Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2024 13:30 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fagnar EM-sætinu eftir frækinn sigur á Þýskalandi á Laugardalsvelli í sumar, 3-0. vísir/anton Nú er ljóst hvernig íslenskir stuðningsmenn geta sér keypt miða á Evrópumót kvenna í fótbolta í Sviss á næsta ári. Miðasalan fyrir íslenska stuðningsmenn fer fram í þremur hlutum. Allir miðarnir sem eru seldir eru á sérstöku svæði sem er frátekið fyrir stuðningsmenn Íslands. Evrópumótið í Sviss fer fram 2.-27. júlí 2025. Dregið verður í riðla 16. desember og daginn eftir geta stuðningsmenn Íslands keypt sér miða á leikina. Sú miðasala stendur fram á aðfangadag. Í þessum fyrsta hluta verður notast við miðasölu með einnota kóðum. Þeir sem ætla að kaupa sér miða þurfa að skrá sig í gegnum skráningarform sem verður aðgengilegt á heimasíðu KSÍ. Opnað verður fyrir formið í dag og það verður opið fram til klukkan 12:00 á Þorláksmessu. Frá og með 17. desember fá svo þeir sem hafa skráð sig kóða sem þeir geta notað til að kaupa miða í gegnum miðavef UEFA. Sú miðasala stendur fram á hádegi á aðfangadag, eða á meðan miðar endast. Hægt verður að kaupa allt að tíu miða á hvern leik Íslands í riðlakeppninni með hverjum kóða. Ísland er á leið á fimmta Evrópumótið í röð.vísir/anton Annar hluti miðasölunnar fer fram 27. desember til 8. janúar. Þar verða miðar seldir með fjölnota aðgangskóða og er þessi hluti aðgengilegur öllum sem eru áskrifendur að fréttabréfi KSÍ (hér má gerast áskrifandi). Þann 27. desember verður kóðinn sendur út með fréttabréfi KSÍ og frá og með klukkan 12:00 getur fólk keypt sér miða á miðavef UEFA. Hægt verður að kaupa fjóra miða á hvern leik í einu en ef fólk vill kaupa fleiri miða endurtekur það kaupin með sama kóðanum. Þessi gluggi til að kaupa miða verður opinn til klukkan 12:00 8. desember, eða á meðan miðar endar. Í þriðja hluta miðasölunnar verður miðakerfi UEFA svo opið öllum sem eru skráðir „Fan of Iceland“. Þriðji hlutinn verður opinn frá klukkan 12:00 9. janúar til klukkan 12:00 16. janúar, eða á miðan miðar endast. Nánari upplýsingar um miðasöluna á EM má nálgast á heimasíðu KSÍ, eða með því að smella hér. EM 2025 í Sviss KSÍ Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Miðasalan fyrir íslenska stuðningsmenn fer fram í þremur hlutum. Allir miðarnir sem eru seldir eru á sérstöku svæði sem er frátekið fyrir stuðningsmenn Íslands. Evrópumótið í Sviss fer fram 2.-27. júlí 2025. Dregið verður í riðla 16. desember og daginn eftir geta stuðningsmenn Íslands keypt sér miða á leikina. Sú miðasala stendur fram á aðfangadag. Í þessum fyrsta hluta verður notast við miðasölu með einnota kóðum. Þeir sem ætla að kaupa sér miða þurfa að skrá sig í gegnum skráningarform sem verður aðgengilegt á heimasíðu KSÍ. Opnað verður fyrir formið í dag og það verður opið fram til klukkan 12:00 á Þorláksmessu. Frá og með 17. desember fá svo þeir sem hafa skráð sig kóða sem þeir geta notað til að kaupa miða í gegnum miðavef UEFA. Sú miðasala stendur fram á hádegi á aðfangadag, eða á meðan miðar endast. Hægt verður að kaupa allt að tíu miða á hvern leik Íslands í riðlakeppninni með hverjum kóða. Ísland er á leið á fimmta Evrópumótið í röð.vísir/anton Annar hluti miðasölunnar fer fram 27. desember til 8. janúar. Þar verða miðar seldir með fjölnota aðgangskóða og er þessi hluti aðgengilegur öllum sem eru áskrifendur að fréttabréfi KSÍ (hér má gerast áskrifandi). Þann 27. desember verður kóðinn sendur út með fréttabréfi KSÍ og frá og með klukkan 12:00 getur fólk keypt sér miða á miðavef UEFA. Hægt verður að kaupa fjóra miða á hvern leik í einu en ef fólk vill kaupa fleiri miða endurtekur það kaupin með sama kóðanum. Þessi gluggi til að kaupa miða verður opinn til klukkan 12:00 8. desember, eða á meðan miðar endar. Í þriðja hluta miðasölunnar verður miðakerfi UEFA svo opið öllum sem eru skráðir „Fan of Iceland“. Þriðji hlutinn verður opinn frá klukkan 12:00 9. janúar til klukkan 12:00 16. janúar, eða á miðan miðar endast. Nánari upplýsingar um miðasöluna á EM má nálgast á heimasíðu KSÍ, eða með því að smella hér.
EM 2025 í Sviss KSÍ Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira