Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Valur Páll Eiríksson skrifar 11. desember 2024 14:32 Sædís Rún hafði miklu að fagna á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku. Vísir/Stöð 2 Sædís Rún Heiðarsdóttir náði þeim merka áfanga að verða bæði Noregsmeistari og bikarmeistari með félagi sínu Vålerenga á hennar fyrsta ári með norska liðinu. Sædís er tvítug og uppalin í Ólafsvík en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2020 þar sem hún lék í þrjú tímabil. Vålerenga var orðið meistari þegar þrjár umferðir voru eftir af norsku deildinni en liðið landaði svo bikarmeistaratitlinum í nóvember eftir 1-0 sigur á Rosenborg í úrslitum. „Tilfinningin er góð, það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Sædís aðspurð um hvernig það sé að vera tvöfaldur meistari. En hvernig var tímabilið? „Heilt yfir mjög gott og kannski frekar stabílt. Það var ekki mikið um sveiflur hjá okkar liði. Það var kannski það sem gerði okkur kleift að vera komnar með þetta tiltölulega snemma í hendurnar. Ég held að það sé mjög jákvætt fyrir okkur og eitthvað sem við munum klárlega nýta okkur inn í næsta tímabil,“ segir Sædís. Markmiðin hafi þá verið skýr fyrir leiktíðina. „Ég man eftir einhverjum fundi sem við settumst á í febrúar þar sem við vorum einhverja æfingaleiki í Svíþjóð. Ég held að sá fundur hafi tekið rúmar sjö mínútur þar sem var: Við vinnum deildina, við vinnum bikarinn og svo ætlum að komast ákveðið langt í Meistaradeildinni. Ég held það hafi verið mjög skýrt frá upphafi og fínt að það allt náðist,“ segir Sædís sem fékk örsnöggt frí hér á landi í síðustu viku en býr sig nú undir leiki við Arsenal og Juventus í lokaleikjum Vålerenga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Aðlögun hefur gengið vel á nýjum stað í Osló. „Eitthvað sem maður hefur unnið að mjög lengi. Þetta er smá eins og maður bjóst við, þetta er auðvitað erfitt á tímum þar sem maður er einn sem getur verið krefjandi. En þetta er það sem maður hefur unnið að og þegar það er komið getur maður ekki verið að kvarta,“ segir Sædís. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Norski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Sædís er tvítug og uppalin í Ólafsvík en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2020 þar sem hún lék í þrjú tímabil. Vålerenga var orðið meistari þegar þrjár umferðir voru eftir af norsku deildinni en liðið landaði svo bikarmeistaratitlinum í nóvember eftir 1-0 sigur á Rosenborg í úrslitum. „Tilfinningin er góð, það er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Sædís aðspurð um hvernig það sé að vera tvöfaldur meistari. En hvernig var tímabilið? „Heilt yfir mjög gott og kannski frekar stabílt. Það var ekki mikið um sveiflur hjá okkar liði. Það var kannski það sem gerði okkur kleift að vera komnar með þetta tiltölulega snemma í hendurnar. Ég held að það sé mjög jákvætt fyrir okkur og eitthvað sem við munum klárlega nýta okkur inn í næsta tímabil,“ segir Sædís. Markmiðin hafi þá verið skýr fyrir leiktíðina. „Ég man eftir einhverjum fundi sem við settumst á í febrúar þar sem við vorum einhverja æfingaleiki í Svíþjóð. Ég held að sá fundur hafi tekið rúmar sjö mínútur þar sem var: Við vinnum deildina, við vinnum bikarinn og svo ætlum að komast ákveðið langt í Meistaradeildinni. Ég held það hafi verið mjög skýrt frá upphafi og fínt að það allt náðist,“ segir Sædís sem fékk örsnöggt frí hér á landi í síðustu viku en býr sig nú undir leiki við Arsenal og Juventus í lokaleikjum Vålerenga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Aðlögun hefur gengið vel á nýjum stað í Osló. „Eitthvað sem maður hefur unnið að mjög lengi. Þetta er smá eins og maður bjóst við, þetta er auðvitað erfitt á tímum þar sem maður er einn sem getur verið krefjandi. En þetta er það sem maður hefur unnið að og þegar það er komið getur maður ekki verið að kvarta,“ segir Sædís. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Norski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira