„Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. desember 2024 13:48 Hannes Þór hefur svo margt fyrir stafni að Leynilögga 2 hefur þurft að bíða en nú stefnir í að verkefnið fari af stað fyrir alvöru. Vísir Hannes Þór Halldórsson leikstjóri segist lengi hafa haft þann draum um að gera leikna heimildarþætti um gerð bíómyndarinnar Leynilöggu 2 og fara svo beint í að gera Leynilöggu 3. Líklega verði það ekki raunin enda hefur Hannes í nógu að snúast en stefnan er samt sett á að gera framhald af vinsælu myndinni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í kvikmynda- og sjónvarpshlaðvarpinu Tveir á toppnum. Hannes er einn öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins en hann stendur að baki tveimur vinsælustu þáttum landsins þessa dagana, þáttunum um strákasveitina Iceguys og Bannað að hlæja með Auðunni Blöndal. Innblásturinn frá Klovn og Curb your Enthusiasm Í þættinum ræðir Hannes meðal annars aðdáun sína á leiknum þáttum í heimildarþáttastíl, líkt og Klovn og Curb your Enthusiasm. Hann hafi sótt mikið þangað þegar hann leikstýrði Iceguys en líkt og alþjóð veit leikstýrði Hannes kvikmyndinni Leynilöggu sem sló í gegn þegar hún kom út árið 2021. „Stóra planið eftir Leynilöggu var að gera sjónvarpsseríu sem héti Leynilögga 2 þar sem væri verið að skjóta Leynilöggu 2 og við sæjum hana svona óbeint í gegnum behind the scenes tökur og svo yrði Leynilöggu 2 hent og svo myndum við fara og gera Leynilöggu 3 þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3 og svo sjónvarpsþættir á milli um gerð Leynilöggu 2.“ Ekki fékkst fjármagn í verkið auk þess sem Hannes hefur haft nægum hnöppum að hneppa vegna Iceguys, Bannað að hlæja og annarra verkefna. Hann segir að nú standi til að gera Leynilöggu 2 og er verkefnið komið eitthvað áleiðis. „Við erum komnir aðeins áleiðis og þetta er á to-do listanum. Það er alltaf eitthvað að þvælast fyrir, nú er ég búinn að gera tvær seríur af Iceguys sem ég var ekki að reikna með, það tekur bara tíma. Egill er alltaf að pressa á mig, við ætlum að taka helgi þar sem við lokum okkur af og klárum handritið. Það er á to-do listanum. Það verður þá bíómynd.“ Hannes segist þó sjá eftir heimildaþáttahugmyndinni. „Hversu kúl hefði verið ef það væru bara til tvær myndir? Bara Leynilögga 1 og 3 og í miðjunni gerðist fullt af einhverju dóti en við skautum bara yfir það, byrjum bara á 3 þar sem 2 hafði endað. Mér fannst þetta alveg stórkostlegt.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Áður óséð efni frá gerð Leynilöggu Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd sem besta gamanmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem fram fara í Hörpu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er tilnefnd í þessum flokki. 10. desember 2022 14:52 „Þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn“ Hannes Þór Halldórsson er líklega besti markvörður Íslandssögunnar. Hannes leikstýrir kvikmyndinni Leynilögga sem frumsýnd var á dögunum og er það fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. 4. nóvember 2021 11:30 Byrjaðir að vinna að Leynilöggu 2 Leynilögga 2 gæti orðið jólamynd ársins 2024. Aðstandendur myndarinnar hafa sest niður og hafið vinnslu á verkefninu. 22. nóvember 2022 21:39 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í kvikmynda- og sjónvarpshlaðvarpinu Tveir á toppnum. Hannes er einn öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins en hann stendur að baki tveimur vinsælustu þáttum landsins þessa dagana, þáttunum um strákasveitina Iceguys og Bannað að hlæja með Auðunni Blöndal. Innblásturinn frá Klovn og Curb your Enthusiasm Í þættinum ræðir Hannes meðal annars aðdáun sína á leiknum þáttum í heimildarþáttastíl, líkt og Klovn og Curb your Enthusiasm. Hann hafi sótt mikið þangað þegar hann leikstýrði Iceguys en líkt og alþjóð veit leikstýrði Hannes kvikmyndinni Leynilöggu sem sló í gegn þegar hún kom út árið 2021. „Stóra planið eftir Leynilöggu var að gera sjónvarpsseríu sem héti Leynilögga 2 þar sem væri verið að skjóta Leynilöggu 2 og við sæjum hana svona óbeint í gegnum behind the scenes tökur og svo yrði Leynilöggu 2 hent og svo myndum við fara og gera Leynilöggu 3 þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3 og svo sjónvarpsþættir á milli um gerð Leynilöggu 2.“ Ekki fékkst fjármagn í verkið auk þess sem Hannes hefur haft nægum hnöppum að hneppa vegna Iceguys, Bannað að hlæja og annarra verkefna. Hann segir að nú standi til að gera Leynilöggu 2 og er verkefnið komið eitthvað áleiðis. „Við erum komnir aðeins áleiðis og þetta er á to-do listanum. Það er alltaf eitthvað að þvælast fyrir, nú er ég búinn að gera tvær seríur af Iceguys sem ég var ekki að reikna með, það tekur bara tíma. Egill er alltaf að pressa á mig, við ætlum að taka helgi þar sem við lokum okkur af og klárum handritið. Það er á to-do listanum. Það verður þá bíómynd.“ Hannes segist þó sjá eftir heimildaþáttahugmyndinni. „Hversu kúl hefði verið ef það væru bara til tvær myndir? Bara Leynilögga 1 og 3 og í miðjunni gerðist fullt af einhverju dóti en við skautum bara yfir það, byrjum bara á 3 þar sem 2 hafði endað. Mér fannst þetta alveg stórkostlegt.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Áður óséð efni frá gerð Leynilöggu Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd sem besta gamanmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem fram fara í Hörpu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er tilnefnd í þessum flokki. 10. desember 2022 14:52 „Þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn“ Hannes Þór Halldórsson er líklega besti markvörður Íslandssögunnar. Hannes leikstýrir kvikmyndinni Leynilögga sem frumsýnd var á dögunum og er það fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. 4. nóvember 2021 11:30 Byrjaðir að vinna að Leynilöggu 2 Leynilögga 2 gæti orðið jólamynd ársins 2024. Aðstandendur myndarinnar hafa sest niður og hafið vinnslu á verkefninu. 22. nóvember 2022 21:39 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Áður óséð efni frá gerð Leynilöggu Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd sem besta gamanmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem fram fara í Hörpu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er tilnefnd í þessum flokki. 10. desember 2022 14:52
„Þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn“ Hannes Þór Halldórsson er líklega besti markvörður Íslandssögunnar. Hannes leikstýrir kvikmyndinni Leynilögga sem frumsýnd var á dögunum og er það fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. 4. nóvember 2021 11:30
Byrjaðir að vinna að Leynilöggu 2 Leynilögga 2 gæti orðið jólamynd ársins 2024. Aðstandendur myndarinnar hafa sest niður og hafið vinnslu á verkefninu. 22. nóvember 2022 21:39