Þetta er í fyrsta sinn sem McLaren verður heimsmeistari bílasmiða síðan 1998. Liðið fékk 666 stig, fjórtán stigum meira en Ferrari.
Ökumenn Ferrari, þeir Carlos Sainz og Charles Leclerc, enduðu í 2. og 3. sæti í keppni dagsins. Norris leiddi allan tímann og vann sinn fjórða sigur á tímabilinu.
Lewis Hamilton endaði í 4. sæti í sinni síðustu keppni fyrir Mercedes en hann færir sig nú um set til Ferrari.
Heimsmeistarinn Max Verstappen varð sjötti í keppni dagsins. Hann fékk 437 stig í keppni ökuþóra en Norris kom næstur með 374. Leclerc varð þriðji og samherji Norris hjá McLaren, Oscar Piastri, fjórði. Hamilton endaði í 7. sæti á sínu síðasta tímabili hjá Mercedes.