Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2024 09:01 Michael Schumacher ásamt eiginkonu sinni, Corrinu. vísir/getty Damon Hill segir fjárkúgun fyrrverandi lífvarðar Michaels Schumacher ógeðslega og spyr hvort fjölskylda hans hafi ekki þjáðst nóg. Þýska lögreglan er með Markus Fritsche, fyrrverandi lífvörð Schumachers, og tvo aðra til rannsóknar eftir að þeir reyndu að kúga fé út úr fjölskyldu ökuþórsins fyrrverandi. Fritsche stal 1.500 skrám sem höfðu að geyma viðkvæmar upplýsingar um ástand Schumachers sem hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í skíðaslysi í ölpunum fyrir ellefu árum. Fritsche og vitorðsmenn hans kröfðu Corrinu, eiginkonu Schumachers, um tólf milljónir punda, annars myndu þeir birta skrárnar opinberlega. Hill, sem háði harða keppni við Schumacher í Formúlu 1 á 10. áratug síðustu aldar, var orða vant þegar hann heyrði af fjárkúguninni sem Fritsche skipulagði. „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk? Jesús. Algjörlega ógeðslegt. Lægra er ekki hægt að leggjast,“ skrifaði Hill á X. Is the Schumacher's family tragedy not enough for some people? Jesus. Utterly disgusting. The lowest of the low. #f1 #keepfightingmichaelhttps://t.co/k5OEJ9CCLo— Damon Hill (@HillF1) December 2, 2024 Fritsche vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta ár en var rekinn fyrr á þessu ári. Hann var ekki sáttur við það og ákvað því að reyna að kúga fé út úr fjölskyldunni. Fritsche var handtekinn í byrjun júlí og í kjölfarið voru vitorðsmenn hans einnig hnepptir í varðhald. Hill og Schumacher var vel til vina utan brautarinnar en svarnir óvinir þegar þeir voru komnir undir stýri. Hill keppti í Formúlu 1 á árunum 1992-99. Hann varð meistari með Williams 1996 og vann alls 22 keppnir á ferli sínum í Formúlu 1. Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari, tvisvar sinnum með Benetton og fimm sinnum með Ferrari. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þýska lögreglan er með Markus Fritsche, fyrrverandi lífvörð Schumachers, og tvo aðra til rannsóknar eftir að þeir reyndu að kúga fé út úr fjölskyldu ökuþórsins fyrrverandi. Fritsche stal 1.500 skrám sem höfðu að geyma viðkvæmar upplýsingar um ástand Schumachers sem hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í skíðaslysi í ölpunum fyrir ellefu árum. Fritsche og vitorðsmenn hans kröfðu Corrinu, eiginkonu Schumachers, um tólf milljónir punda, annars myndu þeir birta skrárnar opinberlega. Hill, sem háði harða keppni við Schumacher í Formúlu 1 á 10. áratug síðustu aldar, var orða vant þegar hann heyrði af fjárkúguninni sem Fritsche skipulagði. „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk? Jesús. Algjörlega ógeðslegt. Lægra er ekki hægt að leggjast,“ skrifaði Hill á X. Is the Schumacher's family tragedy not enough for some people? Jesus. Utterly disgusting. The lowest of the low. #f1 #keepfightingmichaelhttps://t.co/k5OEJ9CCLo— Damon Hill (@HillF1) December 2, 2024 Fritsche vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta ár en var rekinn fyrr á þessu ári. Hann var ekki sáttur við það og ákvað því að reyna að kúga fé út úr fjölskyldunni. Fritsche var handtekinn í byrjun júlí og í kjölfarið voru vitorðsmenn hans einnig hnepptir í varðhald. Hill og Schumacher var vel til vina utan brautarinnar en svarnir óvinir þegar þeir voru komnir undir stýri. Hill keppti í Formúlu 1 á árunum 1992-99. Hann varð meistari með Williams 1996 og vann alls 22 keppnir á ferli sínum í Formúlu 1. Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari, tvisvar sinnum með Benetton og fimm sinnum með Ferrari.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira