Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Aron Guðmundsson skrifar 4. desember 2024 11:31 Verstappen endaði í 2.sæti í hollenska kappakstrinum fyrr a yfirstandandi tímabili. Hann fær nú tvö tækifæri til viðbótar til að bera sigur úr býtum í heimakappakstrinum í Formúlu 1 Vísir/Getty Hollenski kappaksturinn í Formúlu á Zandvoort brautinni verður tekinn af keppnisdagatali mótaraðarinnar eftir tímabilið 2026. Þetta hefur verið staðfest af forráðamönnum Formúlu 1 en þar með er ljóst að heimavöllur ríkjandi heimsmeistara ökuþóra, Hollendingsins Max Verstappen, verður ekki hluti af mótaröðinni. Gríðarleg stemning hefur myndast á hollenska kappakstrinum undanfarin tímabil og er hægt að rekja það til góðs gengis Verstappen sem hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína í Formúlu 1 og tryggt sér heimsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Appelsínugult haf áhorfenda er fastur liður á hollenska kappakstrinum þar sem að mikill meirihluti áhorfenda er á bandi heimamannsins Max VerstappenVísir/Getty Það var árið 2021 sem ákveðið var að Formúlu 1 kappakstur myndi á nýjan leik fara fram á Zandvoort brautinni en þá hafði keppninnar ekki notið við í um þrjátíu og fimm ár. Núverandi tímabil í Formúlu 1 mótaröðinni samanstendur af tuttugu og fjórum keppnishelgum og er það mat ökuþóra að það sé helst til of mikið. Forráðamenn Formúlu 1 hafa hins vegar látið þær gagnrýnisraddir sem vind um eyru þjóta og eru þeir með til skoðunar að koma á keppnishelgi í Afríku í náinni framtíð. Síðasta keppnishelgi yfirstandandi Formúlu 1 tímabils fer fram um komandi helgi. Verstappen hefur nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitilinn í flokki ökuþóra en spennan er mikil í flokki bílasmiða þar sem að aðeins tuttugu og eitt stig skilja að lið McLaren og Ferrari þegar að fjörutíu og fjögur stig að hámarki eru eftir í pottinum fyrir hvert lið. Akstursíþróttir Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þetta hefur verið staðfest af forráðamönnum Formúlu 1 en þar með er ljóst að heimavöllur ríkjandi heimsmeistara ökuþóra, Hollendingsins Max Verstappen, verður ekki hluti af mótaröðinni. Gríðarleg stemning hefur myndast á hollenska kappakstrinum undanfarin tímabil og er hægt að rekja það til góðs gengis Verstappen sem hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína í Formúlu 1 og tryggt sér heimsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Appelsínugult haf áhorfenda er fastur liður á hollenska kappakstrinum þar sem að mikill meirihluti áhorfenda er á bandi heimamannsins Max VerstappenVísir/Getty Það var árið 2021 sem ákveðið var að Formúlu 1 kappakstur myndi á nýjan leik fara fram á Zandvoort brautinni en þá hafði keppninnar ekki notið við í um þrjátíu og fimm ár. Núverandi tímabil í Formúlu 1 mótaröðinni samanstendur af tuttugu og fjórum keppnishelgum og er það mat ökuþóra að það sé helst til of mikið. Forráðamenn Formúlu 1 hafa hins vegar látið þær gagnrýnisraddir sem vind um eyru þjóta og eru þeir með til skoðunar að koma á keppnishelgi í Afríku í náinni framtíð. Síðasta keppnishelgi yfirstandandi Formúlu 1 tímabils fer fram um komandi helgi. Verstappen hefur nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitilinn í flokki ökuþóra en spennan er mikil í flokki bílasmiða þar sem að aðeins tuttugu og eitt stig skilja að lið McLaren og Ferrari þegar að fjörutíu og fjögur stig að hámarki eru eftir í pottinum fyrir hvert lið.
Akstursíþróttir Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira