Hákon, sem er nýkominn til baka eftir meiðsli, fékk tækifæri í byrjunarliði Lille og nýtti það heldur betur vel.
Mínútu fyrir hálfleik skoraði Skagamaðurinn og kom Lille í 2-0 eftir sendingu frá Jonathan David. Þetta var fyrsta mark Hákons á tímabilinu.
45' I ⚜️ 2-0 🏴☠️
— LOSC (@LOSC_EN) December 6, 2024
GOAL!!! Hakon Haraldsson makes it 2-0! 😍#LOSCSB29 pic.twitter.com/i9xCqagfGm
David var í miklu stuði í leiknum í kvöld en hann skoraði fyrsta og þriðja mark Lille. Hann er markahæstur í frönsku úrvalsdeildinni með ellefu mörk.
Lille er í 3. sæti deildarinnar með 26 stig eftir fjórtán leiki.