Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Forlagið 11. desember 2024 08:54 Ófeigur Sigurðsson hefur löngu sannað sig sem einn áhugaverðasti rithöfundur á Íslandi samtímans. Nýjasta skáldsaga hans ber heitið Skrípið. Mynd/Gassi. Ófeigur Sigurðsson snýr aftur með nýja og heillandi skáldsögu sem ber heitið Skrípið. Um er að ræða óviðjafnanlega frásögn sem togar Kóvid-samfélagið og samtímann sundur og saman í vel súru gríni, skarpri gagnrýni og djúphugsaðri rómantískri sýn á mátt listarinnar í kaldranalegum og öfgakenndum heimi sem blygðast sín ekki í þeim hamförum sem hann hefur kallað yfir sig. Ófeigur Sigurðsson hefur löngu sannað sig sem einn áhugaverðasti rithöfundur á Íslandi samtímans og í Skrípinu birtist hann lesendum sínum í miklu stuði. Söguþráður skáldsögunnar er frumlegur og skemmtilegur eins og vænta má frá Ófeigi. Ónefndur Vestur-Íslendingur, tónskáld og hljóðfæramógúll, heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu í febrúar árið 2020, þar sem hann beitir nýstárlegri tækni svo hinn látni píanóleikari, bandarísk-rússneski stórmeistari Horowitz, geti endurflutt tónleika frá Ríkistónlistarskólanum í Moskvu árið 1986. Tónleikarnir gera stormandi lukku og tónskáldið leggur drög að tónleikaferðalagi með heilmyndar-Horowitz; hyggst koma við á helstu tónlistarhúsum í Evrópu en enda leikinn í Jerúsalem. Yfirlýst markmið ferðalagsins er að stuðla að friði í heiminum með tónlist og samræðu í anda Barenboim-Said lausnarinnar. Þegar Kóvid-faraldurinn brestur á fara plönin út um þúfur og tónskáldið festist í bikverksmiðju í Borgerhout-hverfinu í Antwerpen í Belgíu. Þar greinir hann frá undirbúningi tónleikanna og aðdraganda, lífi sínu og störfum, æsku og fjölskyldu og fílósóferar í leiðinni um jötna og geimfólk, klassíska tónlist, pöndur og umhverfislist, frið og frelsi, landflutninga og upplausn. „Hugmyndin var nær því að vera hugljómun,“ segir Ófeigur, aðspurður hvernig hugmyndin að bókinni hafi kviknað. „Hún kviknaði þegar ég kynntist fyrir tilviljun gömlu kanadísku tónskáldi sem var strandaglópur í Belgíu. Hann komst ekki heim til sín því hann vildi ekki láta bólusetja sig. Hann talaði um kóvid á hátt sem ég hafði aldrei heyrt áður en hann talaði líka um lífið eftir dauðann. Hann var guðspekingur og fegurðardýrkandi á frjóan og frumlegan hátt en líka dásamlega „svag“ fyrir samsæriskenningum. Hann hafði látið prenta leiðarvísi um lífið eftir dauðann og kenndi mér hvernig ég ætti að haga mér í þeim efnum. Þennan fyrsta fund okkar sátum við í fjóra og hálfan tíma og hann talaði allan tímann. Næstu daga var ég mjög innblásinn og skrifaði upp einræðuna eða fangaði röddina, svo lá þetta í salti í tvö þrjú ár en þá spratt sagan skyndilega fram og úr varð þessi skáldsaga.“ Kóvid-faraldurinn skipar stóran sess í sögunni. Hvernig mótaði hann ritunarferlið og boðskap bókarinnar? „Varðandi boðskap aðalpersónunnar þá telur hann að bólusetningarmenningin eða markaðsstemningin hafa vegið of þungt á móti sjálfræðinu og frelsinu. Stórfyrirtæki heimtuðu bæði líkama og sál þegnanna. Hann hafði viðbjóð á múgæsingunni og skoðanakúguninni í faraldrinum. Honum fannst heimurinn hafa breyst í lögregluríki á einni nóttu og það sem var óhugnanlegt var að allir voru býsna sáttir við það.“ Ófeigur Sigurðsson innan í listaverki eftir James Turrell, sem kemur við sögu í bókinni. Skáldsagan Öræfi sló eftirminnilega í gegn Ófeigur Sigurðsson er fæddur í Reykjavík 1975. Hann stundaði nám við Heimspekideild Háskóla Íslands og lauk BA-prófi þaðan árið 2007. Hann hefur sent frá sér ljóðabækur og skáldsögur sem vakið hafa mikla athygli, hlotið lof lesenda og gagnrýnenda og unnið til virtra verðlauna. Skáldsagan um Jón hlaut Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins árið 2011, fyrst íslenskra skáldverka og skáldsagan Öræfi, hreppti Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014. Síðan hefur hann sent frá sér skáldsöguna Heklugjá (2018) og smásagnasafnið Váboða (2020) og á síðasta ári kom skáldsagan Far heimur, far sæll. Segja má að Ófeigur hafi slegið í gegn með skáldsögunni Öræfi. Hún fékk gríðarlega góðar viðtökur, hlaut fyrrnefnd bókmenntaverðlaun og varð metsölubók, flestum að óvörum enda ekkert léttmeti. Bókin er magnaður óður til öræfa landsins og vitnar um djúpa tilfinningu höfundar fyrir íslenskri náttúru og mannlífi gegnum aldirnar, þó sagan sé sprottin úr samtímanum. Þá hafa bækur Ófeigs verið þýddar og gefnar út víða, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Ófeigur skrifar ævintýralegan texta þar sem kraftmikil ádeila og fjarstæðukennt grín takast gjarnan á. Hann er frjór höfundur og stílfimur og þekking hans á sögu og bókmenntum skín í gegn í öllum skáldsögum hans, ekki síst í þeirri nýjustu, Skrípinu. Í Skrípinu er mikið gert úr mætti listarinnar í erfiðum heimi. Hvaða hlutverki telur þú listina gegna í samtímanum? „Ég á það sameiginlegt með aðalpersónunni að hafa ofurtrú á persónulegan mátt listarinnar. Hún er samofin friði og þekkingu. Hún er mótvægi við markaðsöfl samtímans sem geta verið mikil skrípi eða gjörningaþokur þar sem við villumst af leið í leit að okkur sjálfum. En skáldsagan fjallar fyrst og fremst um fegurð tónlistarinnar og skipbrot aðalpersónunnar þegar hann missir tökin á sköpunarverki sínu, og þar með sjálfum sér. Hann skapar jú Skrípið en spurningin er, hver skapaði kóvid-skrípið.“ Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Sjá meira
Ófeigur Sigurðsson hefur löngu sannað sig sem einn áhugaverðasti rithöfundur á Íslandi samtímans og í Skrípinu birtist hann lesendum sínum í miklu stuði. Söguþráður skáldsögunnar er frumlegur og skemmtilegur eins og vænta má frá Ófeigi. Ónefndur Vestur-Íslendingur, tónskáld og hljóðfæramógúll, heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu í febrúar árið 2020, þar sem hann beitir nýstárlegri tækni svo hinn látni píanóleikari, bandarísk-rússneski stórmeistari Horowitz, geti endurflutt tónleika frá Ríkistónlistarskólanum í Moskvu árið 1986. Tónleikarnir gera stormandi lukku og tónskáldið leggur drög að tónleikaferðalagi með heilmyndar-Horowitz; hyggst koma við á helstu tónlistarhúsum í Evrópu en enda leikinn í Jerúsalem. Yfirlýst markmið ferðalagsins er að stuðla að friði í heiminum með tónlist og samræðu í anda Barenboim-Said lausnarinnar. Þegar Kóvid-faraldurinn brestur á fara plönin út um þúfur og tónskáldið festist í bikverksmiðju í Borgerhout-hverfinu í Antwerpen í Belgíu. Þar greinir hann frá undirbúningi tónleikanna og aðdraganda, lífi sínu og störfum, æsku og fjölskyldu og fílósóferar í leiðinni um jötna og geimfólk, klassíska tónlist, pöndur og umhverfislist, frið og frelsi, landflutninga og upplausn. „Hugmyndin var nær því að vera hugljómun,“ segir Ófeigur, aðspurður hvernig hugmyndin að bókinni hafi kviknað. „Hún kviknaði þegar ég kynntist fyrir tilviljun gömlu kanadísku tónskáldi sem var strandaglópur í Belgíu. Hann komst ekki heim til sín því hann vildi ekki láta bólusetja sig. Hann talaði um kóvid á hátt sem ég hafði aldrei heyrt áður en hann talaði líka um lífið eftir dauðann. Hann var guðspekingur og fegurðardýrkandi á frjóan og frumlegan hátt en líka dásamlega „svag“ fyrir samsæriskenningum. Hann hafði látið prenta leiðarvísi um lífið eftir dauðann og kenndi mér hvernig ég ætti að haga mér í þeim efnum. Þennan fyrsta fund okkar sátum við í fjóra og hálfan tíma og hann talaði allan tímann. Næstu daga var ég mjög innblásinn og skrifaði upp einræðuna eða fangaði röddina, svo lá þetta í salti í tvö þrjú ár en þá spratt sagan skyndilega fram og úr varð þessi skáldsaga.“ Kóvid-faraldurinn skipar stóran sess í sögunni. Hvernig mótaði hann ritunarferlið og boðskap bókarinnar? „Varðandi boðskap aðalpersónunnar þá telur hann að bólusetningarmenningin eða markaðsstemningin hafa vegið of þungt á móti sjálfræðinu og frelsinu. Stórfyrirtæki heimtuðu bæði líkama og sál þegnanna. Hann hafði viðbjóð á múgæsingunni og skoðanakúguninni í faraldrinum. Honum fannst heimurinn hafa breyst í lögregluríki á einni nóttu og það sem var óhugnanlegt var að allir voru býsna sáttir við það.“ Ófeigur Sigurðsson innan í listaverki eftir James Turrell, sem kemur við sögu í bókinni. Skáldsagan Öræfi sló eftirminnilega í gegn Ófeigur Sigurðsson er fæddur í Reykjavík 1975. Hann stundaði nám við Heimspekideild Háskóla Íslands og lauk BA-prófi þaðan árið 2007. Hann hefur sent frá sér ljóðabækur og skáldsögur sem vakið hafa mikla athygli, hlotið lof lesenda og gagnrýnenda og unnið til virtra verðlauna. Skáldsagan um Jón hlaut Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins árið 2011, fyrst íslenskra skáldverka og skáldsagan Öræfi, hreppti Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014. Síðan hefur hann sent frá sér skáldsöguna Heklugjá (2018) og smásagnasafnið Váboða (2020) og á síðasta ári kom skáldsagan Far heimur, far sæll. Segja má að Ófeigur hafi slegið í gegn með skáldsögunni Öræfi. Hún fékk gríðarlega góðar viðtökur, hlaut fyrrnefnd bókmenntaverðlaun og varð metsölubók, flestum að óvörum enda ekkert léttmeti. Bókin er magnaður óður til öræfa landsins og vitnar um djúpa tilfinningu höfundar fyrir íslenskri náttúru og mannlífi gegnum aldirnar, þó sagan sé sprottin úr samtímanum. Þá hafa bækur Ófeigs verið þýddar og gefnar út víða, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Ófeigur skrifar ævintýralegan texta þar sem kraftmikil ádeila og fjarstæðukennt grín takast gjarnan á. Hann er frjór höfundur og stílfimur og þekking hans á sögu og bókmenntum skín í gegn í öllum skáldsögum hans, ekki síst í þeirri nýjustu, Skrípinu. Í Skrípinu er mikið gert úr mætti listarinnar í erfiðum heimi. Hvaða hlutverki telur þú listina gegna í samtímanum? „Ég á það sameiginlegt með aðalpersónunni að hafa ofurtrú á persónulegan mátt listarinnar. Hún er samofin friði og þekkingu. Hún er mótvægi við markaðsöfl samtímans sem geta verið mikil skrípi eða gjörningaþokur þar sem við villumst af leið í leit að okkur sjálfum. En skáldsagan fjallar fyrst og fremst um fegurð tónlistarinnar og skipbrot aðalpersónunnar þegar hann missir tökin á sköpunarverki sínu, og þar með sjálfum sér. Hann skapar jú Skrípið en spurningin er, hver skapaði kóvid-skrípið.“
Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Sjá meira