Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Bjarki Sigurðsson skrifar 4. desember 2024 13:32 Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, vill að allir þingmenn fái það verkefni að mála mynd af öðrum þingmanni þegar þeir setjast á þing. Vísir/Vilhelm Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, spyr sig hvort það sé verðugt verkefni fyrir þingmenn sinn fyrsta dag á þingi að mála mynd hver af öðrum líkt og gert var í Kappleikunum. Með því opnast augu þess sem heldur á penslinum fyrir því að í hverri manneskju búi margt fleira en eingöngu pólitískar skoðanir. „Kosningafundir og kappræður voru eins og gengur mis skemmtilegar og áhugaverðar en eitt þótti mér stórskemmtilegt; Það voru Kappleikarnir, kappræður fyrir unga fólkið sem haldnar voru í liðinni viku,“ sagði biskups í prédikun sinni í Hallgrímskirkju á fyrsta sunnudag í aðventu. Kappleikarnir fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi þriðjudaginn fyrir kosningar. Þetta voru skemmtilegar kappræður þar sem frambjóðendur fengu ýmis öðruvísi verkefni en þekkist í venjulegum kosningum. „Það sem gerði þessar kappræður óvenjulegar var að fulltrúar flokkana þurftu að vinna saman við að svara spurningum og svo áttu þau að mála mynd af hvert öðru. Það sem mér þótti gott við þetta var að við fengum að sjá frambjóðendur í öðru ljósi en venjulega,“ sagði Guðrún. Í innslaginu, sem má sjá hér fyrir ofan, settust frambjóðendur niður tveir og tveir og máluðu mynd af hvor öðrum. Útkoman var misgóð, en flestallir voru sáttir með myndina af sér. „Það hlýtur að opna eitthvað fallegt í hjartanu að þurfa að horfa á manneskju, þó að hún sé með andstæðar skoðanir og hugsjónir á við okkur og finna út hvað það er sem einkennir hana. Vissulega er hægt að gera þetta með húmor, en ég trúi því líka að ef fólk getur hlegið saman þá getur það unnið saman. Ef til vill stillir það neikvæðum væntingum til viðkomandi í hóf og opnar augu þess er heldur á penslinum fyrir því að í hverri manneskju býr margt fleira en eingöngu pólitískar skoðanir,“ sagði Guðrún. Að lokum sagði hún hugmyndina svo góða að hana hafi dottið í hug að þetta væri verðugt verkefni fyrsta daginn sem fólk sest á þing, að mála mynd af hvert öðru. Kappleikar Þjóðkirkjan Trúmál Myndlist Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið voru frambjóðendur spurðir einfaldra já eða nei spurninga og þar kennir ýmissa grasa. 28. nóvember 2024 16:02 Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið var frambjóðendum boðið að taka afstöðu til hinna ýmsu málefna og reyndist það stundum þrautin þyngri. 27. nóvember 2024 20:00 Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Þá var kannað hve listrænir frambjóðendur eru og fengu þeir það verkefni að mála hver aðra. 27. nóvember 2024 11:31 Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
„Kosningafundir og kappræður voru eins og gengur mis skemmtilegar og áhugaverðar en eitt þótti mér stórskemmtilegt; Það voru Kappleikarnir, kappræður fyrir unga fólkið sem haldnar voru í liðinni viku,“ sagði biskups í prédikun sinni í Hallgrímskirkju á fyrsta sunnudag í aðventu. Kappleikarnir fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi þriðjudaginn fyrir kosningar. Þetta voru skemmtilegar kappræður þar sem frambjóðendur fengu ýmis öðruvísi verkefni en þekkist í venjulegum kosningum. „Það sem gerði þessar kappræður óvenjulegar var að fulltrúar flokkana þurftu að vinna saman við að svara spurningum og svo áttu þau að mála mynd af hvert öðru. Það sem mér þótti gott við þetta var að við fengum að sjá frambjóðendur í öðru ljósi en venjulega,“ sagði Guðrún. Í innslaginu, sem má sjá hér fyrir ofan, settust frambjóðendur niður tveir og tveir og máluðu mynd af hvor öðrum. Útkoman var misgóð, en flestallir voru sáttir með myndina af sér. „Það hlýtur að opna eitthvað fallegt í hjartanu að þurfa að horfa á manneskju, þó að hún sé með andstæðar skoðanir og hugsjónir á við okkur og finna út hvað það er sem einkennir hana. Vissulega er hægt að gera þetta með húmor, en ég trúi því líka að ef fólk getur hlegið saman þá getur það unnið saman. Ef til vill stillir það neikvæðum væntingum til viðkomandi í hóf og opnar augu þess er heldur á penslinum fyrir því að í hverri manneskju býr margt fleira en eingöngu pólitískar skoðanir,“ sagði Guðrún. Að lokum sagði hún hugmyndina svo góða að hana hafi dottið í hug að þetta væri verðugt verkefni fyrsta daginn sem fólk sest á þing, að mála mynd af hvert öðru.
Kappleikar Þjóðkirkjan Trúmál Myndlist Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið voru frambjóðendur spurðir einfaldra já eða nei spurninga og þar kennir ýmissa grasa. 28. nóvember 2024 16:02 Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið var frambjóðendum boðið að taka afstöðu til hinna ýmsu málefna og reyndist það stundum þrautin þyngri. 27. nóvember 2024 20:00 Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Þá var kannað hve listrænir frambjóðendur eru og fengu þeir það verkefni að mála hver aðra. 27. nóvember 2024 11:31 Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið voru frambjóðendur spurðir einfaldra já eða nei spurninga og þar kennir ýmissa grasa. 28. nóvember 2024 16:02
Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Í einum lið var frambjóðendum boðið að taka afstöðu til hinna ýmsu málefna og reyndist það stundum þrautin þyngri. 27. nóvember 2024 20:00
Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Fjörugar kappræður fóru fram á Stöð 2 í gærkvöldi í Kappleikum þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Þá var kannað hve listrænir frambjóðendur eru og fengu þeir það verkefni að mála hver aðra. 27. nóvember 2024 11:31