvað sem maður hefur unnið að mjög lengi. Þetta er smá eins og maður bjóst við, þetta er auðvitað erfitt á tímum þar sem maður er einn sem getur verið krefjandi. En þetta er það sem maður hefur unnið að og þegar það er komið getur maður ekki verið að kvarta,“ segir Sædís. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Norski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Sjá meira