Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2024 18:54 Ingibjörg Sigurðardóttir var á sínum stað í vörn íslenska liðsins, eins og gegn Bandaríkjunum á dögunum. Hún gerði hins vegar slæm mistök í kvöld, þegar Danir komust í 2-0. Getty/Michael Wade Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði gegn sterku liði Danmerkur í seinni vináttulandsleik sínum á Pinatar Arena á Spáni, 2-0 í kvöld. Segja má að Signe Bruun, markaskorari úr Real Madrid, hafi gert gæfumuninn fyrir Dani í kvöld en hún skoraði bæði mörk liðsins og var nálægt þrennunni þegar hún skoraði rangstöðumark. Íslenska liðið fer frá Spáni án þess að hafa skorað mark, gegn tveimur afar sterkum mótherjum, en liðið var þó betri aðilinn í leiknum við Kanada á föstudaginn. Ísland vann Danmörku 1-0 í Þjóðadeildinni fyrir ári síðan, í fyrsta landsleik Fanneyjar Ingu Birkisdóttur. Hún fékk hins vegar á sig mark eftir korters leik í kvöld, þegar Danir skoruðu í kjölfar hornspyrnu. Signe Bruun, framherji Real Madrid, náði þá að skalla fallega aftur fyrir sig og í markið. Alexandra Jóhannsdóttir var nálægt því að jafna metin á 35. mínútu, einnig eftir hornspyrnu. Ingibjörg náði skalla í varnarmann og boltinn féll til Alexöndru en skot hennar úr góðu færi var varið. Afglöp Ingibjargar Þess í stað komst Danmörk í 2-0 fimm mínútum fyrir hálfleik, eftir skelfileg mistök Ingibjargar Sigurðardóttur. Engin hætta var á ferð þegar Ingibjörg ætlaði að senda boltann aftur á Fanney Ingu í markinu, en sendingin var laflaus og Bruun skoraði auðveldlega sitt annað mark með laglegri vippu. Signe Bruun var íslenska liðinu erfið í kvöld.Getty/Aitor Alcalde Ísland fékk frábært færi til að minnka muninn snemma í seinni hálfleik, þegar Sveindís Jane Jónsdóttir kom boltanum inn í miðjan teiginn en Katla Tryggvadóttir, í sínum fyrsta byrjunarliðslandsleik, hitti boltann illa og skotið var of laust. Signe Bruune kom boltanum í markið í þriðja sinn þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir, með skoti af stuttu færi, en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og íslensku stelpurnar bíða núna eftir drættinum fyrir EM í Sviss næsta sumar, en dregið verður þann 16. desember. Fimm byrjuðu báða leikina Byrjunarlið Íslands í kvöld var mikið breytt frá 0-0 jafnteflinu við Kanada á föstudaginn, eins og Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hafði þá þegar gefið út. Fimm héldu þó sæti sínu í liðinu og þar af þrjár í vörninni, þær Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir, en einnig Selma Sól Magnúsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Lið Íslands í dag: Fanney Inga Birkisdóttir – Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir – Alexandra Jóhannsdóttir, Katla Tryggvadóttir, Selma Sól Magnúsdóttir – Diljá Ýr Zomers, Hlín Eiríksdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira
Segja má að Signe Bruun, markaskorari úr Real Madrid, hafi gert gæfumuninn fyrir Dani í kvöld en hún skoraði bæði mörk liðsins og var nálægt þrennunni þegar hún skoraði rangstöðumark. Íslenska liðið fer frá Spáni án þess að hafa skorað mark, gegn tveimur afar sterkum mótherjum, en liðið var þó betri aðilinn í leiknum við Kanada á föstudaginn. Ísland vann Danmörku 1-0 í Þjóðadeildinni fyrir ári síðan, í fyrsta landsleik Fanneyjar Ingu Birkisdóttur. Hún fékk hins vegar á sig mark eftir korters leik í kvöld, þegar Danir skoruðu í kjölfar hornspyrnu. Signe Bruun, framherji Real Madrid, náði þá að skalla fallega aftur fyrir sig og í markið. Alexandra Jóhannsdóttir var nálægt því að jafna metin á 35. mínútu, einnig eftir hornspyrnu. Ingibjörg náði skalla í varnarmann og boltinn féll til Alexöndru en skot hennar úr góðu færi var varið. Afglöp Ingibjargar Þess í stað komst Danmörk í 2-0 fimm mínútum fyrir hálfleik, eftir skelfileg mistök Ingibjargar Sigurðardóttur. Engin hætta var á ferð þegar Ingibjörg ætlaði að senda boltann aftur á Fanney Ingu í markinu, en sendingin var laflaus og Bruun skoraði auðveldlega sitt annað mark með laglegri vippu. Signe Bruun var íslenska liðinu erfið í kvöld.Getty/Aitor Alcalde Ísland fékk frábært færi til að minnka muninn snemma í seinni hálfleik, þegar Sveindís Jane Jónsdóttir kom boltanum inn í miðjan teiginn en Katla Tryggvadóttir, í sínum fyrsta byrjunarliðslandsleik, hitti boltann illa og skotið var of laust. Signe Bruune kom boltanum í markið í þriðja sinn þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir, með skoti af stuttu færi, en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og íslensku stelpurnar bíða núna eftir drættinum fyrir EM í Sviss næsta sumar, en dregið verður þann 16. desember. Fimm byrjuðu báða leikina Byrjunarlið Íslands í kvöld var mikið breytt frá 0-0 jafnteflinu við Kanada á föstudaginn, eins og Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hafði þá þegar gefið út. Fimm héldu þó sæti sínu í liðinu og þar af þrjár í vörninni, þær Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir, en einnig Selma Sól Magnúsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Lið Íslands í dag: Fanney Inga Birkisdóttir – Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir – Alexandra Jóhannsdóttir, Katla Tryggvadóttir, Selma Sól Magnúsdóttir – Diljá Ýr Zomers, Hlín Eiríksdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira