„Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. desember 2024 13:08 Á myndinni má sjá einn uppreisnarmannanna láta fara vel um sig á skrifstofu í forsetahöllinni eftir að sýrlenska stjórnin féll. AP Photo/Omar Sanadiki Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum við Háskóla Íslands segir erfitt að segja til um á þessari stundu hvaða þýðingu nýjustu vendingar hafa fyrir stöðuna í Sýrlandi. Líkt og fram hefur komið hefur stjórn landsins hröklast frá völdum eftir skyndiárás uppreisnarmanna sem batt enda á fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. „Við þurfum að sjá betur nákvæmlega hvaða hópar þetta eru og hvað þeir ætla sér að gera. Þannig að þetta eru augljóslega stór tímamót, Assad hefur verið þarna við völd í ein 24 ár og hefur auðvitað haft gríðarlega mikil áhrif á allt samfélagið. En við þurfum aðeins að bíða og sjá hverju vindur fram næstu daga,“ segir Þórir. Hlutirnir hafa gerst hratt undanfarna sólarhringa í Sýrlandi og ekki síst í nótt og í morgun þegar því var lýst yfir að uppreisnarmenn hafi steypt forsetanum Bashar Assad af stóli. Ekki liggur fyrir hvar Assad er niður kominn en hann er sagður hafa flúið land. Aðspurður segir Þórir ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvort Assad eigi afturkvæmt, en það sé alveg ljóst að hann hafi tapað miklum stuðningi að undanförnu sem hafi veikt stöðu hans. „Hann er náttúrlega búinn að missa heilmikinn stuðning. Eins og hefur komið fram þá hafa Rússar, sem hafa verið miklir stuðningsmenn hans, verið önnum kafnir á öðrum vígstöðvum. Íranir hafa stutt Assad líka og Hezbollah, og eins og við höfum séð undanfarnar vikur og mánuði þá er þeirra stuðningur hann hefur veikst gríðarlega mikið og það hlýtur að vera einhvers konar lykilatriði í þessu öllu saman og varðandi tímasetninguna líka,“ útskýrir Þórir. „Það er ennþá verið að geta sér til um hvar Assad sjálfur er staddur, hvort hann er í Damaskus eða hvort hann sé farinn. En ég held að það sé ómögulegt að spá eitthvað fyrir um það í rauninni.“ Er hægt að segja til um á þessum tímapunkti hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólkið í landinu og fyrir stöðuna í Mið-Austurlöndum almennt? „Það er allt of snemmt að segja til um það. Við vitum að Assad hefur verið umdeildur, svo ekki sé meira sagt, og það eru einhverjir sem fagna þessu og einhverjir sem syrgja það að hann sé ekki lengur við völd. En við þurfum bara að sjá,“ segir Þórir. Sýrland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
„Við þurfum að sjá betur nákvæmlega hvaða hópar þetta eru og hvað þeir ætla sér að gera. Þannig að þetta eru augljóslega stór tímamót, Assad hefur verið þarna við völd í ein 24 ár og hefur auðvitað haft gríðarlega mikil áhrif á allt samfélagið. En við þurfum aðeins að bíða og sjá hverju vindur fram næstu daga,“ segir Þórir. Hlutirnir hafa gerst hratt undanfarna sólarhringa í Sýrlandi og ekki síst í nótt og í morgun þegar því var lýst yfir að uppreisnarmenn hafi steypt forsetanum Bashar Assad af stóli. Ekki liggur fyrir hvar Assad er niður kominn en hann er sagður hafa flúið land. Aðspurður segir Þórir ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvort Assad eigi afturkvæmt, en það sé alveg ljóst að hann hafi tapað miklum stuðningi að undanförnu sem hafi veikt stöðu hans. „Hann er náttúrlega búinn að missa heilmikinn stuðning. Eins og hefur komið fram þá hafa Rússar, sem hafa verið miklir stuðningsmenn hans, verið önnum kafnir á öðrum vígstöðvum. Íranir hafa stutt Assad líka og Hezbollah, og eins og við höfum séð undanfarnar vikur og mánuði þá er þeirra stuðningur hann hefur veikst gríðarlega mikið og það hlýtur að vera einhvers konar lykilatriði í þessu öllu saman og varðandi tímasetninguna líka,“ útskýrir Þórir. „Það er ennþá verið að geta sér til um hvar Assad sjálfur er staddur, hvort hann er í Damaskus eða hvort hann sé farinn. En ég held að það sé ómögulegt að spá eitthvað fyrir um það í rauninni.“ Er hægt að segja til um á þessum tímapunkti hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólkið í landinu og fyrir stöðuna í Mið-Austurlöndum almennt? „Það er allt of snemmt að segja til um það. Við vitum að Assad hefur verið umdeildur, svo ekki sé meira sagt, og það eru einhverjir sem fagna þessu og einhverjir sem syrgja það að hann sé ekki lengur við völd. En við þurfum bara að sjá,“ segir Þórir.
Sýrland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira