Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2024 16:03 Sabrina Carpenter og Patrik tróna á listum Spotify þetta árið og eiga bæði mest spiluðu lögin, Sabrina í heimi og Patrik á Íslandi. Vísir Espresso eftir Sabrinu Carpenter er það lag sem oftast var spilað af notendum streymisveitunnar Spotify á árinu. Patrik og Luigi eiga mest spilaða íslenska lagið á streymisveitunni en það er lagið Skína. Þá er Taylor Swift sá tónlistarmaður sem var með flestar hlustanir á árinu á streymisveitunni en Herra Hnetusmjör og Bubbi Morthens eiga metið meðal íslenskra höfunda. Streymisveitan birti í dag sinn árlega lista yfir þá listamenn og þau lög sem notendur hlustuðu mest á árinu. Listinn hefur verið kenndur við Wrapped og geta notendur streymisveitunnar nú skoðað sína eigin lista auk þess sem topplistar hafa verið birtar á streymisveitunni. Unwritten með endurkomu Á lista yfir mest spiluðu lögin á heimsvísu árið 2024 kennir ýmissa grasa. Þar eru bæði gömul lög og ný en Sabrina Carpenter trónir eins og áður segir á toppnum með lag sitt Espresso auk þess sem lag hennar Please Please Please er einnig á lista. Þá er Beautiful Things með Benson Boone í öðru sæti listans og svo er Birds of a Feather með Billie Eilish í því þriðja. Athygli vekur að lagið Unwritten með Natöshu Bedingfield nær á lista yfir mest spiluðu lögin en lagið kom út árið 2004. Skýringuna má finna í því að lagið gegndi stóru hlutverki í kvikmyndinni Anyone but You sem sló í gegn á fyrri hluta árs. Á lista yfir mest spiluðu listamenn ársins í heiminum trónir Taylor Swift á toppnum auk Post Malone. Þá er þar einnig að finna The Weeknd, Bad Bunny, Drake, Billie Eilish, Travis Scott, Peso Pluma, Kanye West, Ariönu Grande og Feid. Kunnugleg nöfn á íslensku listunum Á íslenska listanum eiga fáir séns í þá félaga Patrik og Luigi en Skína er langmest spilaða lag landsins á Spotify. Þar á eftir kemur Beautiful Things með Benson Boone. Herra Hnetusmjör er svo í þriðja sæti með Koss á þig, laginu úr Áramótaskaupinu í fyrra. Aron Can er einnig á listanum yfir mest spiluðu lögin með MONNÍ, einnig Háski og Patrik með Hvert ertu að fara auk þess sem Iceguys og ClubDub komast rétt á topp tíu með lög sín Krumla og bad bitch í RVK. Á lista yfir mest spiluðu listamennina á Íslandi er Kanye West efstur en fast á hæla hans koma Bubbi Morthens og Herra Hnetusmjör. Taylor Swift er þar líka, auk Drake, Travis Scott og Daniil og Arons Can. Á listanum eru svo að sjálfsögðu þekkt íslensk nöfn eins og Friðrik Dór, ClubDub, GDRN, Floni og Jói Pé og Króli. Tónlist Spotify Fréttir ársins 2024 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Streymisveitan birti í dag sinn árlega lista yfir þá listamenn og þau lög sem notendur hlustuðu mest á árinu. Listinn hefur verið kenndur við Wrapped og geta notendur streymisveitunnar nú skoðað sína eigin lista auk þess sem topplistar hafa verið birtar á streymisveitunni. Unwritten með endurkomu Á lista yfir mest spiluðu lögin á heimsvísu árið 2024 kennir ýmissa grasa. Þar eru bæði gömul lög og ný en Sabrina Carpenter trónir eins og áður segir á toppnum með lag sitt Espresso auk þess sem lag hennar Please Please Please er einnig á lista. Þá er Beautiful Things með Benson Boone í öðru sæti listans og svo er Birds of a Feather með Billie Eilish í því þriðja. Athygli vekur að lagið Unwritten með Natöshu Bedingfield nær á lista yfir mest spiluðu lögin en lagið kom út árið 2004. Skýringuna má finna í því að lagið gegndi stóru hlutverki í kvikmyndinni Anyone but You sem sló í gegn á fyrri hluta árs. Á lista yfir mest spiluðu listamenn ársins í heiminum trónir Taylor Swift á toppnum auk Post Malone. Þá er þar einnig að finna The Weeknd, Bad Bunny, Drake, Billie Eilish, Travis Scott, Peso Pluma, Kanye West, Ariönu Grande og Feid. Kunnugleg nöfn á íslensku listunum Á íslenska listanum eiga fáir séns í þá félaga Patrik og Luigi en Skína er langmest spilaða lag landsins á Spotify. Þar á eftir kemur Beautiful Things með Benson Boone. Herra Hnetusmjör er svo í þriðja sæti með Koss á þig, laginu úr Áramótaskaupinu í fyrra. Aron Can er einnig á listanum yfir mest spiluðu lögin með MONNÍ, einnig Háski og Patrik með Hvert ertu að fara auk þess sem Iceguys og ClubDub komast rétt á topp tíu með lög sín Krumla og bad bitch í RVK. Á lista yfir mest spiluðu listamennina á Íslandi er Kanye West efstur en fast á hæla hans koma Bubbi Morthens og Herra Hnetusmjör. Taylor Swift er þar líka, auk Drake, Travis Scott og Daniil og Arons Can. Á listanum eru svo að sjálfsögðu þekkt íslensk nöfn eins og Friðrik Dór, ClubDub, GDRN, Floni og Jói Pé og Króli.
Tónlist Spotify Fréttir ársins 2024 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira