Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 22:41 Walesverjar fögnuðu ákaft á Írlandi í kvöld eftir að hafa í fyrsta sinn tryggt sér sæti á EM. Getty/Tim Clayton Nú er ljóst hvaða fimmtán lið verða með Íslandi í drættinum fyrir EM kvenna í fótbolta, en dregið verður í riðla 16. desember. Sjö síðustu þjóðirnar tryggðu sér EM-farseðil í kvöld. Á meðan að Ísland er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á EM í Sviss, með því að ná 2. sæti í sínum undanriðli í sumar, þá hafa margar sterkar þjóðir þurft að keppa í umspili nú í haust um síðustu lausu sætin á mótinu. Síðustu sætin hlutu Svíþjóð, Belgía, Finnland, Noregur, Portúgal, Pólland og Wales. Tvær síðastnefndu þjóðirnar keppa í fyrsta sinn á EM. Walesverjar tryggðu sér sæti á EM með því að slá út Íra, með 2-1 útisigri í kvöld, eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum. Pólverjar sóttu einnig útisigur, 1-0 gegn Austurríki, eftir að hafa sömuleiðis unnið 1-0 á heimavelli. Norðmenn voru öllu öruggari og unnu 3-0 gegn Norður-Írlandi í kvöld, eftir 4-0 útisigur, og sömu sögu er að segja af Svíum sem slátruðu Serbum í kvöld, 6-0, eftir að hafa unnið útileikinn 2-0. Belgar slógu út Úkraínu, samanlagt 4-1, og Finnar unnu Skota 2-0 á heimavelli í kvöld eftir markalaust jafntefli í Skotlandi. Portúgal vann svo 2-1 útisigur gegn Tékklandi, eftir 1-1 jafntefli á heimavelli. Ísland í næstefsta flokki Núna er því ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út fyrir EM-dráttinn 16. desember. Mótið sjálft hefst svo 2. júlí og verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 8-liða úrslit. Flokkur 1: Sviss, Spánn, Þýskaland, Frakkland. Flokkur 2: Ítalía, Ísland, Danmörk, England. Flokkur 3: Holland, Svíþjóð, Noregur, Belgía. Flokkur 4: Finnland, Pólland, Portúgal, Wales. EM 2025 í Sviss Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Fleiri fréttir Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sjá meira
Á meðan að Ísland er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á EM í Sviss, með því að ná 2. sæti í sínum undanriðli í sumar, þá hafa margar sterkar þjóðir þurft að keppa í umspili nú í haust um síðustu lausu sætin á mótinu. Síðustu sætin hlutu Svíþjóð, Belgía, Finnland, Noregur, Portúgal, Pólland og Wales. Tvær síðastnefndu þjóðirnar keppa í fyrsta sinn á EM. Walesverjar tryggðu sér sæti á EM með því að slá út Íra, með 2-1 útisigri í kvöld, eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum. Pólverjar sóttu einnig útisigur, 1-0 gegn Austurríki, eftir að hafa sömuleiðis unnið 1-0 á heimavelli. Norðmenn voru öllu öruggari og unnu 3-0 gegn Norður-Írlandi í kvöld, eftir 4-0 útisigur, og sömu sögu er að segja af Svíum sem slátruðu Serbum í kvöld, 6-0, eftir að hafa unnið útileikinn 2-0. Belgar slógu út Úkraínu, samanlagt 4-1, og Finnar unnu Skota 2-0 á heimavelli í kvöld eftir markalaust jafntefli í Skotlandi. Portúgal vann svo 2-1 útisigur gegn Tékklandi, eftir 1-1 jafntefli á heimavelli. Ísland í næstefsta flokki Núna er því ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út fyrir EM-dráttinn 16. desember. Mótið sjálft hefst svo 2. júlí og verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 8-liða úrslit. Flokkur 1: Sviss, Spánn, Þýskaland, Frakkland. Flokkur 2: Ítalía, Ísland, Danmörk, England. Flokkur 3: Holland, Svíþjóð, Noregur, Belgía. Flokkur 4: Finnland, Pólland, Portúgal, Wales.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Fleiri fréttir Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sjá meira